sunnudagur, 18. janúar 2015

Nútíma Samfélag - Útlitsdýrkun!

Ég skrapp í miðbæ Reykjavíkur í gær á skemmtistaðinn Austur með frænku minni sem er gullfalleg stelpa. Í gegnum árin sem ég hef farið niðrí bæ þá hef ég lent í skemmtilegum samtölum við ókunnuga og kynnst fólki. Ekki að ég sé að biðja um það þá hefur yfirleitt allavegana 4-5 strákar reynt við mig eða allavegana haft áhuga á að spjalla við mig og líta við mér. Í gær var djammið hinsvegar allt önnur reynsla, ég var fyrir það fyrsta of edrú fyrir Austur þarna á þessu kvöldi þar sem nánast allir með tölu voru í leiðinlegu ástandi, leiðinlega fullt, með óþarfa troðning og stæla. Ég fékk á tilfininguna þegar strákar litu á mig þá horfðu þeir með viðbjóð í huga, ég hugsaði með mér að það væri örugglega bara ýmindun í mér því ég er rosalega meðvituð um 10 kg sem ég hef bætt á mig seinustu mánuði vegna áfalls og streitu. Ég hinsvegar lét það ekki trufla mig mikið og skemmti mér á meðan allir strákar köstuðu sér fyrir frænku minni eins og einhverjir slefandi hundar. Á tímabili var ég farin að halda að hún lyktaði af bjór og beikonborgara, því það var jafnvel farið að bíta hana. Það var þá ekki fyr en ég sá ótrúlega flinkann strák sem dansaði og breikaði um gólfin og mér fannst rosalega spennandi að fylgjast með. Vinur hans leit á mig og sá að ég horfði aðeins til þeirra og hann ýtti við dansaranum og benti á mig og gaf honum merki um að ég væri til í hann og hann vinurinn sagði mér með höndunum að ég ætti að koma og ég hristi hausinn. Dansarinn hinsvegar hristi hausinn eins og brjálæðingur og kúgaðist og allir í vinahópnum litu á mig og hlógu.
Þarna var djammið mitt ónýtt!!
Ég sá þarna að ég var greinilega ekki að ýminda mér viðbjóð í augna strákana á klúbbnum, ég var augljóslega ekkert augnkonfekt.
En greinilega bara algjört freak! Ég stóð fyrir framan spegil í klukkutíma og gerði mig sæta, ég klæddi mig í fín föt og var að skemmta mér. Afhverju fær maður ekki bara að skemmta sér án þess að fólk sé að sýna manni hversu ógeðslegur maður er, hvert er heimurinn að fara ? Þegar ég var 15 kg léttari var þetta aldrei svona! Ég hef að sjalfu sér tekið eftir þessu áður í litlu magni, en í þetta skiptið fékk ég nóg. Ég trúi ekki að ég sé svona ólystug!

Af gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er ekki að reyna að láta vorkenna mér á neinn hátt heldur er ég að koma fram staðreyndum á nútíma samfélagi. Útlitsdýrkun er orðið slæmt fyrirbæri og ég sit hér eftir þetta og langar helst bara að svelta mig næstu tvær vikunar. Þetta virkaði á mig og mér líður ekki vel. 
Passið ykkur hvernig þið komið fram, útliði SKIPTIR EKKI máli!!! 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli