þriðjudagur, 28. júlí 2015

Þrjú helstu merki þunglyndis.



Það kraumar svolítið í mér sorg og reiði í dag vegna atburði helgarinna, frændi minn sem var í blóma lífsins að ég hélt stytti líf sitt til muna á sunnudaginn síðast liðinn. Ungur myndarlegur drengur sem átti tvö gullfalleg börn og bjarta framtíð. Alveg eins og elsku Ástríður, þó vissi maður að hún var langt kominn í myrkrið en samt stendur maður með spurninguna hvað ef???
Hvað ef ég hefði geta gert eitthvað?.
Lífið er langt í frá að vera sanngjarnt, tala nú ekki um þegar svona sprengjur springa að dyrum manns 2 sinnum á einu ári.
Þau voru bæði kjaftfor og með klúrann húmor, svo ég vona að þau finni hvert annað hvar sem maður endir eftir þetta líf og segi hvort öðru dónalega 18+ brandara þangað til við hin getum notið samveru þeirra. <3

En af gefnu tilefni langaði mig að taka fram fyrstu merki um slæmt þunglyndi, það er ekki alltaf sem að fólk fattar að það eigi við vandamál að stríða og leitar sér ekki að hjálp. Svo það þarf oft að ýta því að brúninni til að hjálpa þeim í áttina að viðeigandi hjálp.
Ef þið þekkið einhvern sem hrjáist af öllum þessum hlutum, farið undir eins í símann og ræðið við viðkomandi!



1. Félagsleg einangrun: Ef einstaklingurinn er vanur að mæta í skóla eða vinnu, hitta vini sína og að gera allskynns hluti en verður svo allt í einu einfari, vill frekar sofa út en að vakna á morgnanna og situr fastur í sófanum fyrir framan sjónvarpið er mjög líklegt að eitthvað sé að hrjá hann. 

2. Vanræksla á hreinindum og líkamlegu útliti: Það er mjög algengur kvilli hjá þunglyndum einstaklingi að þeim fer að vera mjög mikið sama um útlitið. Hvort þeir séu illa lyktandi, í skítugum fötum, tekur aldrei til eða þrífur. Svo á fólk einnig til með að fitna óstjórnlega mikið eða grennast! 

3. Breytt hegðunarminnstur: Ef þú færð þá hugsun um einhvern að þessi manneskja er ekki sú sama og áður á slæmann hátt ætti það að hringja öllum bjöllum og rauðum ljósum sem til eru. Því það er versta skrefið. Þunglyndissjúklingur er oftar en ekki mjög góðir í að fela tilfiningar sínar fyrir öðrum, og þegar tilfiningarnar fara að brjótast út er kominn tími til að hringja strax á hjálp. 

Það eru samt sem áður alltof margir sem eiga ekki efni á faglegri hjálp, þrátt fyrir að heilsan sé í fyrirrúmi. Ef matur er ekki sjálfsagður hlutur inn á fátæku heimili í heilann mánuð, þá getur svona hjálp verið mjög dýrkeypt. Þessvegna skora ég á stjórnvöld að borga niður sálfræðihjálp til muna!


Helduru að þú sért þunglynd/ur, hér er próf af netinu sem getur sagt þér hvort þú þurfir hjálp eða ekki , -----> Persona.is

Ekki bíða með hjálpina, lífið er of stutt til að eyða því í vanlíðan!








Engin ummæli:

Skrifa ummæli