sunnudagur, 18. janúar 2015

Nútíma Samfélag - Útlitsdýrkun!

Ég skrapp í miðbæ Reykjavíkur í gær á skemmtistaðinn Austur með frænku minni sem er gullfalleg stelpa. Í gegnum árin sem ég hef farið niðrí bæ þá hef ég lent í skemmtilegum samtölum við ókunnuga og kynnst fólki. Ekki að ég sé að biðja um það þá hefur yfirleitt allavegana 4-5 strákar reynt við mig eða allavegana haft áhuga á að spjalla við mig og líta við mér. Í gær var djammið hinsvegar allt önnur reynsla, ég var fyrir það fyrsta of edrú fyrir Austur þarna á þessu kvöldi þar sem nánast allir með tölu voru í leiðinlegu ástandi, leiðinlega fullt, með óþarfa troðning og stæla. Ég fékk á tilfininguna þegar strákar litu á mig þá horfðu þeir með viðbjóð í huga, ég hugsaði með mér að það væri örugglega bara ýmindun í mér því ég er rosalega meðvituð um 10 kg sem ég hef bætt á mig seinustu mánuði vegna áfalls og streitu. Ég hinsvegar lét það ekki trufla mig mikið og skemmti mér á meðan allir strákar köstuðu sér fyrir frænku minni eins og einhverjir slefandi hundar. Á tímabili var ég farin að halda að hún lyktaði af bjór og beikonborgara, því það var jafnvel farið að bíta hana. Það var þá ekki fyr en ég sá ótrúlega flinkann strák sem dansaði og breikaði um gólfin og mér fannst rosalega spennandi að fylgjast með. Vinur hans leit á mig og sá að ég horfði aðeins til þeirra og hann ýtti við dansaranum og benti á mig og gaf honum merki um að ég væri til í hann og hann vinurinn sagði mér með höndunum að ég ætti að koma og ég hristi hausinn. Dansarinn hinsvegar hristi hausinn eins og brjálæðingur og kúgaðist og allir í vinahópnum litu á mig og hlógu.
Þarna var djammið mitt ónýtt!!
Ég sá þarna að ég var greinilega ekki að ýminda mér viðbjóð í augna strákana á klúbbnum, ég var augljóslega ekkert augnkonfekt.
En greinilega bara algjört freak! Ég stóð fyrir framan spegil í klukkutíma og gerði mig sæta, ég klæddi mig í fín föt og var að skemmta mér. Afhverju fær maður ekki bara að skemmta sér án þess að fólk sé að sýna manni hversu ógeðslegur maður er, hvert er heimurinn að fara ? Þegar ég var 15 kg léttari var þetta aldrei svona! Ég hef að sjalfu sér tekið eftir þessu áður í litlu magni, en í þetta skiptið fékk ég nóg. Ég trúi ekki að ég sé svona ólystug!

Af gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er ekki að reyna að láta vorkenna mér á neinn hátt heldur er ég að koma fram staðreyndum á nútíma samfélagi. Útlitsdýrkun er orðið slæmt fyrirbæri og ég sit hér eftir þetta og langar helst bara að svelta mig næstu tvær vikunar. Þetta virkaði á mig og mér líður ekki vel. 
Passið ykkur hvernig þið komið fram, útliði SKIPTIR EKKI máli!!! 


mánudagur, 5. janúar 2015

Árið mitt.

Sæl veriði og gleðilegt nýtt ár kæru lesendur.
Nú er komið nýtt ár með nýjum og spennandi tækifærum, liðna árið mitt var spennandi, erfitt og krefjandi og ætla ég að rifja upp það sem stóð hvað mest upp úr.
Í janúar fyrir ári síðan fór ég til Boston, mig hefur alltaf dreymt að fara til Ameríku. Og þessi ferð stóðst allar væntingar og rúmlega það. Allt svo ódýrt og ég verslaði af mér rassgatið, maturinn var líklega það besta við þessa ferð. Ég er soddan matgæðingur og elska að elda og borða góðann mat, og maturinn þarna alveg sama hvert ég fór stóðst allar væntingar og alltaf fékk maður frábæra þjónustu. 5 stjörnur á Boston og allt sem því tengist <3
Þrátt fyrir ótrúlegann kulda og svokallaðann snjóstorm eins og Ameríkanar vilja víst kalla það var farið í dýragarð í mitt fyrsta skipti og fannst mér ekkert smá spennandi að sjá ljón, tígrisdýr, górillur ofl. Svo sá ég líka hákarla, mörgæsir og sæljón á sædýrasafni borgarinnar. Það sem stóð mest upp úr var hótelið hversu frábær þjónustan var og auðvitað má ekki gleyma starbucks sem er það besta sem ég hef smakkað.




Í febrúar fékk ég loks staðfestingu á öllum slappleika sem hefur hrjáð mig allt mitt líf og eins og flestir vita þá var það þessi bölvaða Vefjagigt. Ég læt það hinsvegar ekki á mig fá og reyni hvað mitt besta að standa með höfuð hátt og reyna að lifa með þessu eftir bestu getu.


