mánudagur, 28. júlí 2014

Verum vakandi yfir hegðun hvors annars.

Hvenær er orðið of mikið af væli þegar maður finnur til allann daginn alla daga ?
Þekki nokkra einstaklinga sem gera miklu meira úr hlutunum heldur en þeir í raun og veru eru , smá verkur og maður fær að heyra það 15x á mínutu hversu vondir verkir eða erfiðir hlutir eru.
Enn líður mér betur ef eg kvarta yfir verkjum í baki, grind, hálsi, liðum eða hausnum? NEI!
Nú hef ég gengið í gegnum margt á minni ævi, heiftarlega mikið höfnun sem ég hef upplifað af hálfu vina, fjölskyldu og fleirum. Ég var í fullri vinnu í því að kvarta og kveina yfir öllu og varð svo skelfilega meðvirk ef mínir nánustu gengu í gegnum eitthvað erfitt svo lífið snérist um að vera pirraður , kvartandi og vælandi!
Þegar ég var ólétt lenti ég í því að barnsfaðir minn snérist við á punktinum og vildi ekki taka neinn þátt í neinu, ég tók þá ákvörðun að hætta að vera í þessu rugli og væla!
Ég fór að óskum hans og bara hreinlega lét hann alfarið í friði, ég sendi honum einstöku sinnum sms þegar ég hélt að ég myndi fara af stað sem gerðist oft. Ég viðurkenni nú samt að ég grét oft því þetta var erfitt og ótrúlega sárt fyrir mig að ég þurfti ein að ganga í gegnum þennan hrilling. Þegar ég segji hrilling þá er ég ekki að meina að það sé skelfilegt að vera ófrísk heldur var þessi meðganga mjög erfið, enn ég gaf mig ekki ég auðvitað hafði yndislega kærasta minn mér við hlið sem hjálpaði mjög mikið.
Ég byrjaði svo aftur að væla og ég er að kveikja núna loksins að þetta þyðir ekkert að standa endalaust og telja upp og rífa gömul sár og tala um hlutina eins og þeir séu að gerast NÚNA!
Það eru nokkrir sem ég þekki sem eru enn svona og ekki er hægt að tala við þetta lið og segja því að hætta, að standa í fórnalambs leiknum allt sitt líf tekur meiri orku frá þér heldur enn að þrífa 3 einbýlishús og elda mat fyrir 14 manns. Notaðu þessa orku meira til góðs, ekki velta þér upp úr fortíðinni, hvað fólk er að segja við þig eða um þig. Og fyrst og fremst ekki vera meðvirk/ur!
Það getur vel verið að ég taki einn og einn dag þar sem ég væli enn ég veit sjálf að mér fer batnandi og ég elska það!

sunnudagur, 6. júlí 2014

Stefnumótafræði






Ég var að kjamsa á kjúklingavængjum og varð eins og trúður í framan af sósu og fór þá að hugsa með mér hvernig mat maður á alls ekki að borða á fyrsta stefnumóti með einhverjum. Nú er langt um liðið síðan ég fór á eitthvað svo kallað stefnumót enn ég veit þó að það er margt sem að má sleppa að gera í fyrstu kynnum. Single fólk , takið nú grant eftir og farið eftir þessu.

 Ég ætla að byrja á hvað maður á ekki að borða.


Ég veit ekki með ykkur enn þetta finnst mér ansi subbulegur matur, ég elska flest allt svona. Enn ef ég þekki ekki fólkið við borðhaldið þegar ég borða þetta verð ég taugaóstyrk og nýt þess ekki því ég er svo óttalega mikil subbukona. 
Þarf nú ekki að segja meira, buffaló vængir er eitthvað sem þú borðar bara með einhverjum sem þú þekkir, sóðaskapurinn er skelfilegur. Mér finnst þeir alveg fínir þegar þeir eru ekki of sterkir með gráðostasósu , en þetta er að vísu svo sóðalegt að stundum nennir maður ekki að standa í því að borða þetta.
Maíistönglar, úff! Ég fæ mér oft svona með kjúkling og það klikkar ekki að smjörið leikur niður hökuna svo ég lít út eins og smjörbarn og svo er maður allt árið að ná þessu úr tönnunum á sér. Ekki heillandi!

Þarf maður að útskýra afhverju þetta er "bannað"? . 


Næsta sem mig langaði að tala um er hvað maður segjir ekki á fyrsta stefnumóti, því eins og flestir vita þá skipta fyrstu kynni alveg rosalega miklu máli og ef maður klúðrar þeim þá er mjög oft erfitt að taka það til baka.

