fimmtudagur, 30. janúar 2014

Nýtt Upphaf

Það er janúar sem þýðir að það er tilvalið að reyna að henda sér í "markmið" eða eins og flestir kalla "áramótaheit".
Eitt af mínum snilldar markmiðum var að gera eitthvað nýtt og sjá hvort ég héldi mér á floti í þessu "nýja",
svo ég ákvað að byrja að blogga.
Blogg eru ekki ný fyrir mér , sem unglingstúlka var ég dugleg að rita niður óra langar færslur um nákvæmlega ekki neitt.
Enn þessi færsla verður ekki alveg þannig, ég ætla að byrja þetta markmið á að tala aðeins um sjálfa mig og tala um mitt líf og mínar aðstæður í lífinu.


Unnur Edda heiti ég og er fædd og uppalin í Stykkishólmi á Snæfellsnesi.
Ég á 4 bræður og eina systir og er númer 3 í röðinni.
Mikið flakk hefur verið á spússuni eftir 10.bekkinn og lenti í ýmsu og kynntist heilli gommu af fólki og endaði á að búa í hinni fögru Reykjavík.
Ég er á mínu 25. ári og ég hef fengið einhvern skammt af strákaveseni þangað til að ég hitti einmitt rétta slímuga froskinn sem reyndist vera algjör draumur í dós, þann 16.janúar 2011 byrjuðum við saman.
Ég á einn yndislegann mola sem fæddist sama ár í ágúst enn ekki með kærastanum mínum, enn þessi yndislegi drengur hefur komið elsku stráknum mínum í föðurstað og stendur sig alveg hreint glimrandi vel í því hlutverki. Svo á hann auðvitað frábærann blóðföður líka svo hann fær tvöfalldann pabba skammt.

Enn nóg um þetta, ég vil einblína þessu bloggi allra helst á mitt heilsufar því ég nenni ekki að þurfa að endurtaka þetta oft.
Þannig er mál með vexti er að þegar ég er 13 ára þá byrja ég að fá óútskýranlega verki í hnén, axlir og alla liði og ekkert gat neinn læknir fundið út. Upp kom óútskýranlegt exem og mjólkuróþol seinna meir,
ég varð viðkvæm fyrir öllum snertingum og svefn var ekkert lamb að leika við.
Með þessu móti hef ég átt erfitt með að halda mér í skóla eða vinnu frá 13 ára aldri, enn var spurt hvort ég væri veik?? Nei Unnur var bara aumingi.
Þunglyndi og kvíði hefur verið mikill vandi hjá mér enn hefur verið erfitt fyrir mig að viðurkenna að ég þurfi hjálp við það þar til núna. Ég vill gott fyrir minn mann, barn og sjálfa mig, til þess að gera það verð ég að hjálpa sjálfri mér.
Það var ekki fyr enn í Október síðastliðinn eftir margar læknisheimsóknir síðustu ára sem ég var greind með mjög slæma Vefjagigt aðallega vegna þess að ég kannaði málið í netheiminum og bað lækni um að skoða mig ítarlega í því máli. Og til að bæta gráu ofaná svart er ég líka með B12 skort, og þeir sem eru með Vefjagigt & B12 skort þeir vita hvað ég meina þegar ég segji ALGJÖRT HELFVÍTI.
Erfitt er fyrir mig enn þann dag í dag að halda mér í vinnu og þurfti nýverið að hætta í vinnu meðal annars útaf þessum veikindum. 

Fyrir þá sem vita ekki hvað Vefjagigt er þá get ég hjálpað ykkur að skilja það , enn það er virkilega erfiður sjúkdómur sem er ótrúlega erfitt að meðhöndla. Enginn lyf eru til sem heita "vefjagigtarlyf", notuð eru þunglyndis, kvíða, svefn & gömlu góðu verkjalyfin.


Vefjagigt er langvinnur sjúkdómur eða heilkenni (e. syndrome) sem er best þekkt hjá fullorðnum og er fjórum sinnum algengari hjá konum en hjá körlum. Talið er að vefjagigt hrjái 1% - 5% fólks á hverjum tíma. 

Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, óeðlileg þreyta, svefntruflanir og skert færni tildaglegra athafna. Orsakir vefjagigtar eru ekki þekktar en talið er líklegt að erfðir ráði einhverju um hverjir fái sjúkdóminn og margir þættir eru þekktir sem geta átt þátt í að koma vefjagigtarferlinu af stað.

Rannsóknarniðurstöður sem liggja fyrir benda til að draga megi úr einkennum vefjagigtar með ýmsum meðferðarúrræðum. Meðferð sem felur í sér fræðslu, þátttöku sjúklings, bættu svefnmynstri með eða án lyfjagjafar, reglulegri líkamsþjálfun og hugræna atferlismeðferð hefur gefið góðan árangur. 


Algengi

Vefjagigt finnst hjá báðum kynjum, en er algengari hjá konum en körlum og er hlutfallið a.m.k. 3 - 4 konur á móti einum karli. Sjúkdómurinn er þekktur í öllum aldurshópum og er algengastur hjá konum á miðjum aldri, en börn, unglingar og aldraðir geta líka fengið vefjagigt. Talið hefur verið að vefjagigt hrjái 2 - 13 % fólks á hverjum tíma. Líklega er það of há tala því yfirlitsgrein frá 2006 reiknar með að algengi vefjagigtar sé á bilinu 0,66% - 4,4%.

Orsakir

Enn er ekki vitað um neinn ákveðinn orsakaþátt sem getur skýrt allar myndir vefjagigtar, en margar mismunandi kenningar eru á lofti. Rannsóknir hafa sýnt að erfðir eigi þar þátt en aðrir þættir eins og andlegt álag, líkamlegir áverkar, langvinnir sjúkdómar, langvinnt álag, skertur svefn og veirusýkingar stuðli að því að koma sjúkdómsferlinu af stað. Líklegast eru orsakaþættirnir margir og einstaklingsbundið er hversu mikið þarf til að koma vefjagigtinni af stað.

Einkenni

Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg, en aukið verkjanæmi, svefntruflanir og þreyta eru þau algengustu. Einstaklingsbundið er hversu mörg og hvaða einkenni hver hefur. Hér fyrir neðan er listi yfir einkenni sem geta fylgt vefjagigt. Þessi einkenni geta verið fylgikvilli annarra sjúkdóma því er mikilvægt að leita til læknis til að fá úr því skorið hvort að um vefjagigt sé að ræða. 
• Verkir í vöðvum, vöðvafestum 
• Verkir í öllum líkamanum 
• Óeðlileg þreyta 
• Svefntruflanir, vakna þreytt/ur 
• Stirðleiki 
• Liðverkir 
• Iðraólga (órólegur ristill, ristilkrampar) 
• Viðkvæmni fyrir kulda 
• Pirringur í fótum 
• Dauðir fingur (Reunaud´s phenomenon) 
• Þvagblöðrueinkenni 
• Kraftleysi, úthaldsleysi 
• Höfuðverkur 
• Dofi/þyngsli í útlimum 
• Þroti í höndum og/eða í fótum 
• Depurð 
• Óeðlilegur kvíði 
• Skortur á einbeitingu 
• Minnisleysi 
• Orðarugl, erfiðleikar með að finna rétt orð 
• Augnþurrkur, munnþurrkur 
• Ósjálfráðar hreyfingar, skjálfti í höndum, vöðvakippir 
• Hraður hvíldarpúls, stundum töluvert yfir 100 sl/mín 
• Hjartsláttarköst 
• Kaldur sviti, svitakóf



Þetta er auðvitað bara hluti af einkennum sjúkdómsins enn ef þið viljið vita meira um Vefjagigt þá getiði farið á www.vefjagigt.is , þar er hægt að finna allt um þennan umdeilda sjúkdóm.


Takk fyrir að lesa, lifið heil þangað til næst.

Unnur Edda