föstudagur, 11. apríl 2014

Engill á himnum!

Miðvikudaginn 9.apríl gerðist nokkuð sem virkilega braut í mér hjartað og skilur eftir sig far í sálinni. 
Við misstum yndislega sál frá okkur, hann Óli Freyr frændi minn aðeins 26 ára gamall að verða 27 í september. 
Finnst ótrúlega erfitt að skrifa um þetta án þess að bresta í grát en ég held ég hafi ótrulega gott af því að tjá mig um þessa sorg.
Ég og Óli vorum ekki neitt sérstaklega náin , enn þekktumst samt sem áður og töluðumst annað slagið við, snapchat "spjöllin" urðu fleiri og fleiri og alveg yndislegt hvað hann fann alltaf tíma til að hrósa manni.
Þykir svo ótrúlega vænt um þenna dreng og á ekki til orð um það lýst hversu mikið ég á eftir að sakna hans :(
Móðir hans & fjölskylda eru svo ótrúlegar hetjur og votta ég þeim alla mína samúð og mínar bænir liggja til þeirra <3
Ákvað að skrifa smá bréf til hans Óla og deila því hérna með ykkur til minningar hans...

Elsku gordjöss Óli,
Þú varst svo frábær strákur, vildi að ég hefði gefið mér meiri tíma með þér.
Ef ég hefði fengið aðeins að hafa þig lifandi í 5 mínutur í viðbót hefði ég sagt þér hversu stolt ég væri af þér,
elsku stóri frændi mér þykir vænt um þig, þú varst engill á jörðu og ert nú kominn í þitt eigið himnaríki.
þú varst svo góður, duglegur að hrósa öllu sem þú sást og þú lést ekki vaða yfir þig.
Fannst alltaf svo gaman að fá snapchat frá þér þar sem þú sagðist elska lífið , hrósaðir mér, fannst allt svo frábært. 

Það birti oft fyrir mér svörtum degi!
Ég sakna þín strax, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. ;*


Kær kveðja
Unnur Edda litla frænka!