1.Ég held ég elski þig

Ted Mosby sindrom, not hot þetta er fyrsta stefnumót við þekkjumst valla!

2.Við myndum búa til falleg börn. 

TURN OFF! Þetta hringir einhverjum bjöllum að manneskjan sé ansi despret að komast í samband NÚNA bara til að fjölga sér.

4. Ætlaru nokkuð að drepa mig? Ég fýla ekki internet morðingja

Öhm , nei ertu heimsk/ur , þegiðu!

5. Sálfræðingurinn minn segjir að ég eigi að hætta að tala við fyrverandi! 

Vá , frábærar fréttir. Og hvað er ég þá að gera með þér hérna ef þú ert svona obsessed af fyrverandi.

6. Þú ert of sæt/ur til að vera einhleyp/ur
Já eins og útlitið sé það sem komi manni í samband? , er George Clooney ekki single ? I rest my case.

7. Hversu mörgum hefuru sofið hjá á einkamál?
Hvernig er það þitt mál , ekki einu sinni kemur það þér við þó við byrjum saman eftir þetta stefnumót og giftum okkur!

8. Ég er að spá í að flytja til útlanda, get ekki verið kjur á sama staðnum.

Heyrðu ok , takk fyrir að gefa mér vonir!

9. Fyrverandi sagði alltaf.........

Leyfðu mér aðeins að stoppa þig og segja þér að mér er drullu sama hvað fyrverandi þín/þinn sagði. Þú ert hér með mér!

10.Hefuru einhverntíman hugsað þér að missa nokkur kíló?

REIKNINGINN TAKK!



Ég er afar þakklát að þurfa ekki að standa í þessu veseni lengur, ekki það að maður sé búin að binda tvöfaldann hnút á sambandið enn ég er samt sem áður verulega ánægð. Þetta stefnumóta vesen er skemmtilegt í miklu hófi, sérstaklega þegar maður lendir á einmitt þeim sem að gera alla hluti sem ekki á að gera á fyrsta stefnumóti. Ég viðurkenni að ég hef farið á stefnumót sem endaði með því að ég þurfti liggur við að fara í 5 fallda sturtu til að skola það af mér útaf viðbjóði.
Some people are just pure pigs!
Ætla að taka eina kennslustund í viðbót, og það er það sem þú átt helst ekki að gera á stefnumóti.

EKKI tala um kynlíf, það gerist ef að stefnumótið gengur vel!
Ekki mæta full eða verða full!
Ekki tala um vandamálin þín, skildu þau eftir heima.
Alls ekki mæta seint, það er nógu mikil spenna og kvíði fyrir kvöldinu ekki kvelja hinn aðilann meira. 
Mættu snyrtileg/ur til fara!
Ekki daðra við aðra einstaklinga eða horfa annað á meðan á stefnumótinu stendur, mundu þú ert að reyna að fá þessa manneskju til að verða hrifin af þér. Sýndu þá manneskjuni hvers verð/ur þú ert!
Ekki kíkja stöðugt á klukkuna þó þér leiðist stefnumótið!
Og til ykkar stelpna! EKKI gleyma að raka sig, þið vitið aldrei hvernig þetta kvöld mun enda ;)



Held þetta sé komið nóg af fróðleik í bili! :)

Kveðja .

Unnur  ! :)





þriðjudagur, 1. júlí 2014

Hringurinn um landið. "800kr fyrir að sjá drullupolla í 100 gráðu hita!"






Þessir litlu fíflar slaka á við Goðafoss, fannst þeir svo slakir og flottir að ég ákvað að smella mynd af gleðskapnum þeirra.
Þá erum við komin heim úr hringferðinni miklu, þetta var vægast sagt frábært. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu fallegt landið okkar er, eina sem fólk virðist muna er bara hvað við erum með ömurlegt veðurfar og pirrandi túrista sem að stoppa á blindhæð fyrir framan einbreiðarbrýr og taka myndir án þess að setja hassart ljósin á. Enda ekkert skrítið ef ég mætti afsaka þessa turista, við eigum svo fallegt landslag! Þessi fjöll og allir þessir jöklar eru algjört spari, við erum aðeins um 300.000 manna þjóð og það koma þrefallt - fjólfjallt það af túristum til landsins ár hvert! Það segjir okkur bara hversu eftirsótt og falleg þessi blessaða eyja er.

Gjaldskilduvagnarnir .
Á mývatni eru jarðböðin sem ég hef reyndar farið í þegar það var frítt, og mér fannst það enganvegin sérstakt. Núna kostar það þúsund kalli minna en að fara í bláa lónið. Það finnst mér allt of mikið!!
Svo eru hverir og krafla þarna rétt hjá og við komum svo að gjaldvörðum vera að rukka inn. 800kr fyrir að sjá drullupolla í 100 gráðu hita! Glætan, ég er alls ekkert nísk í ferðalagi því ég vil njóta þess enn mér finnst þetta bara svo asnalegt að ég hefði ekki einu sinni haft samvisku í það að standa þarna og rukka fólk þí ég fengi borgað fyrir það. Svo hef ég lika seð þessa hveri áður svo ég var ekki að fara að borga mig inn á eitthvað sem ég hef séð frítt áður, enn kröflu hef ég ekki séð áður, ég var samt ekki að fara að borga 800 kr að sjá eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni hvort væri þess virði.
Dettifoss var svo á næsta leiti , enn gjaldfrjálst að sjá hann að minnsta kosti þetta árið stóð á skiltinu sem betur fer enn ég hefði samt borgað mig inn til að sjá hann , þetta er einn flottasti foss sem ég hef séð, ef þið hafið ekki séð hann þá mæli ég með því. Vatnsmagnið er rosalegt , enda vatnsmesti foss í evrópu! 


Ég og Halldór með dettifoss í bakgrunn :)

Næst á ferðarplaninu frá þessu voru Egilstaðir í Atlavík sem er tjaldsvæði rétt fyrir utan bæinn með fram lagafljóti, ótrúlega fallegt.
Við urðum líka svolitið heppin að það var toffærukeppni á Egilstöðum daginn eftir svo við sváfum bara út og skelltum okkur á keppnina daginn eftir. Ég sá ekki eftir þeim 3000 kalli ( 1500 kr á mann ) . Það var ótrúleg upplifun að fá að vera á staðnum og sjá þetta allt saman , ég man eftir mér þegar ég var lítil með laugardagsnammið í kjöltuni að háma í mig apaskít og sígarettur ( nafnið á uppáhaldsnamminu mínu) og drekka appelsín með lakkrísröri og horfa á toffæruna í sjónvarpinu. Þá hélt ég alltaf með kókómjólkurbílnum eins og örugglega margir krakkar frá þessari kynslóð gerðu, ég var ansi fúl að fá ekki að sjá hann var að vonast til að hann væri enn í umferð enn ég fékk í staðinn að sjá "Strumpinn" blár og flottur bíll með fullvaxinn strump í farþegasætinu. Það þótti mér ekki leiðinegt! 
Strumpurinn!


Eftir þessa keppni voru austfirðirnir þræddir , þetta var ótrúleg upplifun. Þessi fjöll og þessir litlu bæjir sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Fjöllin himin há , massív og stútfull af fossum!
Við tókum oft bara stopp og tókum myndir eins og verstu túristar með kortið á loft til að sjá hvar við værum nákvæmlega, enn við fundum þó viðeigandi staði til að stoppa á svo það er strax orðið betra.
Enda staðurinn var Lambhús sem er tjaldsvæði 30km frá Höfn! Við ætluðum aðeins að kíkja a hátíðarhöldin á humarhátíðinni á Höfn og sofa þar um nóttina en það var aðeins of mikið rok svo við nenntum því ekki , það var kanski ekki rok þar sem við enduðum enn við vorum samt sem áður 1-2 tíma að kynda upp í einnota grillinu sem við keyptum á sjoppuni á Höfn, það var meira ævintýrið! Við vorum orðnir glorsoltin og vorum næstum búin að taka lambasneiðarnar og éta þær hráar og láta okkur bara hafa það enn eftir margar tilraunir og miklar pælingar tókst það að lokum. Og þegar við loks fengum að borða þá lygndi og það varð það gott veður að við gátum spilað úti , tókum nokkra kan kan í rólegheitum þar sem halldór hélt bara áfram að busta mig hvað eftir annað.

Daginn eftir var svo ferðinni heitið heim á leið eftir skemmtilega ferð,  enn ferðalagið var ekki alveg búið auðvitað stoppuðum við á jökulsálóni það var seinasti áfángastaðurinn sem mér finnst merkilegur , enda er þetta eitt það fallegasta sem hægt er að sjá á þessu skeri! :)
Ætla þá líka að enda þessa bloggfærslu á fallegri mynd yfir lónið sem við tókum, takk fyrir að lesa :)