miðvikudagur, 1. júlí 2015

Tárvott þakklæti

Eins og fram hefur komið á fyrra bloggi þá var ég að ræða #þöggun um hvað það eigi ekki að eiga við það eitt að vera nauðgað. Það er svo margt sem getur hent okkur sem við erum látin þeigja yfir.

Í gærkvöldi tók ég þá ákvörðun að skrifa langa frásögn inn á hina víðfrægu Beauty-Tips sem var samt í stuttu máli um mína sögu, ég sleppti hinu og þessu en ég varð að setja inn það sem ég var tilbúin að koma frá mér. Maginn minn brann af stressi, ég grét örlítið og hausinn minn var með ýmsar hugmyndir um hvernig viðtökurnar yrðu. Ég get ekki annað sagt en að ég sé með tárvot augun af þakklæti til þessara stúlkna sem að bæði kommentuðu og líkuðu við póstinn. Fb mitt hefur verið skíðlogandi af tilkynningum og er það enn í gangi.

Ég vil þakka ykkur innilega fyrir, þrátt fyrir mikið svitabað við skrifin þá líður mér örlítið betur að hafa komið þessu frá mér.
Stöndum saman og segjum hvort öðru hvað við erum sterk, það hjálpar!!!

Hér er nýverið screenshot af likes sem ég hef fengið og enn bætist í hópinn! Stelpur þið eruð súper dúper! <3 
Ást og friður. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli