þriðjudagur, 28. júlí 2015

Þrjú helstu merki þunglyndis.



Það kraumar svolítið í mér sorg og reiði í dag vegna atburði helgarinna, frændi minn sem var í blóma lífsins að ég hélt stytti líf sitt til muna á sunnudaginn síðast liðinn. Ungur myndarlegur drengur sem átti tvö gullfalleg börn og bjarta framtíð. Alveg eins og elsku Ástríður, þó vissi maður að hún var langt kominn í myrkrið en samt stendur maður með spurninguna hvað ef???
Hvað ef ég hefði geta gert eitthvað?.
Lífið er langt í frá að vera sanngjarnt, tala nú ekki um þegar svona sprengjur springa að dyrum manns 2 sinnum á einu ári.
Þau voru bæði kjaftfor og með klúrann húmor, svo ég vona að þau finni hvert annað hvar sem maður endir eftir þetta líf og segi hvort öðru dónalega 18+ brandara þangað til við hin getum notið samveru þeirra. <3

En af gefnu tilefni langaði mig að taka fram fyrstu merki um slæmt þunglyndi, það er ekki alltaf sem að fólk fattar að það eigi við vandamál að stríða og leitar sér ekki að hjálp. Svo það þarf oft að ýta því að brúninni til að hjálpa þeim í áttina að viðeigandi hjálp.
Ef þið þekkið einhvern sem hrjáist af öllum þessum hlutum, farið undir eins í símann og ræðið við viðkomandi!



1. Félagsleg einangrun: Ef einstaklingurinn er vanur að mæta í skóla eða vinnu, hitta vini sína og að gera allskynns hluti en verður svo allt í einu einfari, vill frekar sofa út en að vakna á morgnanna og situr fastur í sófanum fyrir framan sjónvarpið er mjög líklegt að eitthvað sé að hrjá hann. 

2. Vanræksla á hreinindum og líkamlegu útliti: Það er mjög algengur kvilli hjá þunglyndum einstaklingi að þeim fer að vera mjög mikið sama um útlitið. Hvort þeir séu illa lyktandi, í skítugum fötum, tekur aldrei til eða þrífur. Svo á fólk einnig til með að fitna óstjórnlega mikið eða grennast! 

3. Breytt hegðunarminnstur: Ef þú færð þá hugsun um einhvern að þessi manneskja er ekki sú sama og áður á slæmann hátt ætti það að hringja öllum bjöllum og rauðum ljósum sem til eru. Því það er versta skrefið. Þunglyndissjúklingur er oftar en ekki mjög góðir í að fela tilfiningar sínar fyrir öðrum, og þegar tilfiningarnar fara að brjótast út er kominn tími til að hringja strax á hjálp. 

Það eru samt sem áður alltof margir sem eiga ekki efni á faglegri hjálp, þrátt fyrir að heilsan sé í fyrirrúmi. Ef matur er ekki sjálfsagður hlutur inn á fátæku heimili í heilann mánuð, þá getur svona hjálp verið mjög dýrkeypt. Þessvegna skora ég á stjórnvöld að borga niður sálfræðihjálp til muna!


Helduru að þú sért þunglynd/ur, hér er próf af netinu sem getur sagt þér hvort þú þurfir hjálp eða ekki , -----> Persona.is

Ekki bíða með hjálpina, lífið er of stutt til að eyða því í vanlíðan!








laugardagur, 4. júlí 2015

Frá foreldri til foreldris.

Seinustu dagar hafa verið ansi litskrúðugir og alls ekkert glans og gaman hér á bæ. Sonur minn er orkumikill og ákveðinn svo það getur stundum verið svolítið stríð að fá hann til að róa sig og/eða hlýða einföldum skipunum. Bara það eitt að fá hann til að sitja kjur og borða matinn sinn er eins og styrjöld hafist við matarborðið. Ég reyni lang oftast að halda ró minni og verða ekki reið heldur frekar ákveðin, en það er enginn fullkominn stundum fyllist mælirinn. Þar sem að ég er mjög brorhætt og er að díla við króníska verki og andleg veikindi er erfitt að halda sönsum í erfiðum aðstæðum ef þær eiga sér stað dag eftir dag. 

Síðustu daga hefur hann verið erfiðari en vanalega vegna eyrnavandamáls sem að hefur hrjáð hann frá því hann var ungabarn, enginn svefn, skapsveiflur, lítil matarlist og þrjóska. Svo er ég að fá lítinn svefn, að reyna að halda heimilinu þannig að maður fái ekki ógeð, koma mat ofaní okkur og að díla við mín eigin krónísku veikindi. Í gær fékk ég nóg! Ég sagði við sjálfa mig svo hann heyrði til "Það er ekki sjens í helfvíti að ég eiginist fleiri börn, ég er komin með nóg af þessu rugli." Lokaði mig svo af inn í herbergi og brotnaði niður. Ég sá auðvitað strax eftir því að hafa sagt þetta, sérstaklega þegar barnið mitt kom til mín í sinni mestu einlægni eftir 3 tíma öskur og rifrildi "Fyrirgefðu elsku mamma, ekki vera leið."     
Ekki misskilja mig barnið mitt getur verið mesti engill sem mannlíf hefur skapað svona oftast, en á hinn bóginn getur hann verið eins mikill óþekktarormur á móti. 



