fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Skrímsli í mannslíkama.

Ég er svo brjáluð!!!! En samt svo stútfull af þakklæti og hlýju!
Ég er að drepast úr stressi, en samt að kafna úr tilhlökkun.

Skólinn að byrja á morgun og þá er ekki aftur snúið ( vonandi ). Það virðist lítið ganga seinustu daga alveg sama hvað það er sem ég reyni að fóta mér fyrir. Ég er á fullu að reyna að betrum bæta hér og þar og það virðist alltaf leka einhver skítur út þó bótin sé komin fyrir gatið.

Ég ólst upp við að kunna ekki að fara með peninga, mér var ekki kennt að fara vel með peninga. Þegar ég var 18 ára byrjaði ég í sambúð með vægast sagt skrímsli í mannslíkama og hann átti mig að hans sögn. Ég borgaði niður allar hans skuldir sem hann og fyrverandi kærastan hans höfðu safnað að sér og svo þurfti ég að taka yfirdráttarheimild en ég mátti samt ekki ráða mínum eigin fárhag. Hann fór í skóla, tók námslán, var með kreditkort, og yfirdrátt á meðan ég vann og mátti ekki fara í skóla því ég var einfaldlega of heimsk til þess að læra. Hann tók mótorhjólaprófið, keypti sér bíl eftir bíl, keypti sér mótorhjól og allskonar hluti. Á meðan tók hann trillinginn á mér og grandskoðaði yfirlitið á heimabankanum mínum ef ég var búin að eyða meira en 3000 kr á einum degi.
Ég var einnig með kreditkort sem hann notaði og bensínkort! Ég fékk nóg, ég sprakk! 

Ég gekk út og snéri baki við þessum ógeðfellda manni, ég reyndi að koma undir mér fótunum en það gekk mjög illa. Ég gekk á milli húsa og bjó í ferðatösku í svona ca ár með innistæðuna 0.- á reikningnum mínum.
Mér þótti það aldrei skemmtilegt að þurfa að lifa svona, en það stóð ekki til greina að flytja til fjölskyldu minnar og þykir mér leitt að segja það því þrátt fyrir allt þykir manni alltaf vænt um þau, en þá var ekki sjens að snúa sér þangað.
Eftir ár með engar tekjur hlóðust kreditkorið, yfirdrátturinn og bensínkortið í endalausa vexti. Eitthvað sem HANN átti mjööög mikið í. Ég sat í súpunni!!

Ég reyndi að byrja að borga 10 þúsund hér og 10.þúsund þar en það var eins og að borða spaghettí.. það hreyfðist ekkert við disknum.
Á endanum leitaði ég til Umboðsmanns Skuldara til að hjálpa mér með þetta því þetta lét mér líða skelfilega illa að horfa á þessar rauðu tölur með mínar litlu tekjur og barn á framfæri. Þá var afskrifað af mér þessar skuldir vegna ástæðna og launa sem ég er á og í bréfinu stóð að ég gæti byrjað nýtt fjárhagslegt líf ef ég myndi skila mínu næstu 3 árin.
3 ár eru liðin en ég get samt hvergi fengið hjálp til að fjármagna mig í skóla! Ég er með mál mitt hjá félagsmálastofnun og þeir eru að gera hvað sitt besta, enda er ég með konu sem að er verulega skilningsrík og hefur mjög mikla trú á mér.
En allir bankar loka á mig! Ég mun aldrei geta tekið íbúðarlán útaf þessum mistökum, 18 ára og vitlaus. Með manni sem stjórnaði öllu og tók enga ábyrgð! Lét sínar skuldir ganga fyrir mínar og ég fékk ekkert frelsi til neins þar til ég slapp úr hreiðrinu.
Af gefnu tilefni vil ég samtsem áður taka fram að þessar skuldir eru að jafnaði mér að kenna líka, ég er ekki að kenna einhverjum einum um.



Ísland í hnotskurn í dag! 

Maður lærir ekki af fjárhagslegum mistökum og fær annað tækifæri.
Maður fær bara stimpil og lokaðar dyr.




Krosslegg fingur og tær að ég fái að halda áfram í skólanum!!! 

fimmtudagur, 13. ágúst 2015

Tjáningarfrelsið er dautt en mér er alveg sama!

Yfirleitt þegar mér líður illa logga ég mig inn á bloggið mitt og byrja að tjá mig, en lang oftast fer það í ruslið því ég hugsa "Nei þetta er ekki viðeigandi á netinu." Allt í einu er orðið bannað að tjá tilfiningar sýnar ef þær eru slæmar, mér finnst litið hornauga á þá sem þurfa virkilega á því að halda.
Ég er með áfallastreituröskun, kvíðaveiki af ýmsum toga og vott af þunglyndi. ( sumir dagar eru einfaldlega verri en aðrir ). 

Nú hef ég ekki tekið lyfin mín í mánuð því ég einfaldlega hélt að ég þyrfti ekki á þeim að halda lengur en svo virtist ekki. Ég er búin að hafa keng og verki í maganum í viku, ég græt við minnsta tilefni og það má ekkert gerast þá er dagurinn gjörsamlega ónýtur.
Má segja þetta á facebook? Tjah, já en þá yrði ég töluð sem dramadrottning! Ég er sem sagt dramadrottning ef ég vil tjá mig um hvernig mér líður. Maður á bara að ljúga og segja " ég segi allt fínt" ef einhver spyr hvað maður segir gott. En ef það hjálpar mér að segja sannleikann, afhverju ætti það að stoppa mig? Jú því ég er of hrædd um hvað öðrum finnst sérstaklega vegna veikinda minna.

Ég ætla að vera mjög hreinskilin núna og segja ykkur hvað ég er að gera akkurat núna fyrir utan það að pikka stafina á lyklaborðinu. Ég sit í svarta leðursófanum mínum og hlusta á litla barnið mitt njóta þess að horfa á bílamyndbönd á YouTube á meðan ég er með tilfiningu eins og það sé að kvikna bál í maganum á mér, bakverk, klökk í hálsinum og berst við að tárin hrynji ekki niður á kinn svo barninu mínu beri ekki á minni vanlíðan.
Ég er með gott fólk í kringum mig sem vill mér vel, en ég á því miður líka nokkra sem erfitt er að "losa" mig við sem eru mér óholl.
Þið sem þekkið ekki andleg veikindi og króníska verki saman við það skuluð ýminda ykkur hvernig er að vera dofin, máttlaus, með verki frá toppi til táar, finnið engann tilgang með lífinu þó hann sé heilmikill, allir virðast hata þig og þú ert ósköp einmanna í marga daga í röð, svo kemur loks góður dagur en maður er lítill í sér eftir törnina en svo kemur einhver einstaklingur og sýnir þér hörð viðbrögð, dæmir þig og þú skríður aftur í sama far og hina vondu dagana og hættir að treysta þér til að tja þig á almenningi. Þetta er lífið mitt í hnotskurn! 

Haldiði að mig langi að vera svona? NEI! En ég geri það nú samt á hverjum degi og reyni að bera höfuðið hátt. En nú er ég á 8. degi og ég er farin að hræðast sjálfa mig. Ég er búin að missa alla trú á mér fyrir skólann í haust, ég er búin að missa alla löngun til að vakna á morgnanna, ég hef enga trú á að ég sé góð móðir eða kærasta.....
En það er eitt sem ég ætla ekki að missa að það er trúin að ég muni öðlast þessa trú fyr eða síðar. Vona bara að ég sé þá ekki búin að hrekja í burtu alla þá sem mér þykir vænt um á þeim tíma!












þriðjudagur, 28. júlí 2015

Þrjú helstu merki þunglyndis.



Það kraumar svolítið í mér sorg og reiði í dag vegna atburði helgarinna, frændi minn sem var í blóma lífsins að ég hélt stytti líf sitt til muna á sunnudaginn síðast liðinn. Ungur myndarlegur drengur sem átti tvö gullfalleg börn og bjarta framtíð. Alveg eins og elsku Ástríður, þó vissi maður að hún var langt kominn í myrkrið en samt stendur maður með spurninguna hvað ef???
Hvað ef ég hefði geta gert eitthvað?.
Lífið er langt í frá að vera sanngjarnt, tala nú ekki um þegar svona sprengjur springa að dyrum manns 2 sinnum á einu ári.
Þau voru bæði kjaftfor og með klúrann húmor, svo ég vona að þau finni hvert annað hvar sem maður endir eftir þetta líf og segi hvort öðru dónalega 18+ brandara þangað til við hin getum notið samveru þeirra. <3

En af gefnu tilefni langaði mig að taka fram fyrstu merki um slæmt þunglyndi, það er ekki alltaf sem að fólk fattar að það eigi við vandamál að stríða og leitar sér ekki að hjálp. Svo það þarf oft að ýta því að brúninni til að hjálpa þeim í áttina að viðeigandi hjálp.
Ef þið þekkið einhvern sem hrjáist af öllum þessum hlutum, farið undir eins í símann og ræðið við viðkomandi!



1. Félagsleg einangrun: Ef einstaklingurinn er vanur að mæta í skóla eða vinnu, hitta vini sína og að gera allskynns hluti en verður svo allt í einu einfari, vill frekar sofa út en að vakna á morgnanna og situr fastur í sófanum fyrir framan sjónvarpið er mjög líklegt að eitthvað sé að hrjá hann. 

2. Vanræksla á hreinindum og líkamlegu útliti: Það er mjög algengur kvilli hjá þunglyndum einstaklingi að þeim fer að vera mjög mikið sama um útlitið. Hvort þeir séu illa lyktandi, í skítugum fötum, tekur aldrei til eða þrífur. Svo á fólk einnig til með að fitna óstjórnlega mikið eða grennast! 

3. Breytt hegðunarminnstur: Ef þú færð þá hugsun um einhvern að þessi manneskja er ekki sú sama og áður á slæmann hátt ætti það að hringja öllum bjöllum og rauðum ljósum sem til eru. Því það er versta skrefið. Þunglyndissjúklingur er oftar en ekki mjög góðir í að fela tilfiningar sínar fyrir öðrum, og þegar tilfiningarnar fara að brjótast út er kominn tími til að hringja strax á hjálp. 

Það eru samt sem áður alltof margir sem eiga ekki efni á faglegri hjálp, þrátt fyrir að heilsan sé í fyrirrúmi. Ef matur er ekki sjálfsagður hlutur inn á fátæku heimili í heilann mánuð, þá getur svona hjálp verið mjög dýrkeypt. Þessvegna skora ég á stjórnvöld að borga niður sálfræðihjálp til muna!


Helduru að þú sért þunglynd/ur, hér er próf af netinu sem getur sagt þér hvort þú þurfir hjálp eða ekki , -----> Persona.is

Ekki bíða með hjálpina, lífið er of stutt til að eyða því í vanlíðan!








laugardagur, 4. júlí 2015

Frá foreldri til foreldris.

Seinustu dagar hafa verið ansi litskrúðugir og alls ekkert glans og gaman hér á bæ. Sonur minn er orkumikill og ákveðinn svo það getur stundum verið svolítið stríð að fá hann til að róa sig og/eða hlýða einföldum skipunum. Bara það eitt að fá hann til að sitja kjur og borða matinn sinn er eins og styrjöld hafist við matarborðið. Ég reyni lang oftast að halda ró minni og verða ekki reið heldur frekar ákveðin, en það er enginn fullkominn stundum fyllist mælirinn. Þar sem að ég er mjög brorhætt og er að díla við króníska verki og andleg veikindi er erfitt að halda sönsum í erfiðum aðstæðum ef þær eiga sér stað dag eftir dag. 

Síðustu daga hefur hann verið erfiðari en vanalega vegna eyrnavandamáls sem að hefur hrjáð hann frá því hann var ungabarn, enginn svefn, skapsveiflur, lítil matarlist og þrjóska. Svo er ég að fá lítinn svefn, að reyna að halda heimilinu þannig að maður fái ekki ógeð, koma mat ofaní okkur og að díla við mín eigin krónísku veikindi. Í gær fékk ég nóg! Ég sagði við sjálfa mig svo hann heyrði til "Það er ekki sjens í helfvíti að ég eiginist fleiri börn, ég er komin með nóg af þessu rugli." Lokaði mig svo af inn í herbergi og brotnaði niður. Ég sá auðvitað strax eftir því að hafa sagt þetta, sérstaklega þegar barnið mitt kom til mín í sinni mestu einlægni eftir 3 tíma öskur og rifrildi "Fyrirgefðu elsku mamma, ekki vera leið."     
Ekki misskilja mig barnið mitt getur verið mesti engill sem mannlíf hefur skapað svona oftast, en á hinn bóginn getur hann verið eins mikill óþekktarormur á móti. 



Af gefnu tilefni fór ég að vafra eftir einhverjum töfra ráðum til að halda ró sinni í svona aðstæðum því að ég veit að það er enginn sem að á dagana sína sæla á hverjum einasta degi, það eiga allir svona daga þar sem þeir setjast bara í kúlu og gráta því það er það eina sem virkilega þarf að gera. Mig langaði að deila þessu með ykkur svona foreldri til foreldris. Eftir góðann lestur á nokkrum greinum var þetta það sem ég get með sönnu sagt að virki. 


