mánudagur, 1. janúar 2018

2018 - Ný byrjun enn einu sinni.

1.janúar enn og aftur runnin upp, fyrsti dagur ársins sem margir sjá sem opin hurð tækifæranna og margir ákveðnir á að vera trúir sjálfum sér og strengja áramótaheit. Áramótaheitin geta verið af þeim toga að fara í ræktina, borða hollar, spara peninga, ferðast meira, hætta að neyta tópaks og margt fleira. Í mínu tilfelli er það ekki flókið ég ætla bara að reyna eftir bestu getu að njóta þess, eyða hverjum degi eins og hann sé sá síðasti. Ég ætla ekki að láta koma illa fram við mig, láta litla hluti skemma fyrir mér heilu dagana eða að halda aftur af mér því ég hef ekki trú á sjálfri mér. Ég hef í nokkur ár núna unnið vel í sjálfri mér bæði innan sem utan og hef séð það að maður verður að hugsa um bæði hugarfar sitt og sig sjálfann fyrst og fremst. 

Byrjun janúar hefur yfirleitt verið erfiður tími fyrir mig og mína andlega heilsu, einfaldlega vegna þess að í flestu skiptin hafa þau byrjað á einhverjum leiðindar atvikum líkt og að vera sagt upp í smsi á gamlárskvöld, tilraun til nauðgunnar, fengið slæmt þunglyndiskast, verið heimilislaus og fleira. Byrjun janúar er aldrei minn tími og er dagurinn í dag engin undantekning virðist vera en því ætla ég að breyta! Ég ætla ekki að láta neitt stöðva þau forréttndi að eiga heilbrigt fallegt barn, yndislegann mann og ég er að standa mig vel í Háskóla þrátt fyrir að vera fárveikur einstaklingur. Ég á það til að taka ýmislegt
,,heimskulegt" persónulega og láta það hafa áhrif á þetta nánast fullkomna heimilislíf sem ég get verið stolt af. Ég ræð ekki við það en áramótaheit mitt er að reyna eftir bestu getu að breyta því. 



Andleg veikindi
eru erfiðari en margann grunar, andleg veikindi geta skemmt ýmislegt fyrir bæði sjúklingum og aðstandendur þeirra. Andleg veikindi í hvaða mynd sem hún er er bæði mannskemmandi og dýrt fyrir samfélagið. Hvað er þá hægt að gera? Ég persónulega hef ekki fengið nægileg úrræði til að bæta mína líðan þó ég viti af sálfræðingum hvaðan af á landinu þá á ég sem sjúklingur af krónískum verkjum ekki efni á að sinna báðum kvillum. Afhverju getur ríkið ekki lagt meira fjármagn í að sinna andlegum veikindum einstaklinga? Hver er munurinn á því að vera  veikur andlega eða líkamlega? Þetta er sjúkdómur eins og allt annað! 

Með kveðju