Af gefnu tilefni fór ég að vafra eftir einhverjum töfra ráðum til að halda ró sinni í svona aðstæðum því að ég veit að það er enginn sem að á dagana sína sæla á hverjum einasta degi, það eiga allir svona daga þar sem þeir setjast bara í kúlu og gráta því það er það eina sem virkilega þarf að gera. Mig langaði að deila þessu með ykkur svona foreldri til foreldris. Eftir góðann lestur á nokkrum greinum var þetta það sem ég get með sönnu sagt að virki. 


  1. Ekki vera feimin við að hvíla þig ef þú ert þreytt/ur. -
    Svefn er mikilvægur fyrir bæði líkama og sál. Ef svefninn var lítill yfir nóttina leggðu þig þá ef þú getur. Fáðu fjölskyldumeðlim eða vin til að taka barnið/börnin í nokkra klukkutíma og nýttu tímann í algjöra hvíld.
  2. Treystu á ÞINN æðrimátt -
    Talaðu við sjálfa/nn þig, segðu þér hversu frábær og sterkur einstaklingur þú ert. Notaðu þinn æðrimátt til að gefa þér þann styrk sem þú þarft. Það eru ekki allir sem trúa á Guð en þeir sem það gera, biðjið til hans um styrk. Blessið heimilið ykkar og hreinsið út allt sem vont er.
  3. Ekki vanrækja þínar eigin þarfir - 
    Þó að börnin séu númer 1, 2 og 3 er þó staðreynd að maður getur ekki gert neitt vel eða elskað neinn 100% nema maður elski sjálfann sig líka. Taktu einn dag í mánuði í minnsta lagi þar sem þú færð að vera bara þú að gera það sem þú elskar að gera. Dekur, íþróttir, út að borða með vinum, taka einhver námskeið osfrv...Því þó að þarfir barnanna skipti miklu máli megum við ekki gleyma að hlaða okkar eigin batterí til að hlúa að þeim.
  4. Vertu óhrædd/ur við að biðja um hjálp - 
    Það er enginn fullkominn þó maður vilji stundum reyna að afsanna þá kenningu. Það getur enginn gert allt. Ekki hræðast það að óska eftir aðstoð, það mun koma þér á óvart hversu margir eru öllu vilja gerðir til að hjálpa. 
Þetta eru fjögur mjög einföld skref sem hægt er að fara eftir til að halda andlegum styrk í uppeldi barna sinna. Við erum samt sem áður ekki fullkomin og það er allt í lagi að brotna niður. Það hafa held ég allir foreldrar upplifað það einhverntíman að finnast þeir verstu foreldrar í heimi, en börnin elska okkur jafn mikið og við elskum þau þó þau hagi sér stundum eins og þeim sé alveg sama. 


"Móður ástin drífur mig áfram í átt að hamingju sem lengi hefur verið leitað" -Unnur





miðvikudagur, 1. júlí 2015

Tárvott þakklæti

Eins og fram hefur komið á fyrra bloggi þá var ég að ræða #þöggun um hvað það eigi ekki að eiga við það eitt að vera nauðgað. Það er svo margt sem getur hent okkur sem við erum látin þeigja yfir.

Í gærkvöldi tók ég þá ákvörðun að skrifa langa frásögn inn á hina víðfrægu Beauty-Tips sem var samt í stuttu máli um mína sögu, ég sleppti hinu og þessu en ég varð að setja inn það sem ég var tilbúin að koma frá mér. Maginn minn brann af stressi, ég grét örlítið og hausinn minn var með ýmsar hugmyndir um hvernig viðtökurnar yrðu. Ég get ekki annað sagt en að ég sé með tárvot augun af þakklæti til þessara stúlkna sem að bæði kommentuðu og líkuðu við póstinn. Fb mitt hefur verið skíðlogandi af tilkynningum og er það enn í gangi.

Ég vil þakka ykkur innilega fyrir, þrátt fyrir mikið svitabað við skrifin þá líður mér örlítið betur að hafa komið þessu frá mér.
Stöndum saman og segjum hvort öðru hvað við erum sterk, það hjálpar!!!

Hér er nýverið screenshot af likes sem ég hef fengið og enn bætist í hópinn! Stelpur þið eruð súper dúper! <3 
Ást og friður.