  1. Ekki vera feimin við að hvíla þig ef þú ert þreytt/ur. -
    Svefn er mikilvægur fyrir bæði líkama og sál. Ef svefninn var lítill yfir nóttina leggðu þig þá ef þú getur. Fáðu fjölskyldumeðlim eða vin til að taka barnið/börnin í nokkra klukkutíma og nýttu tímann í algjöra hvíld.
  2. Treystu á ÞINN æðrimátt -
    Talaðu við sjálfa/nn þig, segðu þér hversu frábær og sterkur einstaklingur þú ert. Notaðu þinn æðrimátt til að gefa þér þann styrk sem þú þarft. Það eru ekki allir sem trúa á Guð en þeir sem það gera, biðjið til hans um styrk. Blessið heimilið ykkar og hreinsið út allt sem vont er.
  3. Ekki vanrækja þínar eigin þarfir - 
    Þó að börnin séu númer 1, 2 og 3 er þó staðreynd að maður getur ekki gert neitt vel eða elskað neinn 100% nema maður elski sjálfann sig líka. Taktu einn dag í mánuði í minnsta lagi þar sem þú færð að vera bara þú að gera það sem þú elskar að gera. Dekur, íþróttir, út að borða með vinum, taka einhver námskeið osfrv...Því þó að þarfir barnanna skipti miklu máli megum við ekki gleyma að hlaða okkar eigin batterí til að hlúa að þeim.
  4. Vertu óhrædd/ur við að biðja um hjálp - 
    Það er enginn fullkominn þó maður vilji stundum reyna að afsanna þá kenningu. Það getur enginn gert allt. Ekki hræðast það að óska eftir aðstoð, það mun koma þér á óvart hversu margir eru öllu vilja gerðir til að hjálpa. 
Þetta eru fjögur mjög einföld skref sem hægt er að fara eftir til að halda andlegum styrk í uppeldi barna sinna. Við erum samt sem áður ekki fullkomin og það er allt í lagi að brotna niður. Það hafa held ég allir foreldrar upplifað það einhverntíman að finnast þeir verstu foreldrar í heimi, en börnin elska okkur jafn mikið og við elskum þau þó þau hagi sér stundum eins og þeim sé alveg sama. 


"Móður ástin drífur mig áfram í átt að hamingju sem lengi hefur verið leitað" -Unnur





miðvikudagur, 1. júlí 2015

Tárvott þakklæti

Eins og fram hefur komið á fyrra bloggi þá var ég að ræða #þöggun um hvað það eigi ekki að eiga við það eitt að vera nauðgað. Það er svo margt sem getur hent okkur sem við erum látin þeigja yfir.

Í gærkvöldi tók ég þá ákvörðun að skrifa langa frásögn inn á hina víðfrægu Beauty-Tips sem var samt í stuttu máli um mína sögu, ég sleppti hinu og þessu en ég varð að setja inn það sem ég var tilbúin að koma frá mér. Maginn minn brann af stressi, ég grét örlítið og hausinn minn var með ýmsar hugmyndir um hvernig viðtökurnar yrðu. Ég get ekki annað sagt en að ég sé með tárvot augun af þakklæti til þessara stúlkna sem að bæði kommentuðu og líkuðu við póstinn. Fb mitt hefur verið skíðlogandi af tilkynningum og er það enn í gangi.

Ég vil þakka ykkur innilega fyrir, þrátt fyrir mikið svitabað við skrifin þá líður mér örlítið betur að hafa komið þessu frá mér.
Stöndum saman og segjum hvort öðru hvað við erum sterk, það hjálpar!!!

Hér er nýverið screenshot af likes sem ég hef fengið og enn bætist í hópinn! Stelpur þið eruð súper dúper! <3 
Ást og friður. 


þriðjudagur, 30. júní 2015

#þöggun - Ekki bara fyrir fórnalömb kynferðisofbeldis.

Þegar ég lít í baksýnispegilinn þá er sorglegt að segja að dagarnir eru verulega fáir þar sem ég get með sönnu sagt að ég hafi verið hamingjusöm. Með fullri virðingu fyrir fólki út í heimi sem hefur það 100% verr en ég. Ég er samt sem áður að skríða í 26 árin og er rétt að byrja að finna hvernig er að vera hamingjusöm, þrátt fyrir að ég kunni ekki alveg að leyfa mér það því maður er því miður öðru vanur.



Líf mitt hefur einkennst af mikilli höfnun og einmannaleika. Mér hefur nánast aldrei liðið eins og einhver virkilega vilji hafa mig í lífi sínu. Ekki einu sinni fjölskylda mín! Á mínum yngri árum þurfti ég að sitja við einelti og stöðugt baktal alla daga, ef þessi blessuðu einstaklingar bara vissu hvað ég þurfti að þola heima hjá mér. Ég trúi ekki að ég skuli loksins viðurkenna þetta og setja það á svart og hvítt en ég er enn reið þeim sem að rændu mér æskunni á þessum árum. Ég man ekkert!! Ég er hvað og hverju að lenda í því að einhver segir t.d "Omg manstu þegar hann X setti fisk á stólinn hjá kennaranum?." Og ég sit þarna með galtómt minni, samt er mér sagt að ég hafi verið á staðnum. Ég hélt að ég væri komin yfir flest allt úr æsku minni en raunin er sú að því hefur bara verið sópað undir teppi.
Það tók mig mörg ár að geta bæði treyst fólki og náð að mynda tengsl við fólk sem varir lengur en hálft ár. Það er ekki mér að kenna að ég kunni það ekki, það krefst allt æfingar! Ef ég fer með plús og mínus dæmi aftur og aftur mun ég ekki kunna neitt meira. Það er eins með mannleg samskipti, þegar ég var yngri fékk ég ekki færi á að reyna, þegar ég var á þessum viðkvæma aldri fékk ég bara að sitja út í horni með hinum sem ekki fengju að vera með, og ekki kunnu þau góð samskipti eitthvað frekar.
Baktalið og pískrið þótti mér að vísu lang verst og situr það inn í mér enn þó ég reyni að leiða það framhjá mér. Ef fólki virðist leiðist að vera með mér þó það sé bara gott sem ýmindun þá fæ ég illt í hjartað og langar helst bara að hverfa af jörðu í einhvern tíma.
Svona var manni kennd samskiptin á mikilvægasta tíma lífs míns þegar ég var að vaxa og dafna, ekki bara af samnemendum heldur af fjölskyldu minni allri. Ekki bara mömmu og pabba heldur líka fólki sem er skilt mér lengra. Ég mun líklega vera afhausuð fyrir þessa síðustu málsgrein en að vera hreinskilin er eitthvað sem skiptir mig miklu máli. Ég ætla að hætta að vera meðvirk með þessum atburðum, nú er komin tími til að lyfta upp teppinu og taka allann skítinn og sorann og henda því í ruslið þannig það muni aldrei angra mig framar.

