fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Skrímsli í mannslíkama.

Ég er svo brjáluð!!!! En samt svo stútfull af þakklæti og hlýju!
Ég er að drepast úr stressi, en samt að kafna úr tilhlökkun.

Skólinn að byrja á morgun og þá er ekki aftur snúið ( vonandi ). Það virðist lítið ganga seinustu daga alveg sama hvað það er sem ég reyni að fóta mér fyrir. Ég er á fullu að reyna að betrum bæta hér og þar og það virðist alltaf leka einhver skítur út þó bótin sé komin fyrir gatið.

Ég ólst upp við að kunna ekki að fara með peninga, mér var ekki kennt að fara vel með peninga. Þegar ég var 18 ára byrjaði ég í sambúð með vægast sagt skrímsli í mannslíkama og hann átti mig að hans sögn. Ég borgaði niður allar hans skuldir sem hann og fyrverandi kærastan hans höfðu safnað að sér og svo þurfti ég að taka yfirdráttarheimild en ég mátti samt ekki ráða mínum eigin fárhag. Hann fór í skóla, tók námslán, var með kreditkort, og yfirdrátt á meðan ég vann og mátti ekki fara í skóla því ég var einfaldlega of heimsk til þess að læra. Hann tók mótorhjólaprófið, keypti sér bíl eftir bíl, keypti sér mótorhjól og allskonar hluti. Á meðan tók hann trillinginn á mér og grandskoðaði yfirlitið á heimabankanum mínum ef ég var búin að eyða meira en 3000 kr á einum degi.
Ég var einnig með kreditkort sem hann notaði og bensínkort! Ég fékk nóg, ég sprakk! 

Ég gekk út og snéri baki við þessum ógeðfellda manni, ég reyndi að koma undir mér fótunum en það gekk mjög illa. Ég gekk á milli húsa og bjó í ferðatösku í svona ca ár með innistæðuna 0.- á reikningnum mínum.
Mér þótti það aldrei skemmtilegt að þurfa að lifa svona, en það stóð ekki til greina að flytja til fjölskyldu minnar og þykir mér leitt að segja það því þrátt fyrir allt þykir manni alltaf vænt um þau, en þá var ekki sjens að snúa sér þangað.
Eftir ár með engar tekjur hlóðust kreditkorið, yfirdrátturinn og bensínkortið í endalausa vexti. Eitthvað sem HANN átti mjööög mikið í. Ég sat í súpunni!!

Ég reyndi að byrja að borga 10 þúsund hér og 10.þúsund þar en það var eins og að borða spaghettí.. það hreyfðist ekkert við disknum.
Á endanum leitaði ég til Umboðsmanns Skuldara til að hjálpa mér með þetta því þetta lét mér líða skelfilega illa að horfa á þessar rauðu tölur með mínar litlu tekjur og barn á framfæri. Þá var afskrifað af mér þessar skuldir vegna ástæðna og launa sem ég er á og í bréfinu stóð að ég gæti byrjað nýtt fjárhagslegt líf ef ég myndi skila mínu næstu 3 árin.
3 ár eru liðin en ég get samt hvergi fengið hjálp til að fjármagna mig í skóla! Ég er með mál mitt hjá félagsmálastofnun og þeir eru að gera hvað sitt besta, enda er ég með konu sem að er verulega skilningsrík og hefur mjög mikla trú á mér.
En allir bankar loka á mig! Ég mun aldrei geta tekið íbúðarlán útaf þessum mistökum, 18 ára og vitlaus. Með manni sem stjórnaði öllu og tók enga ábyrgð! Lét sínar skuldir ganga fyrir mínar og ég fékk ekkert frelsi til neins þar til ég slapp úr hreiðrinu.
Af gefnu tilefni vil ég samtsem áður taka fram að þessar skuldir eru að jafnaði mér að kenna líka, ég er ekki að kenna einhverjum einum um.



Ísland í hnotskurn í dag! 

Maður lærir ekki af fjárhagslegum mistökum og fær annað tækifæri.
Maður fær bara stimpil og lokaðar dyr.




Krosslegg fingur og tær að ég fái að halda áfram í skólanum!!! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli