mánudagur, 6. apríl 2015

Páskahret

Þrátt fyrir að það hafi líklega ekki verið neitt skelfilegt páskahret þessa nýliðna páska í loftunum þá ákvað líkaminn minn að taka eitt stk páskahret með sér í blóðið.
Ég hef staðið í endalausum slappleika, þreytu og svo hressleika og vellíðan til skiptis alla helgina.
 Til dæmis í dag vaknaði ég þreytt enn hress um 9 leytið með unganum mínum og við fórum fram og kúrðum yfir teiknimynd.
Síðan um 13 leytið var farið til Sandgerðis í skírn hjá vinkonu minni þar sem hún skírði frumburð sinn. Fengum rosalega flottar kræsingar og vel af öllu í boði, svo þurfti maður að versla í matinn fyrir vikuna og svo kom ég heim. Ég var búin að ákveða fyrir löngu að hafa kalkúnabringu í kvöldmatinn á annan í páskum og svo ég fór að útbúa matinn um leið og ég var búin að ganga frá vörunum úr búðinni. Ég steikti bringuna setti hana í vatns/soð bað í eldföstumóti og henti henni í ofn, fór svo að skera sætar kartöflur til að sjóða og gerði Waldorfsalat. Þegar matarundirbúningurinn var aðeins meira en hálfnaður um 6 leytið var ég gjörsamlega sigruð. 
Ég kófsvitnaði, dró lappirnar á eftir mér eins og uppvakningur, augnlokin láu föst á hvor öðrum og neituðu þeirri skipun að opnast. Verkirnir streymdu í gegnum alla liði og vöðva og sviminn með. Ég lagðist í sófann til að anda smá en auðvitað gekk allt á aftur fótunum og strákurinn búin að kúka svo það var ekki mikil hvíld þar á bænum, þá þurfti ég að skipta á honum og þegar ég reyndi að leggjast aftur fór hann að leika sér ofaná mér sem var mun sársaukafyllra en þið haldið. 
Þegar maturinn var til staulaðist ég inn í eldhús með enga löngun til að einu sinni smakka á sósuni sem ég var að klára að fiffa til, ég sá mikið eftir þessu en matagestir urðu sáttir og saddir. 
Eftir matinn er þá eftir uppvask, svo var blautur þvottur í vélinni, full snúra og sængurver sem beið "spennt" eftir að komast í þvottavélina. Og barnaherbergið í rústi, ekkert á neinum sængum eða koddum og þetta þurfti ég að gera með svo sára verki í öllum líkamanum að mig langaði helst að gráta ofaní kodda það sem eftir er vikunar.

"Sometimes it's okay to take a step back and just breathe! Check out more things you can do today, to feel better tomorrow!"

Dagurinn á morgun verður þá tekinn með rólegum nótum. Þó það sé skóli á morgun frá 10-15 þá er samt hægt að taka honum með mikilli ró.
Ég kann mér ekki hóf og ég verð að fara að standa meira með sjálfri mér, og ég veit að ég tala fyrir flesta sem eru með sama vandamál og ég þegar ég segi að þetta er ekki auðvelt. Við völdum okkur þetta ekki og það er ömurlegt að vera rúmliggjandi eftir eina bónusferð!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli