sunnudagur, 28. desember 2014

Dúkkuheimili í Borgarleikhúsinu - MUST SEE fyrir þá sem þora.




Ég fór í kvöld á general prufu í Borgarleikhúsinu á Dúkkuheimili sem er jólasýningin í ár. Þetta er stórkostleg sýning sem er um 5 manna fjölskyldu sem hefur það nokkuð gott fjárhagslega. Nóra konan á heimilinu á sér stórt og myrkt leyndarmál sem engin má komast að, allra síst maðurinn hennar. Leikarar sýningarinnar eru Unnur Ösp, Hilmir Snær, Þorsteinn Bachman, Aldís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Á midi.is stendur að Ingvar E. Sigurðsson sé í hlutverki Vals, það getur vel verið að hann hafi hlupið í skarð hans í kvöld en kanski er þetta einnig prentvilla. En Valur Freyr er ekkert síðri leikari en Ingvar. Allir leikararnir voru til sóma og ég horfði í þessa 3 tíma og gapti af innlifun. Þetta var fyrir mig glæný upplifun af leikverki og ég finn hvað ég ljóma að innan eftir þessa reynslu. Þess ber að nefna að ég held hún verði ekki 3 tímar , skilst að það eigi eftir að stytta hana eitthvað svo ekki örvænta þið sem hafið ekki þolinmæði í 3 tíma.
Þetta er örlítið þung sýning en mjög spennuþrungin og dramatísk, en hún hélt mér allan tíman og ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér.
Það sem ég hugsaði alla sýninguna var að hversu mikið ég hlakkaði til að geta staðið þarna uppi og leikið frammi fyrir fullum sal með flottum hópi, ég get ekki beðið eftir því að geta sagst vera í sömu starfstétt og þetta flotta leikaralið. Ég sit hérna og læt mig dreyma um að fá hlutverk í hendurnar einn daginn og fá að leika á sviði Borgarleikhússins.
Einnig fór ég á Beint í æð fyr í desember og þar var hlegið af sér allt vit og skemmt sér konunglega. Ég elska Hilmi snæ, það er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur hann neglir það gjörsamlega í mark. Þessi rödd sem dáleiðir mann í aðra vídd og leikurinn sem sannfærir mann inn að beini og merg. Þessi maður er algjört meistaraverk og er það minn draumur að fá að starfa með honum einn daginn. Nafna min hún Unnur Ösp er ekki síðri, hún stóð sig ótrúlega vel í kvöld og gaf mér mikla andargift. Ég ætla að standa á þessu sviði einn daginn og það mun ekki vera langt í það mark, þetta verður langhlaup sem ég mun þurfa að hlaupa, en ég skal lofa ykkur því að einn daginn munuði sjá mig leika og ég mun negla það. Lang þráður draumur  sem mun loksins verða að veruleika, ég mun gráta úr mér tárakirtlana af gleði þegar sá dagur rennur upp, ég mun ekki geta lýst þeirri hamingju sem mun ríkja innra með mér. Því skal vera fagnað með vænu glasi af beilís með klaka.


Þakka lesið 
Gleðilega hátið kæru vinir. ;*




sunnudagur, 7. desember 2014

Heimilisofbeldi - "Ég þorði ekki að brosa, hjartað stoppaði....,,

Í dag er ég farin að vinna mikið í áföllum sem hafa hent mig í gegnum árin, ég taldi mig vera komin nokkuð góða leið með til að mynda erfitt ofbeldis samband sem ég var í í 2 ár. Ég og læknirinn minn erum að gera allskyns æfingar og ég er að fara margar leiðir til að koma þessu út, sumir tímar eru óyfirstíganlegir eða flestir reyndar en sumir hafa verið auðveldir. Í seinasta tíma var ég að rifja upp fyrir bæði sjálfri mér og honum atvik sem gerðist í þessu sambandi með þessum manni, eitthvað atvik sem situr í mér og það eru mínar verstu martraðir eins og ég sé enn á ný að upplifa þessu skelfilegu tíma.




Sambandið var stormasamt og ég neita því ekki að hann var ekki eini sem var vondur, ég átti til með að vera leiðinleg. Og ofbeldið var að mestu andleg skot og leiðindar hroki, en þegar hitnaði í kolunum varð það líkamlegt. Hann talaði niður til mín og reyndi hvað sem hann gat til að sannfæra mig um að ég væri einskins verð og ómerkileg manneskja. Ég kom honum til skammar á almenningi, ég talaði of hátt, of lágt, var illa til höfð, var of lítið málið, of mikið máluð og fleira. Ég mátti ekki eiga neina karlvini og nánast engar vinkonur, en hann mátti eiga þá vini sem hann vildi og hann brýndi fyrir mér þær reglur að hann réði því sem hann gerði en ég hafði hvorki gáfur né þroska til að gera þessar ákvarðanir sjálf. Hann neyddi mig til að sofa hjá sér þó ég sagði nei, hann sagði að ef ég svæfi ekki hjá honum hlyti ég bara að vera að halda framhjá honum. Ég var aldrei nógu góð fyrir hann alveg sama hvað ég reyndi, eftir að ég gerði allt sem ég gat til að gera mig fullkomna fyrir mannin sem ég hélt að ég elskaði var hann byrjaður að setja út á hluti eins og útlit mitt líkamlega sem ég gat lítið gert í eins og brjóstin mín sem voru að hans mati ekki nógu stór. Hann átti launin mín og ég fékk ekkert frelsi til neins. Ég hafði útivistartíma ef ég fór á djammið sem var ekki oft og ef ég kom fram yfir þann tíma voru yfirheyrslur á hæðsta stigi. Ég mátti aldrei fá vinkonur í heimsókn. En hann mátti ávalt koma og vera með vini sína og bjóða ókunnugri nágranna konu okkar í heimsókn þegar ég var ekki heima.

