laugardagur, 18. október 2014

Þakkæti.




Fékk mér þetta fyrir stuttu, enda á þetta við  mig og mitt líf. 



Mikið rosalega er ég dugleg að drita hérna fyrir ykkur fáu lesendur mína. Það sem er að frétta af mér er að ég er byrjuð í skóla og er þar búin að kynnast hópi af alveg hreint yndislegum manneskjum, get hreint út sagt að nokkrir séu eilífðar vinir mínir. 
Ég finn alveg rosalega breytingu á mér síðan fyrir 4 vikum síðan , auðvitað hafa þessar vikur verið ótrúlega erfiðar þar sem að það er komnar 4 vikur síðan elsku Ástríður mín fór og enn er það virkilega sárt án hennar enn ég hef þetta æðislega net þarna í skólanum sem heldur mér við efnið.
                              Það er langt síðan ég var í skóla enn ég man þó að aldrei hlakkaði mig til að fara í skólann. Ég hef ekki góða reynslu á skólagöngu, mikið einelti og fólk hélt sér í hópum og það var eins og maður þyrfti að sanna sig til að fá "inngöngu". 
En núna erum við bara ein heild þessi bekkur sem ég er í, það eru allir vinir. Í fyrsta skiptið á ævinni líður mér eins og ég skipti mjög miklu máli í lífi fólks, ekki misskilja mig ég hef ekki verið að íhuga sjálfsmorð á seinustu árum. Ég meina að ég finn vænt um þykjuna innan stofu bekkjarins, og ég finn að ég er að standa mig vel, þau eru æði.
                             Þetta er svart og hvítt frá mínum æskuárum , ég átti við mikið vandamál heima fyrir og það var nánast enginn sem ég gat leitað til sem ég treysti á öllum stundum. Ég fann fyrir mikilli höfnun bæði inn á heimili mínu og í skólanum, þetta voru skelfilegir tímar í lífi mínu og hugsandi til baka finnst mér ég algjör hetja að vera hér með hjartað pumpandi í mig lífi og vera ánægð með líf mitt. Ég hef þurft að þola margt á minni stuttu ævi og ég er að sjálfsögðu hlúa að þessum sárum mínum mis hratt, stundum kroppa ég það upp og leyfi því að blæða. Enn þá koma elsku vinir mínir og stöðva blæðinguna og hjálpa mér af stað aftur. 

                            Að mér skuli líða svona ótrúlega vel án þess að sýna elsku dúlluni minni hversu langt ég er komin er ótrúlega erfitt. Engu að síður vil eg trúa því að hún sé að passa upp á stóru frænku sína eins og ég gerði fyrir hana öll þessi ár. Án þess að hljóma klikkuð þá finn ég fyrir nærveru hennar á hverjum degi, hún er hjá mér alla daga og er að hjálpa mér að tækla nýju hindranir lífsins míns. Ég loksins komin á þann stað sem ég vil vera enn auðvitað er alltaf hægt að gera betur, ég veit hvað ég vil gera með líf mitt og ég læt ekkert stoppa mig. Fyrir þá sem vita það ekki þá hef ég ætlað mér í leikarann frá því ég var um 9-10 ára. Um daginn var ónefndur fjölskyldumeðlimur sem sýndi þessari starfsstétt algjöra vanvirðingu, fussaði og sveiaði yfir hvað ég væri að spá. Spurði einnig hvort ég væri bara að fara að læra þetta að gamni mínu, því það væri enginn peningur í þessu. Hver var að segja að það væri eitthvað málið? , 
Þegar ég stend og fer með línur á námskeiðinu mínu, eða þegar kennararnir mínir þylja yfir okkur æfingum þá er eins og ég sé LOKSINS ég. Ég hef verið að fela mig bakvið skjólvegg vafanns öll þessi ár, ég var bara alveg viss um að ég gæti þetta ekki og enginn myndi hafa trú á mér. 
Í dag er mér alveg sama, svo lengi sem ég hef trú á sjalfri mér þá skiptir engu máli hvað öðrum finnst.

Takk fyrir lesið <3