þriðjudagur, 30. júní 2015

#þöggun - Ekki bara fyrir fórnalömb kynferðisofbeldis.

Þegar ég lít í baksýnispegilinn þá er sorglegt að segja að dagarnir eru verulega fáir þar sem ég get með sönnu sagt að ég hafi verið hamingjusöm. Með fullri virðingu fyrir fólki út í heimi sem hefur það 100% verr en ég. Ég er samt sem áður að skríða í 26 árin og er rétt að byrja að finna hvernig er að vera hamingjusöm, þrátt fyrir að ég kunni ekki alveg að leyfa mér það því maður er því miður öðru vanur.



Líf mitt hefur einkennst af mikilli höfnun og einmannaleika. Mér hefur nánast aldrei liðið eins og einhver virkilega vilji hafa mig í lífi sínu. Ekki einu sinni fjölskylda mín! Á mínum yngri árum þurfti ég að sitja við einelti og stöðugt baktal alla daga, ef þessi blessuðu einstaklingar bara vissu hvað ég þurfti að þola heima hjá mér. Ég trúi ekki að ég skuli loksins viðurkenna þetta og setja það á svart og hvítt en ég er enn reið þeim sem að rændu mér æskunni á þessum árum. Ég man ekkert!! Ég er hvað og hverju að lenda í því að einhver segir t.d "Omg manstu þegar hann X setti fisk á stólinn hjá kennaranum?." Og ég sit þarna með galtómt minni, samt er mér sagt að ég hafi verið á staðnum. Ég hélt að ég væri komin yfir flest allt úr æsku minni en raunin er sú að því hefur bara verið sópað undir teppi.
Það tók mig mörg ár að geta bæði treyst fólki og náð að mynda tengsl við fólk sem varir lengur en hálft ár. Það er ekki mér að kenna að ég kunni það ekki, það krefst allt æfingar! Ef ég fer með plús og mínus dæmi aftur og aftur mun ég ekki kunna neitt meira. Það er eins með mannleg samskipti, þegar ég var yngri fékk ég ekki færi á að reyna, þegar ég var á þessum viðkvæma aldri fékk ég bara að sitja út í horni með hinum sem ekki fengju að vera með, og ekki kunnu þau góð samskipti eitthvað frekar.
Baktalið og pískrið þótti mér að vísu lang verst og situr það inn í mér enn þó ég reyni að leiða það framhjá mér. Ef fólki virðist leiðist að vera með mér þó það sé bara gott sem ýmindun þá fæ ég illt í hjartað og langar helst bara að hverfa af jörðu í einhvern tíma.
Svona var manni kennd samskiptin á mikilvægasta tíma lífs míns þegar ég var að vaxa og dafna, ekki bara af samnemendum heldur af fjölskyldu minni allri. Ekki bara mömmu og pabba heldur líka fólki sem er skilt mér lengra. Ég mun líklega vera afhausuð fyrir þessa síðustu málsgrein en að vera hreinskilin er eitthvað sem skiptir mig miklu máli. Ég ætla að hætta að vera meðvirk með þessum atburðum, nú er komin tími til að lyfta upp teppinu og taka allann skítinn og sorann og henda því í ruslið þannig það muni aldrei angra mig framar.

#þöggun Það er ekki bara fórnalömb kynferðisofbeldis sem að eiga að tala, líka þeir sem hafa lent í heimilisofbeldi og einelti. Þetta er allt ofbeldi og skilur þetta eftir sig mörg sár sem að erfitt er að græða.
Ég hef verið fórnalamb eineltis, heimilisofbeldis af foreldrum & maka, nauðgun og kynferðislegt áreiti á vinnustað.

Hvert sem ég hef farið hefur einhver mislukka fylgt mér hver á fætur öðrum og hef ég verið hrædd við að taka skref fram á við því það hrindir mér alltaf 5 skref aftur á bak. Nú segi ég STOPP!
Í dag er ég umvafin yndislegu fólki og það eru frábærir tímar framundan. Allir þeir sem eru haldnir þeirri trú að ég muni klúðra næstu skrefum lífs míns munu fá kalda tusku í andlitið sitt þegar þeir sjá mig ganga upp á svið eftir prófskírteininu mínu í vor.

Vildi bara óska þess að elsku Ástríður mín væri hér hjá mér en ég veit hún er að passa stóru frænku sína eins og ég gerði fyrir hana þegar hún var á lífi <3 





laugardagur, 20. júní 2015

Ísland í dag - "Hvað með okkur hin?".


Ég lá upp í rúmi andvaka síðast liðna nótt með áhyggjur af næst komandi mánuðum. Afhverju? Jú peningar!
Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju en það er því miður ekki alveg satt, hamingja er eitthvað sem er saman komið af nokkrum liðum og peningar eða réttara sagt "fjárhagslegt öryggi" er eitt af þeim liðum. Ef maður þarf alltaf að skrapa saman síðustu krónunum hver mánaðarmót er mjög erfitt að einblína á jákvæða liði lífsins, tala nú ekki um þegar að maður er komin með magasár á stærð við 10 þúsund kall og Quasimodo vöðvabólgu af streitu og áhyggjum.

Svo rann upp fyrir mér þessar launahækkanir sem hafa verið að vaxa á trjám síðast liðnar vikur, endalaus verkföll sem gerði það að verkum að það var ekki einu sinni hægt að fara í búðina án þess að þurfa að gjalda fyrir það. En að sjálfsögðu á þetta fólk rétt á launahækkun og virði ég þetta fólk, gerði ég mér mikla grein fyrir því hvað vinna þeirra sem fóru í verkfall skiptir miklu máli fyrir okkur hin. Svo fengu einhverjir hækkun upp á einhver % , hvað tekur ríkið upp á ? Hækka matvörur og annan varning?. Ég á ekki til orð!!!!!!!
Hvað með okkur hin? Bótaþegana?? Líffeyrir, Öryrkjabætur, atvinnuleysisbætur, félagsbætur??? Hækkar það með öllum hinum laununum??? NEI!