Hann hætti með mér nokkrum sinnum og alltaf var það mér að kenna, ég var aldrei nóg fyrir hann. En alltaf kom hann á hnjánum tilbaka minna en 12 tímum seinna grátbað mig um að gleyma þessu og hann tæki þetta til baka og lofaði að breytast og vera góður.
Ég viðurkenni það auðvitað að við áttum skemmtilegar stundir og góðar minningar saman, annars hefði maður aldrei geta eytt 2 árum saman ef það hefði ekki eitthvað verið gott.
Eftir að hann “hætti” með mér í síðasta skiptið og grátbað mig um að gleyma því í sömu andrá var ég komin með nóg. En ég var of hrædd og mér var farið að standa algjörlega á sama um allt og eina helgina fór ég út á land og hitti þar fyrverandi kærasta og þar sem sjálfsvirðingin var möl brotin þá lét ég vaða að halda framhjá. Framhjáhald er aldrei afsökun og ég skammast mín ótrúlega að segja að ég hafi nokkurntíman gert svona ljótann hlut því mér finnst fátt jafn ljótt en að gera einhverjum það, en í þessari stöðu og á þessum tíma fannst mér þetta vera það besta sem ég gat gert. Þegar ég sagði honum þetta varð hann virkilega óhress og sár auðvitað. En ég fann enga samkennd með honum enda var hann búin að brjóta mig niður í heil 2 ár og ég gat gefið honum aðeins snefilsbita af því sem hann hafði gert mér. Seinna sagði hann mér að hann hafi aldrei elskað mig, hann væri þakklátur fyrir að ég hafi haldið framhjá honum því honum liði miklu betur án mín, og honum væri alveg sama hvort ég myndi deyja það myndi ekki skipta hann neinu máli.

Í dag hugsa ég enn hvort það sé raunin ef hann sæi dánartilkynningu í blaðinu og að hann myndi bara flétta framhjá henni eins og það sé bara einhver sem hann þekkir ekki. Ég veit það skiptir nákvæmlega engu máli en það er samt sem áður eitthvað sem ég get ekki leitt hjá mér því þrátt fyrir það sem hann gerði mér þá vill ég að honum líði vel og eigi gott líf því að maður sem er svona skemmdur er ekki heill andlega og verður það ekki nema að leita sér hjálpar.



Liðin eru 5 ár síðan þessu sambandi lauk og ég hélt að ég væri búin að vinna heil mikið í þessu en ég rakst á hann í dag og ég fraus. Ég þorði ekki að brosa, hjartað stoppaði, ég fékk högg í sálina, skyndilegann hausverk og mig langaði að forða mér í burtu. Ég vonaði svo innilega að hann hafi ekki séð hversu mikið mér brá, því það versta sem ég get hugsað mér er að sýna honum veikleika. En þar sem ég var í búð og var að versla með syni mínum gat ég ekki bara gengið út án þess að versla svo ég faldi mig þar sem hann sá mig ekki og beið þar til hann gekk út. Þarna gerði ég mér grein fyrir því að ég lét hann stjórna mér, hann stjórnar mér enþá eftir öll þessi ár. Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann hefur gert mér og ég vildi óska þess að hann vissi það og sæi af sér. Ég sé alls ekki eftir þessum manni og myndi ekki óra fyrir að leyfa honum að snerta mig aftur alveg sama hvað, en það sem hann gerði mér er prentað fast í sálina mína. Ef þú sem lest þetta ert í ofbeldis sambandi, gerandi eða þolandi. Reyndu að sjá hversu slæmt þetta getur orðið þó maður sleppi úr þessari prísund er ekki bara nóg að fara aftur á markaðinn og leita sér að einhverju betra, þú verður að leita þér hjálpar. Og kæri gerandi, leitaðu þér hjálpar gegn þessu. Og ef þú sérð þetta ekki, leitaðu þér þá hjálpar því þú ert siðblind/ur.

Mbkv. 


þriðjudagur, 25. nóvember 2014

Týpískur dagur vefjagigtarsjúklings."Ég er ekki lygari, letingi eða aumingi...,,

Mig langar eilítið að gefa ykkur snefil af hvernig er að vera vefjagigtarsjúklingur því fordómar þess hafa ekki minnkað í miklu magni í gegnum árin. Eins og þegar ég er að tala um að hafa ekki komist í nám vegna þess að ég er með barn sem ég þarf að sjá fyrir og vantar þar af leiðandi laun til þess að fjármagna námið og allt það. Svör fólks er alltaf  "þú getur líka alltaf unnið með skóla". Það er ekki sjálfsagt að vera í 100% námi, vera 100% móðir og vera í 50,60 eða 70% vinnu.
Ég ætla að leiða ykkur í gegnum svona sirka hvernig mínir dagar eru.



Mánudagur: Ég vakna kl 8:30 og byrja á að reyna að koma mér framúr. Það er erfiðasti tími dagsins, er með ógleði, stíf i öllum liðum og vöðvum. Augnlokin eru líkt og blýkerti hangi á þeim svo ég get valla opnað augun og þau lokast jafn ört og ég reyni að opna þau. Ég næ loks að hýfa mig á fætur og klæða mig og þá er að koma litla í föt og orkan í yfirgnæfandi litlu magni og ég get valla labbað. 

