þriðjudagur, 4. febrúar 2014

Óheiðarleiki og frekja = Sannur íslendingur

Eitthvað hefur maður tekið eftir örgustu frekju og óheiðarleika fólks á íslandi og það sem verra er lent í þeim aðstæðum að maður brennir sig eða lætur frekju fólks verða annað hvort fyrir vegi manns eða gjörsamlega skemma fyrir manni daginn.
Ég fór til Boston um miðjann janúar að versla og skemmta mér með mínum yndislega manni og þar sem okkur þykir ótrúlega vænt um bílinn okkar ákváðum við að setja hann á bílahótel í Keflavík þar sem allt er tryggt frá því að við látum hann frá okkur til afhendingar lykla. 
Þegar við komum til baka eftir 6 tíma flug og langt ferðalag þá erum við stoppuð í tollinum og þar tekur á móti okkur stelpa sem biður okkur vinsamlegast um að setja töskurnar í gegnum rampinn, við vorum með 2 töskur og eina Canon 600D myndavél sem við keyptum í byrjun nóvember. 
Eina sem hún virtist sjá var myndavélin og tók hana strax upp og fór að gramsa í myndavélatöskuni á meðan hún grúfði sig niður ofaní töskuna spurði hún hvar við hefðum keypt hana, í elko sögðum við. 
Svörin og derringurinn sem kom á móti var alveg hreint með ólíkindum, kærasti minn sagði þeim að þeir gætu örugglega flett því upp hjá elko og hún sagði "Já gerðu það þá". Klukkan var 7 á föstudagsmorgni, svo hvernig gat hann gert það? Svo sá hún símann hans og símann minn sem voru samsung galaxy og iphone og hun byrjaði líka að snúa sér að þeim. 
Og vegna þess að við áttum 2 flotta síma, myndavél og við fórum til Boston þá ákvað hún að segja með alveg hreint svo leiðinlegum tón að mér leið eins og ég væri annar hver hundaskítur undir skónum hennar.
"Hvahh, voruði að vinna í lottóinu eða??!" , þá fauk í mig eftir allt sem hún lét út úr sér og hvernig hún talaði til okkar gafst ég undan og sagði "Það bara kemur þér alls ekki við". Enn sem betur fer "tók hún okkur á orðinu" eins og hún orðaði það og sleppti okkur. 
Þegar heim var komið sáust rispur á farþegahurðinni. 
Þá hafði einhver rekið farangurskerru utan í bílinn okkar og ekki tilkynnt það! 
Hér að ofan Óheiðarleiki & Dónaskapur sem íslendingar virðast vera ótrúlega góðir í samkvæmt minni reynslu, enn það sem íslendingar eru ríkastir af eru þessar "snobbuðu frekjur".
 
Við lentum einmitt í einni slíkri í dag í IKEA, það voru 2 kassar opnir og röðin orðin ansi þétt þegar loksins eftir að við vorum búin að standa þarna í 10-15 mín opnaðist loksins annar kassi og við vorum eiginlega næst. Maðurinn fyrir framan okkur bauð okkur að fara að næsta kassa þar sem hann var með það mikið að hann gat ekki hreyfti sig frá röðinni. Þegar við komum að kassanum kemur eldri snobbuð kona tómhent og riðst á undan (hún var ekki í röðinni) og veifar höndunum og segjir "komiði hingað fljót" og koma þá 2 einstaklingar með 2 fullar körfur. 
Kærasti minn hélt nú ekki og sagði "Fyrirgefðu enn ég er næstur" , hún horfði á hann ekkert smá hneiksluð og hann bara tróð sér framhjá henni og byrjaði að setja vörur á kassann. 
Á meðan afgreiðslustúlkan skannaði okkar örfáu vörur inn í kassann segjir hún hátt og skýrt við manninn sinn stút full af hroka  "Þetta er nú meiri djöfulsins frekjan", svo kærasti minn segjir við hana "Heyrðu vina, það er röð hérna og við vorum búin að standa þarna í dágóða stund og við vorum næst. Það þýðir ekkert að troða sér svona framfyrir fólk. Ef eitthvað er þá er það frekja". 
Það sást heldur betur á konu "greyjinu" að henni er aldrei svarað því hún horfði á hann eins og hún hafi séð draug. 

Ein af útsýni okkar frá hótelherberginu okkar í Boston. 




Takk fyrir að lesa, lifið heil þangað til næst.
-Unnur