mánudagur, 1. júní 2015

Hérastubbur bakari/kokkur




Mikil og skemmtileg helgi að baki sem keyrði mig gjörsamlega út í gegn. Á föstudaginn fékk ég lokaeinkunnirnar mínar úr Menntastoðunum og kláraði ég það með 8 í meðaleinkunn. Heldur betur stolt af því og fékk hinsvegar sama dag samþykki frá Keili, svo ég er að fara í háskólabrú í haust.
Get ekki annað sagt en að það séu blendnar tilfiningar fyrir því að vera að kveðja Mími eftir þennan tíma, yndislegur staður og ég má til með að auglýsa þá í nánast hverju og einasta bloggi hér eftir því þeir eiga það skilið. Ég lærði að það er aldrei of seint að fara að mennta sig og ég kynntist sjálfri mér betur. Svo má ekki gleyma vinunum sem maður hefur eignast. Fjarsjóður!
Til að toppa föstudaginn þá fórum við bekkjasystkinin á langþrátt tjútt sem hafði verið á planlegginu í margar vikur. Það var æðislegt! <3

Laugardaginn fékk ég að upplifa mitt fyrsta brúðkaup, og það var vægast sagt stórkostlegt. Ég skemmti mér alveg ótrúlega vel og var allt sem í boði var til fyrirmyndar. Takk fyrir mig Sirrý og Kristján, Og til hamingju enn og aftur með brúðkaupsdaginn <3 

En svo við komum okkur að titil bloggsins þá langaði mig svolítið að deila hvað ég tók upp á að gera fyrir þreytta líkama í gær. Þar sem Eva Laufey Kjaran er í miklu uppáhaldi þá ákvað ég að henda í eitt stk fyllt brauð sem ég sá hana gera í sjónvarpinu um daginn. 
Þar sem það heppnaðist langaði mig að henda inn myndum af því föndri. Ég elska að elda góðann mat og baka, enda margir haldnir mikilli matarást á mér! Ekki þykir mér það leiðinlegt! :D 



Ég byrjaði á að velja fyllinguna, og i þetta fyrsta skipti hugsaði ég til foreldra æskuvinkonu minnar. Þau gerðu stundum pizza fléttur í matinn sem mér þótti algjör snilld, og vakti það þá hugmynd að búa til pizzabrauð. 

Ég útbjó hvítlauksolíu úr 3 hvítlauksrifum og svona ca 1-2 dl af olíu. Setti svo hálfa dollu af tómatpúrru og hrærði og þessu smyr ég svo á brauðin.
Ekki er það verra ef maður á litla stubba að leyfa þeim að föndra sitt eigið brauð.



Girnilegt er það ekki??


MMMMMMMMMMM



Engin ummæli:

Skrifa ummæli