Sindri ( sonur minn ) gerir mér stundum morgnanna erfiða með að vera með mótlæti við mömmu sína, neitar að fara á leikskólann eða er mikil ferð á honum og ég ekki með orku til að hlaupa á eftir honum. Svo labba ég með hann á leikskólann eins og uppvakningur og finn til í öllum skrokknum. Eftir það kem ég svo heim og sé allt draslið og þvottinn sem þarf að ganga frá og þvo og ég fæ annan verk. Samviskubitið! Svo ég bít á jaxlinn og byrja að taka til og þrífa þangað til að það er orðið of sárt svo ég leggst upp í sófa og geri mér grein fyrir því að það er skóli eftir 2 tíma og ég á eftir að fara í sturtu en mig langar svo að leggja mig fyrir skóla. Ég hugsa mig oft 2-3x um en ég hendi mér frekar í sturtu og er þá orðið of seint til að hvíla mig svo ég hendi í mig einni verkjatöflu og fer í skólann. Í skólanum stend ég mig almennt vel en þegar ég fæ lítinn svefn sem er yfirleitt þá er einbeitingar skorturinn í miklu magni og verkirnir skelfilegir en ég brosi bara framhjá því.
 Er yfirleitt jákvæð og sterk í skólanum en þegar heim er komið er það ekki hægt því þá er eins og ég sé öll að slitna í sundur af verkjum. Hausverkur, vöðvabólga eins og grjót, tilfining eins og einhver sé með borvél og skrúfu liðum likamans óstoppandi, bítandi samviskubit að hafa ekki orku til að taka til, elda eða sjá um drenginn en eitthvað verð ég að gera svo ég elda nánast alltaf og hugsa um guðsgjöfina mína.
Svo fer maður snemma inn í rúm algjörlega úrvinda af þreytu og með enþá verri verki en þegar dagurinn byrjaði og ég er líklega svona 3-5 tíma að sofna. Og svo oft er strákurinn að vakna á nóttuni og þá fer allt úr skorðum.
Svo byrjar nýr dagur, með fleiri verkjum og endalausri þreytu.

Þegar maður gerir öðrum það að kvarta undan verkjunum sem maður glímir við daglega hverja klukkustund þá voga sumir sér að segja að maður eigi bara að vera jákvæður ef maður er í verkjakasti og þá geti maður gert það sem er hægt að gera. Það er jú að sumu leiti rétt, andlega líðan er betri þegar ég er í skólanum því ég verð að vera jákvæð til að geta stundað námið öðruvísi er það ekki hægt, en ég gleymi ALDREI sársaukanum. Og ofaná það er það líka síþreytan og heilaþokan, það er eins og maður sé skelfilega heimskur þegar maður skilur ekki suma hluti sem maður skilur yfirleitt þegar maður fær sína örfáu góðu daga á ári. 



Því miður get ég ekki farið til læknis og fengið pillu og þá dregst úr sjúkdómnum eða hann fer. Ég þarf að lifa með þetta allt mitt líf. Það má ekkert áreiti verða eða andleg vanlíðan þá verður allt tvöfallt verra. Tilgangurinn með þessu er ekki til þess að fá vorkun, heldur er ég að vekja upp umræðu þessa sjúkdóms sem læknar og sumt fólk nefnir ruslafötugreining eða leti. Ég er ekki lygari, letingi eða aumingi eins og samfélagið hefur sannfært mig um öll þessi ár. Þið hafið ekki hugmynd um hvernig er að hafa þennan sjúkdóm fyr en þið kynnist því sjálf, hugsið ykkur að vera með flensu allt ykkar líf. Beinverkir, hausverkur, þreyta, orkuleysi og svo fleira mætti nefna. Þegar ég á erfitt með að vera í námi og með barn þá sjáiði það að ef ég myndi vera að vinna með þessu líka þá myndi ég hreinlega bara drepa mig.





laugardagur, 18. október 2014

Þakkæti.




Fékk mér þetta fyrir stuttu, enda á þetta við  mig og mitt líf. 



Mikið rosalega er ég dugleg að drita hérna fyrir ykkur fáu lesendur mína. Það sem er að frétta af mér er að ég er byrjuð í skóla og er þar búin að kynnast hópi af alveg hreint yndislegum manneskjum, get hreint út sagt að nokkrir séu eilífðar vinir mínir. 
Ég finn alveg rosalega breytingu á mér síðan fyrir 4 vikum síðan , auðvitað hafa þessar vikur verið ótrúlega erfiðar þar sem að það er komnar 4 vikur síðan elsku Ástríður mín fór og enn er það virkilega sárt án hennar enn ég hef þetta æðislega net þarna í skólanum sem heldur mér við efnið.
                              Það er langt síðan ég var í skóla enn ég man þó að aldrei hlakkaði mig til að fara í skólann. Ég hef ekki góða reynslu á skólagöngu, mikið einelti og fólk hélt sér í hópum og það var eins og maður þyrfti að sanna sig til að fá "inngöngu". 
En núna erum við bara ein heild þessi bekkur sem ég er í, það eru allir vinir. Í fyrsta skiptið á ævinni líður mér eins og ég skipti mjög miklu máli í lífi fólks, ekki misskilja mig ég hef ekki verið að íhuga sjálfsmorð á seinustu árum. Ég meina að ég finn vænt um þykjuna innan stofu bekkjarins, og ég finn að ég er að standa mig vel, þau eru æði.
                             Þetta er svart og hvítt frá mínum æskuárum , ég átti við mikið vandamál heima fyrir og það var nánast enginn sem ég gat leitað til sem ég treysti á öllum stundum. Ég fann fyrir mikilli höfnun bæði inn á heimili mínu og í skólanum, þetta voru skelfilegir tímar í lífi mínu og hugsandi til baka finnst mér ég algjör hetja að vera hér með hjartað pumpandi í mig lífi og vera ánægð með líf mitt. Ég hef þurft að þola margt á minni stuttu ævi og ég er að sjálfsögðu hlúa að þessum sárum mínum mis hratt, stundum kroppa ég það upp og leyfi því að blæða. Enn þá koma elsku vinir mínir og stöðva blæðinguna og hjálpa mér af stað aftur. 

