laugardagur, 20. júní 2015

Ísland í dag - "Hvað með okkur hin?".


Ég lá upp í rúmi andvaka síðast liðna nótt með áhyggjur af næst komandi mánuðum. Afhverju? Jú peningar!
Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju en það er því miður ekki alveg satt, hamingja er eitthvað sem er saman komið af nokkrum liðum og peningar eða réttara sagt "fjárhagslegt öryggi" er eitt af þeim liðum. Ef maður þarf alltaf að skrapa saman síðustu krónunum hver mánaðarmót er mjög erfitt að einblína á jákvæða liði lífsins, tala nú ekki um þegar að maður er komin með magasár á stærð við 10 þúsund kall og Quasimodo vöðvabólgu af streitu og áhyggjum.

Svo rann upp fyrir mér þessar launahækkanir sem hafa verið að vaxa á trjám síðast liðnar vikur, endalaus verkföll sem gerði það að verkum að það var ekki einu sinni hægt að fara í búðina án þess að þurfa að gjalda fyrir það. En að sjálfsögðu á þetta fólk rétt á launahækkun og virði ég þetta fólk, gerði ég mér mikla grein fyrir því hvað vinna þeirra sem fóru í verkfall skiptir miklu máli fyrir okkur hin. Svo fengu einhverjir hækkun upp á einhver % , hvað tekur ríkið upp á ? Hækka matvörur og annan varning?. Ég á ekki til orð!!!!!!!
Hvað með okkur hin? Bótaþegana?? Líffeyrir, Öryrkjabætur, atvinnuleysisbætur, félagsbætur??? Hækkar það með öllum hinum laununum??? NEI!



Það er ekki oft sem ég stappa niður fótum af reiði útaf ríkisstjórninni en nú er ég komin með upp fyrir háls af viðbjóði. Það er sífellt verið að hækka allann varning hérna um leið og launin taka vaxtarkipp!!!!!! Má fólk bara ekki hafa það gott????? Þarf það alltaf að vera með sömu summu í afgang???? Fyrir þrem árum kostaðu matarinnkaup fyrir mig á viku 12-16 þúsund og ég leyfði mér alveg að kaupa eitthvað sem mér þótti gott. Núna ef ég voga mér að leyfa mér eitthvað örlítið er það að skríða yfir 20 þúsund kallinn svo ég þarf að dömpa öllum þægindum og lifa bara á rúgbrauði og smjöri nánast.
Þetta hækkar sífellt meira og meira og ég er alltaf með sama kaup hvern mánuð svo ég enda mjög fljótlega í mínus.
Það er ekki nóg að búa á skeri sem er á miðjum sjó með annað hvort endalausu myrkri eða endalausri birtu, engu sumri en endalausu hausti. Heldur þarf stjórn Íslands sem á nóg af þessu græna fyrir sína fjölskyldu að taka okkur í þurrt rassgatið. Ég geri mér grein fyrir því að það geta ekki allir notið góðs af því sem er gert fyrir landið en mér finnst þeir sem ekki geta unnið gleymast allt of mikið! Okkar laun hækka ekki, við getum ekki farið í verkfall og það myndi líklega enginn hlusta á okkur "aumingjana" ef við myndum gera uppreisn.
Það hefur aldrei runnið upp sú stund sem að ég er með æluna upp fyrir allt yfir þessu landi! Ég sé nákvæmlega ekkert jákvætt við að búa á Íslandi lengur, glæpirnir eru að aukast til muna, við erum með mun fleiri kynferðisafbrotamenn en okkur órar fyrir, einelti á vinnustöðum og í skólum er ALLTOF algengt miða við höfðatölu, veðrið er ömurlegt, það er nákvæmlega allt dýrt, heilbrigðiskerfið sem var alltaf svo sterkt er að hrynja niður í milljón mola og skólakerfið er eins og gatasigti að hrynja í sömu átt. Hvernig endar þetta?

Eins mikið og mig langar að elska þetta land, eins mikið og ég er heimakær. Ég elska Íslenska náttúru og fallegu staðina og norðurljósin okkar. En mér finnst ég ekki eiga einn einasta bút af þessum merkismunum þar sem ég er týnd inn í þessu skemmda kerfi sem upp hefur komið eftir hrunið!
Þetta er heilsuspillandi á svo marga vegu.


Fallegt er það. Það er bara ekki nóg!







Engin ummæli:

Skrifa ummæli