#þöggun Það er ekki bara fórnalömb kynferðisofbeldis sem að eiga að tala, líka þeir sem hafa lent í heimilisofbeldi og einelti. Þetta er allt ofbeldi og skilur þetta eftir sig mörg sár sem að erfitt er að græða.
Ég hef verið fórnalamb eineltis, heimilisofbeldis af foreldrum & maka, nauðgun og kynferðislegt áreiti á vinnustað.

Hvert sem ég hef farið hefur einhver mislukka fylgt mér hver á fætur öðrum og hef ég verið hrædd við að taka skref fram á við því það hrindir mér alltaf 5 skref aftur á bak. Nú segi ég STOPP!
Í dag er ég umvafin yndislegu fólki og það eru frábærir tímar framundan. Allir þeir sem eru haldnir þeirri trú að ég muni klúðra næstu skrefum lífs míns munu fá kalda tusku í andlitið sitt þegar þeir sjá mig ganga upp á svið eftir prófskírteininu mínu í vor.

Vildi bara óska þess að elsku Ástríður mín væri hér hjá mér en ég veit hún er að passa stóru frænku sína eins og ég gerði fyrir hana þegar hún var á lífi <3 





laugardagur, 20. júní 2015

Ísland í dag - "Hvað með okkur hin?".


Ég lá upp í rúmi andvaka síðast liðna nótt með áhyggjur af næst komandi mánuðum. Afhverju? Jú peningar!
Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju en það er því miður ekki alveg satt, hamingja er eitthvað sem er saman komið af nokkrum liðum og peningar eða réttara sagt "fjárhagslegt öryggi" er eitt af þeim liðum. Ef maður þarf alltaf að skrapa saman síðustu krónunum hver mánaðarmót er mjög erfitt að einblína á jákvæða liði lífsins, tala nú ekki um þegar að maður er komin með magasár á stærð við 10 þúsund kall og Quasimodo vöðvabólgu af streitu og áhyggjum.

Svo rann upp fyrir mér þessar launahækkanir sem hafa verið að vaxa á trjám síðast liðnar vikur, endalaus verkföll sem gerði það að verkum að það var ekki einu sinni hægt að fara í búðina án þess að þurfa að gjalda fyrir það. En að sjálfsögðu á þetta fólk rétt á launahækkun og virði ég þetta fólk, gerði ég mér mikla grein fyrir því hvað vinna þeirra sem fóru í verkfall skiptir miklu máli fyrir okkur hin. Svo fengu einhverjir hækkun upp á einhver % , hvað tekur ríkið upp á ? Hækka matvörur og annan varning?. Ég á ekki til orð!!!!!!!
Hvað með okkur hin? Bótaþegana?? Líffeyrir, Öryrkjabætur, atvinnuleysisbætur, félagsbætur??? Hækkar það með öllum hinum laununum??? NEI!



Það er ekki oft sem ég stappa niður fótum af reiði útaf ríkisstjórninni en nú er ég komin með upp fyrir háls af viðbjóði. Það er sífellt verið að hækka allann varning hérna um leið og launin taka vaxtarkipp!!!!!! Má fólk bara ekki hafa það gott????? Þarf það alltaf að vera með sömu summu í afgang???? Fyrir þrem árum kostaðu matarinnkaup fyrir mig á viku 12-16 þúsund og ég leyfði mér alveg að kaupa eitthvað sem mér þótti gott. Núna ef ég voga mér að leyfa mér eitthvað örlítið er það að skríða yfir 20 þúsund kallinn svo ég þarf að dömpa öllum þægindum og lifa bara á rúgbrauði og smjöri nánast.
Þetta hækkar sífellt meira og meira og ég er alltaf með sama kaup hvern mánuð svo ég enda mjög fljótlega í mínus.
Það er ekki nóg að búa á skeri sem er á miðjum sjó með annað hvort endalausu myrkri eða endalausri birtu, engu sumri en endalausu hausti. Heldur þarf stjórn Íslands sem á nóg af þessu græna fyrir sína fjölskyldu að taka okkur í þurrt rassgatið. Ég geri mér grein fyrir því að það geta ekki allir notið góðs af því sem er gert fyrir landið en mér finnst þeir sem ekki geta unnið gleymast allt of mikið! Okkar laun hækka ekki, við getum ekki farið í verkfall og það myndi líklega enginn hlusta á okkur "aumingjana" ef við myndum gera uppreisn.
Það hefur aldrei runnið upp sú stund sem að ég er með æluna upp fyrir allt yfir þessu landi! Ég sé nákvæmlega ekkert jákvætt við að búa á Íslandi lengur, glæpirnir eru að aukast til muna, við erum með mun fleiri kynferðisafbrotamenn en okkur órar fyrir, einelti á vinnustöðum og í skólum er ALLTOF algengt miða við höfðatölu, veðrið er ömurlegt, það er nákvæmlega allt dýrt, heilbrigðiskerfið sem var alltaf svo sterkt er að hrynja niður í milljón mola og skólakerfið er eins og gatasigti að hrynja í sömu átt. Hvernig endar þetta?

Eins mikið og mig langar að elska þetta land, eins mikið og ég er heimakær. Ég elska Íslenska náttúru og fallegu staðina og norðurljósin okkar. En mér finnst ég ekki eiga einn einasta bút af þessum merkismunum þar sem ég er týnd inn í þessu skemmda kerfi sem upp hefur komið eftir hrunið!
Þetta er heilsuspillandi á svo marga vegu.


Fallegt er það. Það er bara ekki nóg!







mánudagur, 1. júní 2015

Hérastubbur bakari/kokkur




Mikil og skemmtileg helgi að baki sem keyrði mig gjörsamlega út í gegn. Á föstudaginn fékk ég lokaeinkunnirnar mínar úr Menntastoðunum og kláraði ég það með 8 í meðaleinkunn. Heldur betur stolt af því og fékk hinsvegar sama dag samþykki frá Keili, svo ég er að fara í háskólabrú í haust.
Get ekki annað sagt en að það séu blendnar tilfiningar fyrir því að vera að kveðja Mími eftir þennan tíma, yndislegur staður og ég má til með að auglýsa þá í nánast hverju og einasta bloggi hér eftir því þeir eiga það skilið. Ég lærði að það er aldrei of seint að fara að mennta sig og ég kynntist sjálfri mér betur. Svo má ekki gleyma vinunum sem maður hefur eignast. Fjarsjóður!
Til að toppa föstudaginn þá fórum við bekkjasystkinin á langþrátt tjútt sem hafði verið á planlegginu í margar vikur. Það var æðislegt! <3