Það er ekki oft sem ég stappa niður fótum af reiði útaf ríkisstjórninni en nú er ég komin með upp fyrir háls af viðbjóði. Það er sífellt verið að hækka allann varning hérna um leið og launin taka vaxtarkipp!!!!!! Má fólk bara ekki hafa það gott????? Þarf það alltaf að vera með sömu summu í afgang???? Fyrir þrem árum kostaðu matarinnkaup fyrir mig á viku 12-16 þúsund og ég leyfði mér alveg að kaupa eitthvað sem mér þótti gott. Núna ef ég voga mér að leyfa mér eitthvað örlítið er það að skríða yfir 20 þúsund kallinn svo ég þarf að dömpa öllum þægindum og lifa bara á rúgbrauði og smjöri nánast.
Þetta hækkar sífellt meira og meira og ég er alltaf með sama kaup hvern mánuð svo ég enda mjög fljótlega í mínus.
Það er ekki nóg að búa á skeri sem er á miðjum sjó með annað hvort endalausu myrkri eða endalausri birtu, engu sumri en endalausu hausti. Heldur þarf stjórn Íslands sem á nóg af þessu græna fyrir sína fjölskyldu að taka okkur í þurrt rassgatið. Ég geri mér grein fyrir því að það geta ekki allir notið góðs af því sem er gert fyrir landið en mér finnst þeir sem ekki geta unnið gleymast allt of mikið! Okkar laun hækka ekki, við getum ekki farið í verkfall og það myndi líklega enginn hlusta á okkur "aumingjana" ef við myndum gera uppreisn.
Það hefur aldrei runnið upp sú stund sem að ég er með æluna upp fyrir allt yfir þessu landi! Ég sé nákvæmlega ekkert jákvætt við að búa á Íslandi lengur, glæpirnir eru að aukast til muna, við erum með mun fleiri kynferðisafbrotamenn en okkur órar fyrir, einelti á vinnustöðum og í skólum er ALLTOF algengt miða við höfðatölu, veðrið er ömurlegt, það er nákvæmlega allt dýrt, heilbrigðiskerfið sem var alltaf svo sterkt er að hrynja niður í milljón mola og skólakerfið er eins og gatasigti að hrynja í sömu átt. Hvernig endar þetta?

Eins mikið og mig langar að elska þetta land, eins mikið og ég er heimakær. Ég elska Íslenska náttúru og fallegu staðina og norðurljósin okkar. En mér finnst ég ekki eiga einn einasta bút af þessum merkismunum þar sem ég er týnd inn í þessu skemmda kerfi sem upp hefur komið eftir hrunið!
Þetta er heilsuspillandi á svo marga vegu.


Fallegt er það. Það er bara ekki nóg!







mánudagur, 1. júní 2015

Hérastubbur bakari/kokkur




Mikil og skemmtileg helgi að baki sem keyrði mig gjörsamlega út í gegn. Á föstudaginn fékk ég lokaeinkunnirnar mínar úr Menntastoðunum og kláraði ég það með 8 í meðaleinkunn. Heldur betur stolt af því og fékk hinsvegar sama dag samþykki frá Keili, svo ég er að fara í háskólabrú í haust.
Get ekki annað sagt en að það séu blendnar tilfiningar fyrir því að vera að kveðja Mími eftir þennan tíma, yndislegur staður og ég má til með að auglýsa þá í nánast hverju og einasta bloggi hér eftir því þeir eiga það skilið. Ég lærði að það er aldrei of seint að fara að mennta sig og ég kynntist sjálfri mér betur. Svo má ekki gleyma vinunum sem maður hefur eignast. Fjarsjóður!
Til að toppa föstudaginn þá fórum við bekkjasystkinin á langþrátt tjútt sem hafði verið á planlegginu í margar vikur. Það var æðislegt! <3

Laugardaginn fékk ég að upplifa mitt fyrsta brúðkaup, og það var vægast sagt stórkostlegt. Ég skemmti mér alveg ótrúlega vel og var allt sem í boði var til fyrirmyndar. Takk fyrir mig Sirrý og Kristján, Og til hamingju enn og aftur með brúðkaupsdaginn <3 

En svo við komum okkur að titil bloggsins þá langaði mig svolítið að deila hvað ég tók upp á að gera fyrir þreytta líkama í gær. Þar sem Eva Laufey Kjaran er í miklu uppáhaldi þá ákvað ég að henda í eitt stk fyllt brauð sem ég sá hana gera í sjónvarpinu um daginn. 
Þar sem það heppnaðist langaði mig að henda inn myndum af því föndri. Ég elska að elda góðann mat og baka, enda margir haldnir mikilli matarást á mér! Ekki þykir mér það leiðinlegt! :D 



Ég byrjaði á að velja fyllinguna, og i þetta fyrsta skipti hugsaði ég til foreldra æskuvinkonu minnar. Þau gerðu stundum pizza fléttur í matinn sem mér þótti algjör snilld, og vakti það þá hugmynd að búa til pizzabrauð. 

Ég útbjó hvítlauksolíu úr 3 hvítlauksrifum og svona ca 1-2 dl af olíu. Setti svo hálfa dollu af tómatpúrru og hrærði og þessu smyr ég svo á brauðin.
Ekki er það verra ef maður á litla stubba að leyfa þeim að föndra sitt eigið brauð.



Girnilegt er það ekki??


MMMMMMMMMMM