                            Að mér skuli líða svona ótrúlega vel án þess að sýna elsku dúlluni minni hversu langt ég er komin er ótrúlega erfitt. Engu að síður vil eg trúa því að hún sé að passa upp á stóru frænku sína eins og ég gerði fyrir hana öll þessi ár. Án þess að hljóma klikkuð þá finn ég fyrir nærveru hennar á hverjum degi, hún er hjá mér alla daga og er að hjálpa mér að tækla nýju hindranir lífsins míns. Ég loksins komin á þann stað sem ég vil vera enn auðvitað er alltaf hægt að gera betur, ég veit hvað ég vil gera með líf mitt og ég læt ekkert stoppa mig. Fyrir þá sem vita það ekki þá hef ég ætlað mér í leikarann frá því ég var um 9-10 ára. Um daginn var ónefndur fjölskyldumeðlimur sem sýndi þessari starfsstétt algjöra vanvirðingu, fussaði og sveiaði yfir hvað ég væri að spá. Spurði einnig hvort ég væri bara að fara að læra þetta að gamni mínu, því það væri enginn peningur í þessu. Hver var að segja að það væri eitthvað málið? , 
Þegar ég stend og fer með línur á námskeiðinu mínu, eða þegar kennararnir mínir þylja yfir okkur æfingum þá er eins og ég sé LOKSINS ég. Ég hef verið að fela mig bakvið skjólvegg vafanns öll þessi ár, ég var bara alveg viss um að ég gæti þetta ekki og enginn myndi hafa trú á mér. 
Í dag er mér alveg sama, svo lengi sem ég hef trú á sjalfri mér þá skiptir engu máli hvað öðrum finnst.

Takk fyrir lesið <3 




                                                           

þriðjudagur, 16. september 2014

Elsku hjartað mitt..






Þann 12.september síðastliðinn kvaddi okkur yndisleg stelpa sem var og er mér óskaplega kær.
Ástríður Rán var frænka, vinkona, dóttir og móðir.
Ég hef ekki verið í miklu sambandi seinustu mánuði vegna hennar veikinda enn engu að síður reynt eins og ég gat að vera henni til taks.



Ég hafði trú á þér elsku ástin mín og þrátt fyrir lítið samband seinustu mánuði þá vil ég að þú vitir að mér þykir óendanlega mikið vænt um þig, þú varst uppáhalds frænka mín á æskuárum og hver man  ekki eftir ferðum okkar á hreggstaði fyrir vestan hvert einasta sumar!
Ég á margar sögur að segja frá þessum ævintýrum okkar í sveitina, við vorum ótrúlegir grallarar.
Þú varst svo ótrúlega mikil dama, enn á sama tíma alveg þvert á móti.
Ég sakna skemmtilegu tímanna okkar saman þegar við næstum ældum eða pissuðum á okkur úr hlátri og í þínu tilfelli þegar þú einu sinni ældir úr hlátri.
Þú hjálpaðir mér mikið þegar ég fór úr skelfilegu sambandi, þú gafst mér húsaskjól , reddaðir mér vinnu og lánaðir mér pening fyrir mat!
Ég hef verið þér ótrúlega þakklát og ég mun alltaf muna það.
Þú týndist elsku ástin mín , þessi svarti heimur gleypti elsku yndislegu stelpuna okkar og ég hef saknað þín í langann tíma.
Ég vona innilega að þér líði betur þar sem þú ert og ég vildi óska þess að ég vissi hvort þú sæir þetta svo þú vitir hvernig mér líður og svo þú vitir að ég elska þig.
Elsku frænka það verður alltaf staður í hjartanu mínu fyrir þig, nú ertu á betri stað!
Ég sit hérna dofin af sársauka og söknuði og reyni að sjá hvort ég muni einhverntíman verða heil eftir þennan missi , þú ert búin að vera partur af lífi mínu svo lengi sem ég man og það verður skrítið að vita til að þú sért farin. Það er eins og partur af hjarta mínu hafi dáið! <3






When i think of angels i think of you, and your flaming red head and the things that you do. 
I heard you had left no i couldn't be true when i think of angels i think of you .
Godspeed to you angel wherever you go, although you had left i want you to know.
My hearts full of sorrow i wont let it show, i'll see you again when it's my time to go. 

-Bið að heilsa Gísla afa ástin mín <3






fimmtudagur, 11. september 2014

OneTreeHill Madness!

Er orðin One Tree Hill sjúklingur enn á ný, enda búin með 4 seríur á mánuði þakka ykkur fyrir.
Þetta er orðið slæmt , ég hugsa um þá þegar ég vakna, vaki , sofna og í draumi!
Forgive me god ég veit ég á kærasta enn Chad Michael Murrey er stór ástæða fyrir þvi að ég er FÖST við sjonvarpið þegar þetta er i gangi. :P
Bara svona afþvi að mér leiðist svolítið í augnablikinu þá ákvað ég að búa til gif sögu um draumana mína upp á síðkastið og ég vil taka það skýrt fram að hver einasti draumur snýst um að ég er að leika á móti honum í bíómynd.

Þegar hann fer úr bolnum..
Verð ég svolítið spennt .....
Við dúllum okkur 
Og ég bara eitthvað .... Jeee i soo scored!
Svo vakna ég og fyrstu 2 mín er ég þunglynd.........
Enn þá geri ég mér grein fyrir að ég skoraði big time 2011 þegar ég fann besta kærasta í heiminum! Elska þig Halldór:*





mánudagur, 28. júlí 2014

Verum vakandi yfir hegðun hvors annars.