Laugardaginn fékk ég að upplifa mitt fyrsta brúðkaup, og það var vægast sagt stórkostlegt. Ég skemmti mér alveg ótrúlega vel og var allt sem í boði var til fyrirmyndar. Takk fyrir mig Sirrý og Kristján, Og til hamingju enn og aftur með brúðkaupsdaginn <3 

En svo við komum okkur að titil bloggsins þá langaði mig svolítið að deila hvað ég tók upp á að gera fyrir þreytta líkama í gær. Þar sem Eva Laufey Kjaran er í miklu uppáhaldi þá ákvað ég að henda í eitt stk fyllt brauð sem ég sá hana gera í sjónvarpinu um daginn. 
Þar sem það heppnaðist langaði mig að henda inn myndum af því föndri. Ég elska að elda góðann mat og baka, enda margir haldnir mikilli matarást á mér! Ekki þykir mér það leiðinlegt! :D 



Ég byrjaði á að velja fyllinguna, og i þetta fyrsta skipti hugsaði ég til foreldra æskuvinkonu minnar. Þau gerðu stundum pizza fléttur í matinn sem mér þótti algjör snilld, og vakti það þá hugmynd að búa til pizzabrauð. 

Ég útbjó hvítlauksolíu úr 3 hvítlauksrifum og svona ca 1-2 dl af olíu. Setti svo hálfa dollu af tómatpúrru og hrærði og þessu smyr ég svo á brauðin.
Ekki er það verra ef maður á litla stubba að leyfa þeim að föndra sitt eigið brauð.



Girnilegt er það ekki??


MMMMMMMMMMM



föstudagur, 1. maí 2015

Vinur í raun?


Það þekkja það lang flestir að eiga vin/vini. Það kynnast því allir einhverntíman að eignast nýja vini, bestu vini og að vera stungin í bakið af vini. 
Ég þekki þetta allt saman. Þegar ég var ung var ég aldrei neitt sérstaklega vina mörg, ég átti tvær vinkonur sem voru systur frá 2 ára aldri og við vorum alltaf saman þar til við einfaldlega þroskuðumst í kringum unglingsárin sem auðvitað gengur og gerist. Í grunnskóla átti ég alltaf bara eina til tvær vinkonur. Og alltaf var það þannig að þær hötuðu hvor aðra svo maður var ansi smeikur og vissi ekki hvernig maður átti að tækla það öðruvísi en að skiptast bara á að vera með þeim, en þá var ég auðvitað orðin tækifærisinnis í hug annari þeirra því ég valdi aðra fram fyrir hina. 
          Þegar ég fór í framhaldsskóla flutti ég í annan bæ og eignaðist þar heilann her af vinum, eða það sem ég hélt að væru vinir. Auðvitað var einungis 5% af þeim raunverulegir vinir og svo 2 árum seinna var það bara 0.1%. Það er svo langt í frá sjálfgefið að eiga góðann vin í dag. Það er svo mörgum sem er ekki treystandi fyrir einu né neinu og ég stend svo oft ein á báti eftir að hafa verið nokkuð saklaus samanburði við aðra einstaklinga. Ég hef þó aldrei verið alveg saklaus í neikvæðum samskiptum í fortíðinni og það er það ábyggilega nánast enginn. 


Hef ég líka átt vinkonur sem að hafa verið að mínu mati ótrúlega góðar vinkonur mínar og ég svo sannarlega hélt að væri hægt að trú og treysta á að þeim þætti jafn vænt um mig eins og ég um þær en svo kemst maður að því að þær tala illa um mann, ljúga sitt feita upp á mann og að manni við annað fólk. Tala svo bara við mann þegar þeim vantar eitthvað og gefa aldrei neitt til baka þegar ég hef gert ótrúlega mikið fyrir þær. Þegar eitthvað kom upp á hjá þeim eins og peningaleysi, dó einhver náin þeim eða einhver að koma illa fram við þær gerði ég hvað ég gat til að hjálpa og vera til staðar. En svo þegar ég lenti í því sama þá var ekkert, jafnvel minna samband! Þegar ég lenti á einu af mínu svartasta tímabili þegar ég missti frænku mína var engin stuðningur frá þessum tilteknum aðilum enda var það fyrst þá sem að ég skildi að þetta var vinátta sem var bara one way street. Ég tók þá ákvörðun að hætta öllum samskiptum af fyrrabragði og ekki hafa samskiptin verið mikil síðan, held ég geti talið það á annari hversu oft ég hef átt samskipti við þetta fólk. Svo bara ég vil þakka ykkur fyrir að sóa tímanum mínum. Þetta var súper! 

Eftir erfitt ár í ofbeldissambandi þar sem ég mátti ekki eignast neina vini voru nokkrar manneskjur sem stóðu sem klettar við bakið á mér og er ég þeim þakklát í dag. Ég á vinkonu sem ég kynntist fyrir 20 árum síðan sem er enn mín besta, ég átti líka vinkonu sem að ég kynntist strax frá því hún fæddist og er hún ein af þeim sem hjálpaði mér heilann helling eftir sambandslit við djöfulinn minn og er ég henni þakklát, en hún er því miður ekki lengur meðal oss í dag og stingur það mig alltaf jafn sárt dag hvern. 

Í dag er ég dekkuð af fólki sem ég veit að ég er stolt að þekkja. Þetta fólk hjálpar mér, ég hjálpa þeim og þeim langar líka að þekkja mig. Þau skammast sín ekki fyrir að þekkja mig og þau hvetja mig til að vera ég sjálf! 
Ekki láta fólk koma svona fram við ykkur, þetta er ekkert nema óþarfa tímaeyðsla. Tíminn okkar á þessari jörðu er ekki það langur! Maður verður að eyða honum með fólki sem þykir vænt um mann og gefur af sér. Ekki fólki sem að notar þig og stelur bara af þér allri góðsemi og skapgerð sem þið hafið! Höldum jákvæðum straumum í loftinu og verum þakklát fyrir þá sem sýna okkur hversu mikilvæg við erum, þá gengur allt miklu smurðara fyrir sig.





miðvikudagur, 22. apríl 2015

Ónefnd skáldsaga- höfundur: Unnur

Ég tók upp á þeirri ótrúlegustu hugmynd að skrifa sögu. Ég er komin í rúm 4000 orð og er ekki enn hætt! Þar sem ég legg ekki í nein plön að gefa þetta út í kilju þá langar mig að deila hluta af sögunni hérna með ykkur. Ekki fyrir viðkvæma

Sveitin
Ég kynntist aldrei föður mínum þar sem hann lést þegar ég var aðeins 3 mánaða. Hann fór upp á fjöll ásamt vini sínum og bróður að ná í kindur fótgangandi, ferðin átti aðeins að vera í 2 vikur en engin hafði séð til þeirra eða heyrt í 4 vikur, þar til einn daginn af glimrandi heppni fannst bróðir hans nær dauða en lífi við sveitabæ sem var 40 km frá okkar. Hann var færður á sjúkrahús þar sem hann var hitaður með allskyns yfirhöfnum og lopateppum en hann náði aldrei meðvitund og lést þrem dögum síðar. Þeir segja að það hafi verið snjóhríðin sem hafi fryst þá upp í fjallshlíðinni, það var algengt þá að fólk fór óundirbúið í göngu upp fjallið og hvarf eða fannst látið nokkrum vikum seinna. Þetta tók sinn toll á móðir mínar og hún fór að drekka mikið. Hún vildi aldrei tala um föður minn við mig og sagði að hann kæmi mér ekki við því ég þekkti hann aldrei. En ég hafði skottast til Guðríðar á Dranga og fengið allskynns skemmtilegar sögur af foreldrum mínum á yngri árum. Hún var kona á sjötugs aldri, bar sig vel og var dugleg en skelfilega veik svo hún vann bara inni og gerði til mat og kaffi fyrir vinnumennina á búinu. Hún var með blíðlegt bros og rödd sem leiddi mann í mikið öryggi, húsið hennar lyktaði af kleinum og kæfu sem hún gerði alltaf sjálf einu sinni í mánuði. Veggirnir hennar ham fullir af myndum fortíðar hennar og hafði hún alltaf heilann haug af sögum að segja frá hverri og einustu persónu á hverri mynd. Ég leitaði mikið til hennar og henni var sama því henni leiddist það að vera mikið ein inni, hún vissi af ástandinu heima hjá mér hvernig mamma drakk og hún spurði mig oft út í nýju marblettina og brunasárin. Ég vildi helst ekki ræða það því húsið hennar fyrir mér var önnur vídd frá raunveruleikanum þegar ég gekk inn í þetta fallega innrétta sveitabýli með rósóttu veggfóðri og ný máluðum veggjunum. Gólfið var alltaf hreint og eldhúsið til fyrirmyndar. Annað en heima þar sem músaskíturinn var í hverju horni og það tók mig aldrei að skipta um sokka. Eina lyktin sem ég fann var reykingar og skítalyktin sem kom frá rotþrónni. Myglaðir diskar í vaskinum og nánast aldrei hrein föt til skiptana. Guðríður þreif stundum af mér fötin sem ég kom í upp úr svolitlu apparati sem kallaðist þvottavél, móðir mín neitaði að taka inn þetta “kommúnisma drasl” eins og hún kaus að kalla það, Guðríður átti þetta allt. Hún setti þvottinn í vélina og lét mig hafa gömul föt af dóttur sinni sem var löngu orðin fullorðin og flutt að heiman. Hún var fráskilin og átti 2 stráka, Hálfdán og Grímur. Grímur var á mínum aldri og ég kom oftar við þegar þau komu í heimsókn á Páskum og Jólum. Hann var grannur , hávaxinn, með örlítið skakkar tennur að framanverðu og áberandi freknur á nefinu. Við lékum okkur alltaf saman allann daginn frá morgni til kvölds og stundum stalst ég til þess að vera eftir yfir nóttina og skreið svo eldsnemma framúr og hljóp heim í rökkrinu áður en móðir mín tók eftir því.


Nótt eina rankaði ég við mér við hræðilegt óp frá setustofuni, ég þorði valla að hreyfa mig af skelfingu en engu að síður mjakaði ég mér framúr og læddist eftir gömlu skítuga viðar gólfinu sem brakaði í. Ég heyrði enþá ópin og öskrin sem hækkuðu eftir því sem ég komst nær stofuni, ég gekk meðfram veggnum á ganginum sem leiddi bæði inn í herbergi móður minnar, stofunar og eldhussins, innfrá eldhúsinu var svo forstofan grútskítug og lyktaði eins og klóakverksmiðja. Ég fikraði aðeins hluta af höfðinu inn hurðakarminn sem ég klessti mér svo við og blasti við mér Hróar vinur mömmu sem kom öll kvöld. Maður á miðjum aldri með ístru, og tóbaks drullu í dökkri skeggrótinni niður við nefið á sér. Móðir mín lá þarna öskrandi á gólfinu og Hróar var að gera eitthvað við hana sem ég skildi ekki alveg.
Kjóllinn hennar var allur tættur í sundur og blóð rann úr hægri nös hennar. Hönd hans hélt utan um hálsinn hennar á meðan hann hneppti frá buxunum sínum og var að reyna eitthvað sem móðir mín var greinilega ekki að samþykkja. Ég varð að gera eitthvað en ég hikaði, það var ekki fyr en ég sá móðir mína fara að gráta þegar ég ákvað að stökkva fram og segja honum að hætta.
 “Nei sko hver er vakandi,, segjir Hróar þoklumæltur og á sama tíma sleppir hann taki á móðir minni. “Sérðu ekki að ég og mamma þín erum að ríða?, drullaðu þér inn í herbergi á stundinni og leyfðu okkur að vera í friði,, .
 Ég leit á móðir mína sem grét í hljóði á gólfinu. “Ég fer ekki fyr en þú ferð út,, segji ég með örlitlu hiki og stami. Hann stóð upp og ég leit á hann og móður mína til skiptis, hann fikraði sig nær mér með viðurstyggilegt glott en eina sem ég sá var tóbaksdrullan sem yfirtók allt efrimunnvikið og skítugu brúnu tennurnar komu í ljós. Hún greip snöggvast í lappirnar á honum og leit á mig og öskraði “DRULLAÐU ÞÉR INN Í HERBERGIÐ ÞITT TELPU VARGUR EINS OG SKOT,, Ég tók á stökk en hald móður minnar gerði ekkert gagn og hann óð af stað á eftir mér, ég heyrði andardráttinn koma nær mér með hverju skrefi og þegar ég kom inn í herbergisdyrnar var hann komin aftan að mér. Fnykurinn sem maðurinn hafði var eitt það versta sem ég hafði fundið, hann henti mér á rúmið mitt og fór að skoða mig. Hann kinkaði kolli eins og hann væri að athuga í hvaða gæðaflokki ég væri og sagði svo með sjálfum sér “topp eintak, það er ábyggilega betra að ríða hreinni mey hvort sem er opnaðu á þér lappirnar svo ég geti sýnt þér hvernig er að vera með alvöru karlmanni,,


Takk fyrir mig! :) 


mánudagur, 6. apríl 2015

Páskahret

Þrátt fyrir að það hafi líklega ekki verið neitt skelfilegt páskahret þessa nýliðna páska í loftunum þá ákvað líkaminn minn að taka eitt stk páskahret með sér í blóðið.
Ég hef staðið í endalausum slappleika, þreytu og svo hressleika og vellíðan til skiptis alla helgina.
 Til dæmis í dag vaknaði ég þreytt enn hress um 9 leytið með unganum mínum og við fórum fram og kúrðum yfir teiknimynd.
Síðan um 13 leytið var farið til Sandgerðis í skírn hjá vinkonu minni þar sem hún skírði frumburð sinn. Fengum rosalega flottar kræsingar og vel af öllu í boði, svo þurfti maður að versla í matinn fyrir vikuna og svo kom ég heim. Ég var búin að ákveða fyrir löngu að hafa kalkúnabringu í kvöldmatinn á annan í páskum og svo ég fór að útbúa matinn um leið og ég var búin að ganga frá vörunum úr búðinni. Ég steikti bringuna setti hana í vatns/soð bað í eldföstumóti og henti henni í ofn, fór svo að skera sætar kartöflur til að sjóða og gerði Waldorfsalat. Þegar matarundirbúningurinn var aðeins meira en hálfnaður um 6 leytið var ég gjörsamlega sigruð. 
Ég kófsvitnaði, dró lappirnar á eftir mér eins og uppvakningur, augnlokin láu föst á hvor öðrum og neituðu þeirri skipun að opnast. Verkirnir streymdu í gegnum alla liði og vöðva og sviminn með. Ég lagðist í sófann til að anda smá en auðvitað gekk allt á aftur fótunum og strákurinn búin að kúka svo það var ekki mikil hvíld þar á bænum, þá þurfti ég að skipta á honum og þegar ég reyndi að leggjast aftur fór hann að leika sér ofaná mér sem var mun sársaukafyllra en þið haldið. 
Þegar maturinn var til staulaðist ég inn í eldhús með enga löngun til að einu sinni smakka á sósuni sem ég var að klára að fiffa til, ég sá mikið eftir þessu en matagestir urðu sáttir og saddir. 
Eftir matinn er þá eftir uppvask, svo var blautur þvottur í vélinni, full snúra og sængurver sem beið "spennt" eftir að komast í þvottavélina. Og barnaherbergið í rústi, ekkert á neinum sængum eða koddum og þetta þurfti ég að gera með svo sára verki í öllum líkamanum að mig langaði helst að gráta ofaní kodda það sem eftir er vikunar.

"Sometimes it's okay to take a step back and just breathe! Check out more things you can do today, to feel better tomorrow!"

Dagurinn á morgun verður þá tekinn með rólegum nótum. Þó það sé skóli á morgun frá 10-15 þá er samt hægt að taka honum með mikilli ró.
Ég kann mér ekki hóf og ég verð að fara að standa meira með sjálfri mér, og ég veit að ég tala fyrir flesta sem eru með sama vandamál og ég þegar ég segi að þetta er ekki auðvelt. Við völdum okkur þetta ekki og það er ömurlegt að vera rúmliggjandi eftir eina bónusferð!



sunnudagur, 18. janúar 2015

Nútíma Samfélag - Útlitsdýrkun!

Ég skrapp í miðbæ Reykjavíkur í gær á skemmtistaðinn Austur með frænku minni sem er gullfalleg stelpa. Í gegnum árin sem ég hef farið niðrí bæ þá hef ég lent í skemmtilegum samtölum við ókunnuga og kynnst fólki. Ekki að ég sé að biðja um það þá hefur yfirleitt allavegana 4-5 strákar reynt við mig eða allavegana haft áhuga á að spjalla við mig og líta við mér. Í gær var djammið hinsvegar allt önnur reynsla, ég var fyrir það fyrsta of edrú fyrir Austur þarna á þessu kvöldi þar sem nánast allir með tölu voru í leiðinlegu ástandi, leiðinlega fullt, með óþarfa troðning og stæla. Ég fékk á tilfininguna þegar strákar litu á mig þá horfðu þeir með viðbjóð í huga, ég hugsaði með mér að það væri örugglega bara ýmindun í mér því ég er rosalega meðvituð um 10 kg sem ég hef bætt á mig seinustu mánuði vegna áfalls og streitu. Ég hinsvegar lét það ekki trufla mig mikið og skemmti mér á meðan allir strákar köstuðu sér fyrir frænku minni eins og einhverjir slefandi hundar. Á tímabili var ég farin að halda að hún lyktaði af bjór og beikonborgara, því það var jafnvel farið að bíta hana. Það var þá ekki fyr en ég sá ótrúlega flinkann strák sem dansaði og breikaði um gólfin og mér fannst rosalega spennandi að fylgjast með. Vinur hans leit á mig og sá að ég horfði aðeins til þeirra og hann ýtti við dansaranum og benti á mig og gaf honum merki um að ég væri til í hann og hann vinurinn sagði mér með höndunum að ég ætti að koma og ég hristi hausinn. Dansarinn hinsvegar hristi hausinn eins og brjálæðingur og kúgaðist og allir í vinahópnum litu á mig og hlógu.
Þarna var djammið mitt ónýtt!!
Ég sá þarna að ég var greinilega ekki að ýminda mér viðbjóð í augna strákana á klúbbnum, ég var augljóslega ekkert augnkonfekt.
En greinilega bara algjört freak! Ég stóð fyrir framan spegil í klukkutíma og gerði mig sæta, ég klæddi mig í fín föt og var að skemmta mér. Afhverju fær maður ekki bara að skemmta sér án þess að fólk sé að sýna manni hversu ógeðslegur maður er, hvert er heimurinn að fara ? Þegar ég var 15 kg léttari var þetta aldrei svona! Ég hef að sjalfu sér tekið eftir þessu áður í litlu magni, en í þetta skiptið fékk ég nóg. Ég trúi ekki að ég sé svona ólystug!

Af gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er ekki að reyna að láta vorkenna mér á neinn hátt heldur er ég að koma fram staðreyndum á nútíma samfélagi. Útlitsdýrkun er orðið slæmt fyrirbæri og ég sit hér eftir þetta og langar helst bara að svelta mig næstu tvær vikunar. Þetta virkaði á mig og mér líður ekki vel. 
Passið ykkur hvernig þið komið fram, útliði SKIPTIR EKKI máli!!! 


mánudagur, 5. janúar 2015

Árið mitt.

