fimmtudagur, 13. ágúst 2015

Tjáningarfrelsið er dautt en mér er alveg sama!

Yfirleitt þegar mér líður illa logga ég mig inn á bloggið mitt og byrja að tjá mig, en lang oftast fer það í ruslið því ég hugsa "Nei þetta er ekki viðeigandi á netinu." Allt í einu er orðið bannað að tjá tilfiningar sýnar ef þær eru slæmar, mér finnst litið hornauga á þá sem þurfa virkilega á því að halda.
Ég er með áfallastreituröskun, kvíðaveiki af ýmsum toga og vott af þunglyndi. ( sumir dagar eru einfaldlega verri en aðrir ). 

Nú hef ég ekki tekið lyfin mín í mánuð því ég einfaldlega hélt að ég þyrfti ekki á þeim að halda lengur en svo virtist ekki. Ég er búin að hafa keng og verki í maganum í viku, ég græt við minnsta tilefni og það má ekkert gerast þá er dagurinn gjörsamlega ónýtur.
Má segja þetta á facebook? Tjah, já en þá yrði ég töluð sem dramadrottning! Ég er sem sagt dramadrottning ef ég vil tjá mig um hvernig mér líður. Maður á bara að ljúga og segja " ég segi allt fínt" ef einhver spyr hvað maður segir gott. En ef það hjálpar mér að segja sannleikann, afhverju ætti það að stoppa mig? Jú því ég er of hrædd um hvað öðrum finnst sérstaklega vegna veikinda minna.

Ég ætla að vera mjög hreinskilin núna og segja ykkur hvað ég er að gera akkurat núna fyrir utan það að pikka stafina á lyklaborðinu. Ég sit í svarta leðursófanum mínum og hlusta á litla barnið mitt njóta þess að horfa á bílamyndbönd á YouTube á meðan ég er með tilfiningu eins og það sé að kvikna bál í maganum á mér, bakverk, klökk í hálsinum og berst við að tárin hrynji ekki niður á kinn svo barninu mínu beri ekki á minni vanlíðan.
Ég er með gott fólk í kringum mig sem vill mér vel, en ég á því miður líka nokkra sem erfitt er að "losa" mig við sem eru mér óholl.
Þið sem þekkið ekki andleg veikindi og króníska verki saman við það skuluð ýminda ykkur hvernig er að vera dofin, máttlaus, með verki frá toppi til táar, finnið engann tilgang með lífinu þó hann sé heilmikill, allir virðast hata þig og þú ert ósköp einmanna í marga daga í röð, svo kemur loks góður dagur en maður er lítill í sér eftir törnina en svo kemur einhver einstaklingur og sýnir þér hörð viðbrögð, dæmir þig og þú skríður aftur í sama far og hina vondu dagana og hættir að treysta þér til að tja þig á almenningi. Þetta er lífið mitt í hnotskurn! 

Haldiði að mig langi að vera svona? NEI! En ég geri það nú samt á hverjum degi og reyni að bera höfuðið hátt. En nú er ég á 8. degi og ég er farin að hræðast sjálfa mig. Ég er búin að missa alla trú á mér fyrir skólann í haust, ég er búin að missa alla löngun til að vakna á morgnanna, ég hef enga trú á að ég sé góð móðir eða kærasta.....
En það er eitt sem ég ætla ekki að missa að það er trúin að ég muni öðlast þessa trú fyr eða síðar. Vona bara að ég sé þá ekki búin að hrekja í burtu alla þá sem mér þykir vænt um á þeim tíma!












Engin ummæli:

Skrifa ummæli