Hvenær er orðið of mikið af væli þegar maður finnur til allann daginn alla daga ?
Þekki nokkra einstaklinga sem gera miklu meira úr hlutunum heldur en þeir í raun og veru eru , smá verkur og maður fær að heyra það 15x á mínutu hversu vondir verkir eða erfiðir hlutir eru.
Enn líður mér betur ef eg kvarta yfir verkjum í baki, grind, hálsi, liðum eða hausnum? NEI!
Nú hef ég gengið í gegnum margt á minni ævi, heiftarlega mikið höfnun sem ég hef upplifað af hálfu vina, fjölskyldu og fleirum. Ég var í fullri vinnu í því að kvarta og kveina yfir öllu og varð svo skelfilega meðvirk ef mínir nánustu gengu í gegnum eitthvað erfitt svo lífið snérist um að vera pirraður , kvartandi og vælandi!
Þegar ég var ólétt lenti ég í því að barnsfaðir minn snérist við á punktinum og vildi ekki taka neinn þátt í neinu, ég tók þá ákvörðun að hætta að vera í þessu rugli og væla!
Ég fór að óskum hans og bara hreinlega lét hann alfarið í friði, ég sendi honum einstöku sinnum sms þegar ég hélt að ég myndi fara af stað sem gerðist oft. Ég viðurkenni nú samt að ég grét oft því þetta var erfitt og ótrúlega sárt fyrir mig að ég þurfti ein að ganga í gegnum þennan hrilling. Þegar ég segji hrilling þá er ég ekki að meina að það sé skelfilegt að vera ófrísk heldur var þessi meðganga mjög erfið, enn ég gaf mig ekki ég auðvitað hafði yndislega kærasta minn mér við hlið sem hjálpaði mjög mikið.
Ég byrjaði svo aftur að væla og ég er að kveikja núna loksins að þetta þyðir ekkert að standa endalaust og telja upp og rífa gömul sár og tala um hlutina eins og þeir séu að gerast NÚNA!
Það eru nokkrir sem ég þekki sem eru enn svona og ekki er hægt að tala við þetta lið og segja því að hætta, að standa í fórnalambs leiknum allt sitt líf tekur meiri orku frá þér heldur enn að þrífa 3 einbýlishús og elda mat fyrir 14 manns. Notaðu þessa orku meira til góðs, ekki velta þér upp úr fortíðinni, hvað fólk er að segja við þig eða um þig. Og fyrst og fremst ekki vera meðvirk/ur!
Það getur vel verið að ég taki einn og einn dag þar sem ég væli enn ég veit sjálf að mér fer batnandi og ég elska það!

sunnudagur, 6. júlí 2014

Stefnumótafræði






Ég var að kjamsa á kjúklingavængjum og varð eins og trúður í framan af sósu og fór þá að hugsa með mér hvernig mat maður á alls ekki að borða á fyrsta stefnumóti með einhverjum. Nú er langt um liðið síðan ég fór á eitthvað svo kallað stefnumót enn ég veit þó að það er margt sem að má sleppa að gera í fyrstu kynnum. Single fólk , takið nú grant eftir og farið eftir þessu.

 Ég ætla að byrja á hvað maður á ekki að borða.


Ég veit ekki með ykkur enn þetta finnst mér ansi subbulegur matur, ég elska flest allt svona. Enn ef ég þekki ekki fólkið við borðhaldið þegar ég borða þetta verð ég taugaóstyrk og nýt þess ekki því ég er svo óttalega mikil subbukona. 
Þarf nú ekki að segja meira, buffaló vængir er eitthvað sem þú borðar bara með einhverjum sem þú þekkir, sóðaskapurinn er skelfilegur. Mér finnst þeir alveg fínir þegar þeir eru ekki of sterkir með gráðostasósu , en þetta er að vísu svo sóðalegt að stundum nennir maður ekki að standa í því að borða þetta.
Maíistönglar, úff! Ég fæ mér oft svona með kjúkling og það klikkar ekki að smjörið leikur niður hökuna svo ég lít út eins og smjörbarn og svo er maður allt árið að ná þessu úr tönnunum á sér. Ekki heillandi!

Þarf maður að útskýra afhverju þetta er "bannað"? . 


Næsta sem mig langaði að tala um er hvað maður segjir ekki á fyrsta stefnumóti, því eins og flestir vita þá skipta fyrstu kynni alveg rosalega miklu máli og ef maður klúðrar þeim þá er mjög oft erfitt að taka það til baka.

1.Ég held ég elski þig

Ted Mosby sindrom, not hot þetta er fyrsta stefnumót við þekkjumst valla!

2.Við myndum búa til falleg börn. 

TURN OFF! Þetta hringir einhverjum bjöllum að manneskjan sé ansi despret að komast í samband NÚNA bara til að fjölga sér.

4. Ætlaru nokkuð að drepa mig? Ég fýla ekki internet morðingja

Öhm , nei ertu heimsk/ur , þegiðu!

5. Sálfræðingurinn minn segjir að ég eigi að hætta að tala við fyrverandi! 

Vá , frábærar fréttir. Og hvað er ég þá að gera með þér hérna ef þú ert svona obsessed af fyrverandi.

6. Þú ert of sæt/ur til að vera einhleyp/ur
Já eins og útlitið sé það sem komi manni í samband? , er George Clooney ekki single ? I rest my case.

7. Hversu mörgum hefuru sofið hjá á einkamál?
Hvernig er það þitt mál , ekki einu sinni kemur það þér við þó við byrjum saman eftir þetta stefnumót og giftum okkur!

8. Ég er að spá í að flytja til útlanda, get ekki verið kjur á sama staðnum.

Heyrðu ok , takk fyrir að gefa mér vonir!

9. Fyrverandi sagði alltaf.........

Leyfðu mér aðeins að stoppa þig og segja þér að mér er drullu sama hvað fyrverandi þín/þinn sagði. Þú ert hér með mér!

10.Hefuru einhverntíman hugsað þér að missa nokkur kíló?

REIKNINGINN TAKK!



Ég er afar þakklát að þurfa ekki að standa í þessu veseni lengur, ekki það að maður sé búin að binda tvöfaldann hnút á sambandið enn ég er samt sem áður verulega ánægð. Þetta stefnumóta vesen er skemmtilegt í miklu hófi, sérstaklega þegar maður lendir á einmitt þeim sem að gera alla hluti sem ekki á að gera á fyrsta stefnumóti. Ég viðurkenni að ég hef farið á stefnumót sem endaði með því að ég þurfti liggur við að fara í 5 fallda sturtu til að skola það af mér útaf viðbjóði.
Some people are just pure pigs!
Ætla að taka eina kennslustund í viðbót, og það er það sem þú átt helst ekki að gera á stefnumóti.

EKKI tala um kynlíf, það gerist ef að stefnumótið gengur vel!
Ekki mæta full eða verða full!
Ekki tala um vandamálin þín, skildu þau eftir heima.
Alls ekki mæta seint, það er nógu mikil spenna og kvíði fyrir kvöldinu ekki kvelja hinn aðilann meira. 
Mættu snyrtileg/ur til fara!
Ekki daðra við aðra einstaklinga eða horfa annað á meðan á stefnumótinu stendur, mundu þú ert að reyna að fá þessa manneskju til að verða hrifin af þér. Sýndu þá manneskjuni hvers verð/ur þú ert!
Ekki kíkja stöðugt á klukkuna þó þér leiðist stefnumótið!
Og til ykkar stelpna! EKKI gleyma að raka sig, þið vitið aldrei hvernig þetta kvöld mun enda ;)



Held þetta sé komið nóg af fróðleik í bili! :)

Kveðja .

Unnur  ! :)





þriðjudagur, 1. júlí 2014

Hringurinn um landið. "800kr fyrir að sjá drullupolla í 100 gráðu hita!"






Þessir litlu fíflar slaka á við Goðafoss, fannst þeir svo slakir og flottir að ég ákvað að smella mynd af gleðskapnum þeirra.
Þá erum við komin heim úr hringferðinni miklu, þetta var vægast sagt frábært. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu fallegt landið okkar er, eina sem fólk virðist muna er bara hvað við erum með ömurlegt veðurfar og pirrandi túrista sem að stoppa á blindhæð fyrir framan einbreiðarbrýr og taka myndir án þess að setja hassart ljósin á. Enda ekkert skrítið ef ég mætti afsaka þessa turista, við eigum svo fallegt landslag! Þessi fjöll og allir þessir jöklar eru algjört spari, við erum aðeins um 300.000 manna þjóð og það koma þrefallt - fjólfjallt það af túristum til landsins ár hvert! Það segjir okkur bara hversu eftirsótt og falleg þessi blessaða eyja er.

Gjaldskilduvagnarnir .
Á mývatni eru jarðböðin sem ég hef reyndar farið í þegar það var frítt, og mér fannst það enganvegin sérstakt. Núna kostar það þúsund kalli minna en að fara í bláa lónið. Það finnst mér allt of mikið!!
Svo eru hverir og krafla þarna rétt hjá og við komum svo að gjaldvörðum vera að rukka inn. 800kr fyrir að sjá drullupolla í 100 gráðu hita! Glætan, ég er alls ekkert nísk í ferðalagi því ég vil njóta þess enn mér finnst þetta bara svo asnalegt að ég hefði ekki einu sinni haft samvisku í það að standa þarna og rukka fólk þí ég fengi borgað fyrir það. Svo hef ég lika seð þessa hveri áður svo ég var ekki að fara að borga mig inn á eitthvað sem ég hef séð frítt áður, enn kröflu hef ég ekki séð áður, ég var samt ekki að fara að borga 800 kr að sjá eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni hvort væri þess virði.
Dettifoss var svo á næsta leiti , enn gjaldfrjálst að sjá hann að minnsta kosti þetta árið stóð á skiltinu sem betur fer enn ég hefði samt borgað mig inn til að sjá hann , þetta er einn flottasti foss sem ég hef séð, ef þið hafið ekki séð hann þá mæli ég með því. Vatnsmagnið er rosalegt , enda vatnsmesti foss í evrópu! 


Ég og Halldór með dettifoss í bakgrunn :)

Næst á ferðarplaninu frá þessu voru Egilstaðir í Atlavík sem er tjaldsvæði rétt fyrir utan bæinn með fram lagafljóti, ótrúlega fallegt.
Við urðum líka svolitið heppin að það var toffærukeppni á Egilstöðum daginn eftir svo við sváfum bara út og skelltum okkur á keppnina daginn eftir. Ég sá ekki eftir þeim 3000 kalli ( 1500 kr á mann ) . Það var ótrúleg upplifun að fá að vera á staðnum og sjá þetta allt saman , ég man eftir mér þegar ég var lítil með laugardagsnammið í kjöltuni að háma í mig apaskít og sígarettur ( nafnið á uppáhaldsnamminu mínu) og drekka appelsín með lakkrísröri og horfa á toffæruna í sjónvarpinu. Þá hélt ég alltaf með kókómjólkurbílnum eins og örugglega margir krakkar frá þessari kynslóð gerðu, ég var ansi fúl að fá ekki að sjá hann var að vonast til að hann væri enn í umferð enn ég fékk í staðinn að sjá "Strumpinn" blár og flottur bíll með fullvaxinn strump í farþegasætinu. Það þótti mér ekki leiðinegt! 
Strumpurinn!