Í apríl kom vinkona mín hún Lára í heimsókn og við skemmtum okkur konunglega það stutta sem hún stoppaði. Mikið hlegið og skemmt sér og ég vona að ég fái að hitta hana fljótlega aftur. Í sama mánuði fór Óli Freyr frændi minn sem var yndislegur strákur í alla staði, hann var glaðlegur og skemmtilegur, hann átti allskyns hrós-orð til handa manni og lét manni alltaf líða eins og drottningu. Hefði vilja þekkja hann meira, en samt sem áður var það skelfilega erfitt að kveðja elsku engilinn. Þessi mánuður var augljóslega svakalega stór og mikill því ég er ekki búin en einnig í þessum mánuði fór ég í Leiktækniskóla Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachman. Sem var yndisleg reynsla og ég kynntist ótrúlega skemmtilegu fólki og greip mig gjörsamlega. Endurvakti gamlann draum sem hafði hvílt sig á bakvið eyrað að verða leikkona. Svo fór ég til London í mitt fyrsta skipti, fór á Arsenal leik og skemmti mér ótrúlega vel. Boston ferðin var reyndar mun betri, þjónustan var glötuð á flestum stöðum, fólk dónalegt og London gjörsamlega of lítil fyrir allt fólkið sem var á götunum. Mér líður ekki vel í miklu margmenni, hvað þá þegar maður getur varla dregið andann án þess að anda að sér andardrætti næsta manns eða mengun. En leikurinn var algjör upplifun, og einnig fannst mér ótrúlega gaman að fara á Maddam Tussauds. Svo má ekki gleyma Starbucks. <3

Óli Freyr :*





Lára mín <3

Ég og leiklistarstúlkurnar mínar.



Sumarið var svo margt gert. Hringferð um Ísland, ættarmót ofl...... :) 
Hér koma nokkrar uppáhalds af sumrinu. :) 





September , það er mánuður sem mótaði gjörsamlega hvernig mér líður í dag. Í þessum mánuði urðu yfirgnæfandi miklar breytingar og ég stend enn og jafna mig á þessu í svo miklu mæli að það myndi engin trúa því. Þann 12.september 2014 kvaddi manneskja sem hefur verið hluti af mér svo lengi sem ég man, hún var aðeins 22 ára gömul. Svo dugleg stelpa sem átti svo mikið eftir í fararveskinu en gafst upp vegna myrkurs eiturlyfjanna. Ég elskaði hana óskaplega mikið og ég á enn þann dag í dag erfitt með að sætta mig við að hún sé í raun farin. Þrátt fyrir að ég hafi kysst hana bless í kistulagninguni þá finnst mér ekki að ég hafi náð að kveðja nóg. Ég græt enn á kvöldin og mig dreymir hana aðra til þriðja hverju nótt og er hún alltaf efst í huga mér. Ég hugsa alltaf og reyndar þá gerði ég það alltaf þegar hún var á lífi "Hvað ætli hún segji við þessu, langar rosalega að hringja í hana". Ég hef aðeins einu sinni farið að leiði hennar eftir jarðaförina því ég treysti mér ekki til þess, ég fór rétt fyrir jól og ég grét óstjórnlega yfir gröfinni hennar. Enn þrátt fyrir þetta áfall þá stóð ég mig í skólanum og á leiklistarnámskeiðinu sem ég var búin að lofa mér í, ég lagði minna í leiklistarnámskeiðið viðurkenni það enda erfitt að gera allt í einu, en ég byrjaði í skólanum og á námskeiðinu allt á svipuðum tíma.

Við ungar og sætar , þarna byrjaði okkar langa ferðalag sem frænkur og sálufélagar. Við stóðum saman í einu og öllu og mörg prakkarastrik sem til eru í minningarbankanum. 
Skessuhátur, rautt hár,
prakkarastrik og djúp sár.
Falleg sál og fyndin varst,
en útlitið var orðið svart.

Í minningu þú lifir enn, 
og mun ég hitta þig senn.
Á himnum ertu engill sá, 
sem allir munu dýrka og dá. 

Höf: Unnur Edda(ég). 
Þetta lýsir henni nákvæmlega. 



Í nóvember komu útlendingar í heimsókn, og var farið útum allt með þá til að sýna þeim Íslenska náttúru. Enda urðu þau dolfallin og ástfangin af þessu landi okkar. 



Ég kláraði skólann með promp og prakt, fékk góðar umsagnir frá kennurum, skilaði öllu á réttum tíma. Fékk 10 fyrir ritgerðir og verkefni og var til fyrirmyndar. Ég fékk þann heiður að standa uppi fyrir stórum hópi og ávarpaði fyrir honum reynslu mína á náminu. Fór þó ekki í það að hafa misst hana Ástríði mína sem á köflum gerði námið óyfirstíganlegt. En það sem hjálpaði var stuðningur sem ég fékk innan veggja bekkjarins og trúi ég að ég hafi eignast vini þaðan sem munu vera það til langstíma. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta ár og loks er ég komin á þann stað sem ég vill vera, er komin af stað í námi loksins og er komin með allskyns hugmyndir um hvernig ég vill halda áfram námi. Ég ætla að sækja allann þann rétt sem ég á inni og reyna hvað ég get til að láta draumana mína rætast. Ég ætla að gera það fyrir mig, fyrir fjölskylduna mína og fyrir Ástríði. 
Lífið er of stutt til að sóa því í eitthvað sem maður sættir sig einnig við, maður verður að gera það sem gerir mann hamingjusamann. Ekki láta neinn draga þig niður, gerðu það sem þig langar að  gera! 



Takk fyrir og enn og aftur gleðilegt nýtt ár:*