Sæl veriði og gleðilegt nýtt ár kæru lesendur.
Nú er komið nýtt ár með nýjum og spennandi tækifærum, liðna árið mitt var spennandi, erfitt og krefjandi og ætla ég að rifja upp það sem stóð hvað mest upp úr.
Í janúar fyrir ári síðan fór ég til Boston, mig hefur alltaf dreymt að fara til Ameríku. Og þessi ferð stóðst allar væntingar og rúmlega það. Allt svo ódýrt og ég verslaði af mér rassgatið, maturinn var líklega það besta við þessa ferð. Ég er soddan matgæðingur og elska að elda og borða góðann mat, og maturinn þarna alveg sama hvert ég fór stóðst allar væntingar og alltaf fékk maður frábæra þjónustu. 5 stjörnur á Boston og allt sem því tengist <3
Þrátt fyrir ótrúlegann kulda og svokallaðann snjóstorm eins og Ameríkanar vilja víst kalla það var farið í dýragarð í mitt fyrsta skipti og fannst mér ekkert smá spennandi að sjá ljón, tígrisdýr, górillur ofl. Svo sá ég líka hákarla, mörgæsir og sæljón á sædýrasafni borgarinnar. Það sem stóð mest upp úr var hótelið hversu frábær þjónustan var og auðvitað má ekki gleyma starbucks sem er það besta sem ég hef smakkað.




Í febrúar fékk ég loks staðfestingu á öllum slappleika sem hefur hrjáð mig allt mitt líf og eins og flestir vita þá var það þessi bölvaða Vefjagigt. Ég læt það hinsvegar ekki á mig fá og reyni hvað mitt besta að standa með höfuð hátt og reyna að lifa með þessu eftir bestu getu.


Í apríl kom vinkona mín hún Lára í heimsókn og við skemmtum okkur konunglega það stutta sem hún stoppaði. Mikið hlegið og skemmt sér og ég vona að ég fái að hitta hana fljótlega aftur. Í sama mánuði fór Óli Freyr frændi minn sem var yndislegur strákur í alla staði, hann var glaðlegur og skemmtilegur, hann átti allskyns hrós-orð til handa manni og lét manni alltaf líða eins og drottningu. Hefði vilja þekkja hann meira, en samt sem áður var það skelfilega erfitt að kveðja elsku engilinn. Þessi mánuður var augljóslega svakalega stór og mikill því ég er ekki búin en einnig í þessum mánuði fór ég í Leiktækniskóla Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachman. Sem var yndisleg reynsla og ég kynntist ótrúlega skemmtilegu fólki og greip mig gjörsamlega. Endurvakti gamlann draum sem hafði hvílt sig á bakvið eyrað að verða leikkona. Svo fór ég til London í mitt fyrsta skipti, fór á Arsenal leik og skemmti mér ótrúlega vel. Boston ferðin var reyndar mun betri, þjónustan var glötuð á flestum stöðum, fólk dónalegt og London gjörsamlega of lítil fyrir allt fólkið sem var á götunum. Mér líður ekki vel í miklu margmenni, hvað þá þegar maður getur varla dregið andann án þess að anda að sér andardrætti næsta manns eða mengun. En leikurinn var algjör upplifun, og einnig fannst mér ótrúlega gaman að fara á Maddam Tussauds. Svo má ekki gleyma Starbucks. <3

Óli Freyr :*





Lára mín <3

Ég og leiklistarstúlkurnar mínar.



Sumarið var svo margt gert. Hringferð um Ísland, ættarmót ofl...... :) 
Hér koma nokkrar uppáhalds af sumrinu. :) 





September , það er mánuður sem mótaði gjörsamlega hvernig mér líður í dag. Í þessum mánuði urðu yfirgnæfandi miklar breytingar og ég stend enn og jafna mig á þessu í svo miklu mæli að það myndi engin trúa því. Þann 12.september 2014 kvaddi manneskja sem hefur verið hluti af mér svo lengi sem ég man, hún var aðeins 22 ára gömul. Svo dugleg stelpa sem átti svo mikið eftir í fararveskinu en gafst upp vegna myrkurs eiturlyfjanna. Ég elskaði hana óskaplega mikið og ég á enn þann dag í dag erfitt með að sætta mig við að hún sé í raun farin. Þrátt fyrir að ég hafi kysst hana bless í kistulagninguni þá finnst mér ekki að ég hafi náð að kveðja nóg. Ég græt enn á kvöldin og mig dreymir hana aðra til þriðja hverju nótt og er hún alltaf efst í huga mér. Ég hugsa alltaf og reyndar þá gerði ég það alltaf þegar hún var á lífi "Hvað ætli hún segji við þessu, langar rosalega að hringja í hana". Ég hef aðeins einu sinni farið að leiði hennar eftir jarðaförina því ég treysti mér ekki til þess, ég fór rétt fyrir jól og ég grét óstjórnlega yfir gröfinni hennar. Enn þrátt fyrir þetta áfall þá stóð ég mig í skólanum og á leiklistarnámskeiðinu sem ég var búin að lofa mér í, ég lagði minna í leiklistarnámskeiðið viðurkenni það enda erfitt að gera allt í einu, en ég byrjaði í skólanum og á námskeiðinu allt á svipuðum tíma.

Við ungar og sætar , þarna byrjaði okkar langa ferðalag sem frænkur og sálufélagar. Við stóðum saman í einu og öllu og mörg prakkarastrik sem til eru í minningarbankanum. 
Skessuhátur, rautt hár,
prakkarastrik og djúp sár.
Falleg sál og fyndin varst,
en útlitið var orðið svart.

Í minningu þú lifir enn, 
og mun ég hitta þig senn.
Á himnum ertu engill sá, 
sem allir munu dýrka og dá. 

Höf: Unnur Edda(ég). 
Þetta lýsir henni nákvæmlega. 



Í nóvember komu útlendingar í heimsókn, og var farið útum allt með þá til að sýna þeim Íslenska náttúru. Enda urðu þau dolfallin og ástfangin af þessu landi okkar. 



Ég kláraði skólann með promp og prakt, fékk góðar umsagnir frá kennurum, skilaði öllu á réttum tíma. Fékk 10 fyrir ritgerðir og verkefni og var til fyrirmyndar. Ég fékk þann heiður að standa uppi fyrir stórum hópi og ávarpaði fyrir honum reynslu mína á náminu. Fór þó ekki í það að hafa misst hana Ástríði mína sem á köflum gerði námið óyfirstíganlegt. En það sem hjálpaði var stuðningur sem ég fékk innan veggja bekkjarins og trúi ég að ég hafi eignast vini þaðan sem munu vera það til langstíma. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta ár og loks er ég komin á þann stað sem ég vill vera, er komin af stað í námi loksins og er komin með allskyns hugmyndir um hvernig ég vill halda áfram námi. Ég ætla að sækja allann þann rétt sem ég á inni og reyna hvað ég get til að láta draumana mína rætast. Ég ætla að gera það fyrir mig, fyrir fjölskylduna mína og fyrir Ástríði. 
Lífið er of stutt til að sóa því í eitthvað sem maður sættir sig einnig við, maður verður að gera það sem gerir mann hamingjusamann. Ekki láta neinn draga þig niður, gerðu það sem þig langar að  gera! 



Takk fyrir og enn og aftur gleðilegt nýtt ár:*