Eftir þessa keppni voru austfirðirnir þræddir , þetta var ótrúleg upplifun. Þessi fjöll og þessir litlu bæjir sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Fjöllin himin há , massív og stútfull af fossum!
Við tókum oft bara stopp og tókum myndir eins og verstu túristar með kortið á loft til að sjá hvar við værum nákvæmlega, enn við fundum þó viðeigandi staði til að stoppa á svo það er strax orðið betra.
Enda staðurinn var Lambhús sem er tjaldsvæði 30km frá Höfn! Við ætluðum aðeins að kíkja a hátíðarhöldin á humarhátíðinni á Höfn og sofa þar um nóttina en það var aðeins of mikið rok svo við nenntum því ekki , það var kanski ekki rok þar sem við enduðum enn við vorum samt sem áður 1-2 tíma að kynda upp í einnota grillinu sem við keyptum á sjoppuni á Höfn, það var meira ævintýrið! Við vorum orðnir glorsoltin og vorum næstum búin að taka lambasneiðarnar og éta þær hráar og láta okkur bara hafa það enn eftir margar tilraunir og miklar pælingar tókst það að lokum. Og þegar við loks fengum að borða þá lygndi og það varð það gott veður að við gátum spilað úti , tókum nokkra kan kan í rólegheitum þar sem halldór hélt bara áfram að busta mig hvað eftir annað.

Daginn eftir var svo ferðinni heitið heim á leið eftir skemmtilega ferð,  enn ferðalagið var ekki alveg búið auðvitað stoppuðum við á jökulsálóni það var seinasti áfángastaðurinn sem mér finnst merkilegur , enda er þetta eitt það fallegasta sem hægt er að sjá á þessu skeri! :)
Ætla þá líka að enda þessa bloggfærslu á fallegri mynd yfir lónið sem við tókum, takk fyrir að lesa :)












fimmtudagur, 26. júní 2014

Bland.is hið heilaga land.



Ég varð fyrir svolítlu í gærkvöldi sem ég er ekki enþá alveg að skilja, þannig er mál með vexti er að systir mín er ófrísk með sitt fyrsta barn og er á götuni. Hún er ekki komin með neina íbúð og það gengur eitthvað illa hjá henni að finna íbúð, sérstaklega þar sem hún er með 3 ára tík með sér.
Ég var að reyna að hjálpa og var að skoða og leita af íbúðum fyrir hana eins og ég geri annað slagið þegar eg fer í tölvuna , og í þetta skiptið ákvað ég að drita niður "óska eftir" þráð á bland.is.. enn þar uppgötvaði ég að það kostaði að óska eftir hlutum heilann 1000 kall. Ég er ekki nísk , enn að fá að henda inn 30 orða færslu fyrir 1000 kall er geðveiki.
Ég fór þá á er.is dálkinn þar sem fólk ræðir allt á milli himins og jarðar, og ég skellti inn auglýsingu eins og hún hafi skrifað þetta sjálf. Sagði hver staðan væri og óskaði eftir að fólk myndi kanski hafa augun opin fyrir henni! Einu svörin sem ég fékk var að ég (hún) væri ekki í neinni stöðu til að vera með hund ég ætti bara lóga henni á stundinni. Who died and made you queen of the universe??
Það var þó ekki nóg með það heldur var færsluni eytt af notendum bland, hún átti víst að þykja óviðeigandi umfangsefni inn í þennan flokk að þeirra mati.
Ok let me get this straight .... Það er rætt um kynsjúkdóma, vagínur, tittlinga, kynlíf, sambandserjur, framhjáhald, veikindi barna ofl. Enn ÞETTA var óviðeigandi??
Ég sá tildæmis bara núna pistil frá manneskju sem er að segjast vilja drepa sig, hvernig á það meira heima þarna inn á enn ein lítil færsla um manneskju sem er að reyna að leita að húsnæði fyrir sig og barnið sitt???
Helfvíti er þetta heilagt segji ég nu bara. ;)

Enn takk fyrir að lesa kæru vinir , ég er að fara að skella mér hringinn í kringum landið í dag í mitt fyrsta skipti svo ég hlakka rosalega til .
Kem von bráðar með fleiri blogg er að reyna að vera dugleg..


Unnur

sunnudagur, 15. júní 2014

Mín IDOL - “If you can't get a miracle, become one.”

Langaði svolítið að ræða um idolin mín í lífinu, þar sem að ég er komin í mikla vinnu að skipuleggja næstu skref í draumnum mínum sem leikkona þá reyni ég að fá innblástur frá þessum einstaklingum sem ég lít upp til.
Það eru þó ekki margir..










Selma Björnsdóttir

Þessi kona hefur verið stór hluti af lífi mínu með það að gera hversu mikið ég vildi bara hreinlega vera hún í húð og hár síðan ég var 9 ára.
Ég sá ekki sólina fyrir henni og byrjaði að syngja og þykjast vera að troða upp fyrir fullu leikhúsi inn í herbergi sum kvöld heima, þarna kviknaði þráin um að verða leikkona. Selma er ekki bara leikkona heldur hefur hún farið 2x í eurovision, hún leikstýrir, heldur tónleika, ferðast út um allann heim og samt er hún 2 barna móðir. Algjör ofurkona!

