laugardagur, 4. júlí 2015

Frá foreldri til foreldris.

Seinustu dagar hafa verið ansi litskrúðugir og alls ekkert glans og gaman hér á bæ. Sonur minn er orkumikill og ákveðinn svo það getur stundum verið svolítið stríð að fá hann til að róa sig og/eða hlýða einföldum skipunum. Bara það eitt að fá hann til að sitja kjur og borða matinn sinn er eins og styrjöld hafist við matarborðið. Ég reyni lang oftast að halda ró minni og verða ekki reið heldur frekar ákveðin, en það er enginn fullkominn stundum fyllist mælirinn. Þar sem að ég er mjög brorhætt og er að díla við króníska verki og andleg veikindi er erfitt að halda sönsum í erfiðum aðstæðum ef þær eiga sér stað dag eftir dag. 

Síðustu daga hefur hann verið erfiðari en vanalega vegna eyrnavandamáls sem að hefur hrjáð hann frá því hann var ungabarn, enginn svefn, skapsveiflur, lítil matarlist og þrjóska. Svo er ég að fá lítinn svefn, að reyna að halda heimilinu þannig að maður fái ekki ógeð, koma mat ofaní okkur og að díla við mín eigin krónísku veikindi. Í gær fékk ég nóg! Ég sagði við sjálfa mig svo hann heyrði til "Það er ekki sjens í helfvíti að ég eiginist fleiri börn, ég er komin með nóg af þessu rugli." Lokaði mig svo af inn í herbergi og brotnaði niður. Ég sá auðvitað strax eftir því að hafa sagt þetta, sérstaklega þegar barnið mitt kom til mín í sinni mestu einlægni eftir 3 tíma öskur og rifrildi "Fyrirgefðu elsku mamma, ekki vera leið."     
Ekki misskilja mig barnið mitt getur verið mesti engill sem mannlíf hefur skapað svona oftast, en á hinn bóginn getur hann verið eins mikill óþekktarormur á móti. 



Af gefnu tilefni fór ég að vafra eftir einhverjum töfra ráðum til að halda ró sinni í svona aðstæðum því að ég veit að það er enginn sem að á dagana sína sæla á hverjum einasta degi, það eiga allir svona daga þar sem þeir setjast bara í kúlu og gráta því það er það eina sem virkilega þarf að gera. Mig langaði að deila þessu með ykkur svona foreldri til foreldris. Eftir góðann lestur á nokkrum greinum var þetta það sem ég get með sönnu sagt að virki. 


  1. Ekki vera feimin við að hvíla þig ef þú ert þreytt/ur. -
    Svefn er mikilvægur fyrir bæði líkama og sál. Ef svefninn var lítill yfir nóttina leggðu þig þá ef þú getur. Fáðu fjölskyldumeðlim eða vin til að taka barnið/börnin í nokkra klukkutíma og nýttu tímann í algjöra hvíld.
  2. Treystu á ÞINN æðrimátt -
    Talaðu við sjálfa/nn þig, segðu þér hversu frábær og sterkur einstaklingur þú ert. Notaðu þinn æðrimátt til að gefa þér þann styrk sem þú þarft. Það eru ekki allir sem trúa á Guð en þeir sem það gera, biðjið til hans um styrk. Blessið heimilið ykkar og hreinsið út allt sem vont er.
  3. Ekki vanrækja þínar eigin þarfir - 
    Þó að börnin séu númer 1, 2 og 3 er þó staðreynd að maður getur ekki gert neitt vel eða elskað neinn 100% nema maður elski sjálfann sig líka. Taktu einn dag í mánuði í minnsta lagi þar sem þú færð að vera bara þú að gera það sem þú elskar að gera. Dekur, íþróttir, út að borða með vinum, taka einhver námskeið osfrv...Því þó að þarfir barnanna skipti miklu máli megum við ekki gleyma að hlaða okkar eigin batterí til að hlúa að þeim.
  4. Vertu óhrædd/ur við að biðja um hjálp - 
    Það er enginn fullkominn þó maður vilji stundum reyna að afsanna þá kenningu. Það getur enginn gert allt. Ekki hræðast það að óska eftir aðstoð, það mun koma þér á óvart hversu margir eru öllu vilja gerðir til að hjálpa. 
Þetta eru fjögur mjög einföld skref sem hægt er að fara eftir til að halda andlegum styrk í uppeldi barna sinna. Við erum samt sem áður ekki fullkomin og það er allt í lagi að brotna niður. Það hafa held ég allir foreldrar upplifað það einhverntíman að finnast þeir verstu foreldrar í heimi, en börnin elska okkur jafn mikið og við elskum þau þó þau hagi sér stundum eins og þeim sé alveg sama. 


"Móður ástin drífur mig áfram í átt að hamingju sem lengi hefur verið leitað" -Unnur





Engin ummæli:

Skrifa ummæli