föstudagur, 1. maí 2015

Vinur í raun?


Það þekkja það lang flestir að eiga vin/vini. Það kynnast því allir einhverntíman að eignast nýja vini, bestu vini og að vera stungin í bakið af vini. 
Ég þekki þetta allt saman. Þegar ég var ung var ég aldrei neitt sérstaklega vina mörg, ég átti tvær vinkonur sem voru systur frá 2 ára aldri og við vorum alltaf saman þar til við einfaldlega þroskuðumst í kringum unglingsárin sem auðvitað gengur og gerist. Í grunnskóla átti ég alltaf bara eina til tvær vinkonur. Og alltaf var það þannig að þær hötuðu hvor aðra svo maður var ansi smeikur og vissi ekki hvernig maður átti að tækla það öðruvísi en að skiptast bara á að vera með þeim, en þá var ég auðvitað orðin tækifærisinnis í hug annari þeirra því ég valdi aðra fram fyrir hina. 
          Þegar ég fór í framhaldsskóla flutti ég í annan bæ og eignaðist þar heilann her af vinum, eða það sem ég hélt að væru vinir. Auðvitað var einungis 5% af þeim raunverulegir vinir og svo 2 árum seinna var það bara 0.1%. Það er svo langt í frá sjálfgefið að eiga góðann vin í dag. Það er svo mörgum sem er ekki treystandi fyrir einu né neinu og ég stend svo oft ein á báti eftir að hafa verið nokkuð saklaus samanburði við aðra einstaklinga. Ég hef þó aldrei verið alveg saklaus í neikvæðum samskiptum í fortíðinni og það er það ábyggilega nánast enginn. 


Hef ég líka átt vinkonur sem að hafa verið að mínu mati ótrúlega góðar vinkonur mínar og ég svo sannarlega hélt að væri hægt að trú og treysta á að þeim þætti jafn vænt um mig eins og ég um þær en svo kemst maður að því að þær tala illa um mann, ljúga sitt feita upp á mann og að manni við annað fólk. Tala svo bara við mann þegar þeim vantar eitthvað og gefa aldrei neitt til baka þegar ég hef gert ótrúlega mikið fyrir þær. Þegar eitthvað kom upp á hjá þeim eins og peningaleysi, dó einhver náin þeim eða einhver að koma illa fram við þær gerði ég hvað ég gat til að hjálpa og vera til staðar. En svo þegar ég lenti í því sama þá var ekkert, jafnvel minna samband! Þegar ég lenti á einu af mínu svartasta tímabili þegar ég missti frænku mína var engin stuðningur frá þessum tilteknum aðilum enda var það fyrst þá sem að ég skildi að þetta var vinátta sem var bara one way street. Ég tók þá ákvörðun að hætta öllum samskiptum af fyrrabragði og ekki hafa samskiptin verið mikil síðan, held ég geti talið það á annari hversu oft ég hef átt samskipti við þetta fólk. Svo bara ég vil þakka ykkur fyrir að sóa tímanum mínum. Þetta var súper! 

Eftir erfitt ár í ofbeldissambandi þar sem ég mátti ekki eignast neina vini voru nokkrar manneskjur sem stóðu sem klettar við bakið á mér og er ég þeim þakklát í dag. Ég á vinkonu sem ég kynntist fyrir 20 árum síðan sem er enn mín besta, ég átti líka vinkonu sem að ég kynntist strax frá því hún fæddist og er hún ein af þeim sem hjálpaði mér heilann helling eftir sambandslit við djöfulinn minn og er ég henni þakklát, en hún er því miður ekki lengur meðal oss í dag og stingur það mig alltaf jafn sárt dag hvern. 

Í dag er ég dekkuð af fólki sem ég veit að ég er stolt að þekkja. Þetta fólk hjálpar mér, ég hjálpa þeim og þeim langar líka að þekkja mig. Þau skammast sín ekki fyrir að þekkja mig og þau hvetja mig til að vera ég sjálf! 
Ekki láta fólk koma svona fram við ykkur, þetta er ekkert nema óþarfa tímaeyðsla. Tíminn okkar á þessari jörðu er ekki það langur! Maður verður að eyða honum með fólki sem þykir vænt um mann og gefur af sér. Ekki fólki sem að notar þig og stelur bara af þér allri góðsemi og skapgerð sem þið hafið! Höldum jákvæðum straumum í loftinu og verum þakklát fyrir þá sem sýna okkur hversu mikilvæg við erum, þá gengur allt miklu smurðara fyrir sig.