Demi Lovato 
Þessi unga kona er algjör gullmoli, hún er góð fyrirmynd allra ungra stúlkna í heiminum. Held það séu fáar sem eru betri fyrirmynd en þessi. Ekki er hún aðeins alveg ótrúlega hæfileikarík heldur er hún líka með funheitar hjartarætur. Þessi stelpa hefur gengið í gegnum mikið þunglyndi, anorexiu og einelti og hún er baráttumanneskja eineltis í heiminum og stofnaði líka samtök sem heita "mean stinks". Þar sem ég þekki bæði andlega vanlíðan og einelti þá ber ég mikla virðingu fyrir henni , hún er ótrúleg hetja.
Hún er með tattoo sem segjir "Now i am a warrior" sem skilgreinir hversu mikið hún hefur þurft að díla við. Bara glæsileg!



Nick Vujicic

Þessi maður er ofurhetja, hann fæddist með enga útlimi og átti erfitt með að allt sitt líf. Þegar hann varð 19 ára ákvað hann einn daginn að láta þessa fötlun ekki koma í veg fyrir að eiga líf. Hann ferðast núna út um allann heim og er með kvetjandi ræður til fólks á öllum aldri til að sýna þeim fram á að allt er hægt ef baráttuviljinn er fyrir hendi. Þessi maður er giftur fallegri konu sem elskar hann otrulega mikið og hann á litla stelpu. Það eru ótrulega margir sem halda að ef þú ert veikur að engin geti elskað þig, það er ekki satt. Eina sem þu þarft að gera er að kunna að lifa með sjúkdómnum og aðstæðum alveg sama hvaða veggur kemur þá finnur maður bara leið til að brjóta hann niður. Ég ætla að enda þetta blogg á nokkrum lífsmottóum hans.


“If I fail, I try again, and again, and again. If YOU fail, are you going to try again? The human spirit can handle much worse than we realize. It matters HOW you are going to FINISH. Are you going to finish strong?” 

“Don't put your life on hold so that you can dwell on the unfairness of past hurts.” 


“If you can't get a miracle, become one.”


“Some injuries heal more quickly if you keep moving.”


-Unnur









mánudagur, 9. júní 2014

Þú veist ég þrái .... að slá í gegn!

Nú er sumarið gengið í garð ,ég elska sumarið þó svo að það komi ekki sól. Auðvitað hata ég ekki þessa yndislegu sólardaga enn samt er eitthvað við sumarið sem ég bara hreinlega elska, og ég veit að ég er ekki ein um þetta það elska nu frekar margir íslendingar sumarið því það eru nú aðeins 3 mánuðir á ári þar sem nagladekkin og ullasokkarnir fara á hilluna.
Sumarið hjá mér verður vonandi eitthvað meira enn síðasta sumar, þó að síðasta sumar hafi verið ágætt enn við fórum ekki mikið.
Þetta sumar ætlum við að fara hringinn í kringum landið sem ég hef aldrei gert áður svo ég er að kafna úr spenningi, fer á ættarmót, kiki eitthvað vestur í sveitina til tengdó og til pabba og hitta bræður mína flottu, jökulsálón hátíðin er svo í ágúst og svo er auðvitað vinur minn hann Justin Timberlake að spila 24.ágúst ég missi auðvitað ekki af því :D .
Enn svo er barnið mitt 3 ára 29.Ágúst!!!!!!!!
Þetta er svo fljótt að líða! :)

Ég hef ekki verið dugleg að drita hérna inn þar sem líf mitt er ekki frásögufærandi alla daga ,
enn ég get samt sem áður deilt því með ykkur að ég fór á leiktæknskóla í apríl sem var þvílík snilld.
Ég hef alltaf haft leiklistina bakvið eyrað enn bara ekki haft trú á mér að ég geti það , eftir 2 tíma í þessum skóla öðlaðist ég trú á sjálfri mér. Ég fór strax að heilastorma mig og hugsa alla möguleika til að komast nær því að verða leikkona, svo já ég get loksins svarað spurninguni "hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin "stór?" ... Leikkona er svarið!
Ég sótti um í skóla í haust til að reyna að komast nær þessu markmiði en auðvitað fékk ég eina ferðina enn "hafnað" á umsóknina mína 5.skiptið í röð. Þá varð êg heiftarlega reið og hringdi upp í skólann og fékk viðtal hjá námsráðgjafa, hún varð alveg miður sín og ætlar að gera allt sem að í henni valdi stendur til að koma mér að í skólanum svo ég geti nú komist í Lhí eða Kvikmyndaskólann fyrir þrítugt.
Er ótrúlega spennt fyrir sumrinu, haustinu og líka vetrinum þar sem það stendur til að fara til Dubai!
Allt að gerast!


...
Unnur að slá í gegn
! :)

föstudagur, 23. maí 2014

Ebay Föstudagur!





Stundum tek ég upp á því að skoða ebay og amazon til að sjá hvort augað finni ekki eitthvað rosalega mikilvægt sem ég bara "VERÐ" að eignast. 
Skemmtilegt nokk , ég lenti á ansi sérstökum hlutum sem mig langar að deila hérna með ykkur. 




Flæktist þessi í fiskenetinu ?
????
Ekki fyrir mig. . 

Læt þetta flakka með en þetta er eitthvað sem ég ætla að eignast í eldhusið mitt, Avakado Slizer. Algjör snilld fyrir þá sem nota mikið Avakado. 

Eynhyrningstaska 7USD. Myndi maður? Já kanski fyrir grímuball. ;)



Hverju ætlaru að koma í þetta veski?, einum 500 kalli brotin 5x saman? 10USD



Ég viðurkenni að þessi er kanski alveg svolitið cool , en samt ég myndi ekki fyrir mitt litla líf vera með hana á mér.




Ekki varð það fleira í þetta skiptið.

Verið heil , verið sæl og ekki gleyma allir eiga að vera vinir. 

Kv.
Unnur