þriðjudagur, 30. júní 2015

#þöggun - Ekki bara fyrir fórnalömb kynferðisofbeldis.

Þegar ég lít í baksýnispegilinn þá er sorglegt að segja að dagarnir eru verulega fáir þar sem ég get með sönnu sagt að ég hafi verið hamingjusöm. Með fullri virðingu fyrir fólki út í heimi sem hefur það 100% verr en ég. Ég er samt sem áður að skríða í 26 árin og er rétt að byrja að finna hvernig er að vera hamingjusöm, þrátt fyrir að ég kunni ekki alveg að leyfa mér það því maður er því miður öðru vanur.



Líf mitt hefur einkennst af mikilli höfnun og einmannaleika. Mér hefur nánast aldrei liðið eins og einhver virkilega vilji hafa mig í lífi sínu. Ekki einu sinni fjölskylda mín! Á mínum yngri árum þurfti ég að sitja við einelti og stöðugt baktal alla daga, ef þessi blessuðu einstaklingar bara vissu hvað ég þurfti að þola heima hjá mér. Ég trúi ekki að ég skuli loksins viðurkenna þetta og setja það á svart og hvítt en ég er enn reið þeim sem að rændu mér æskunni á þessum árum. Ég man ekkert!! Ég er hvað og hverju að lenda í því að einhver segir t.d "Omg manstu þegar hann X setti fisk á stólinn hjá kennaranum?." Og ég sit þarna með galtómt minni, samt er mér sagt að ég hafi verið á staðnum. Ég hélt að ég væri komin yfir flest allt úr æsku minni en raunin er sú að því hefur bara verið sópað undir teppi.
Það tók mig mörg ár að geta bæði treyst fólki og náð að mynda tengsl við fólk sem varir lengur en hálft ár. Það er ekki mér að kenna að ég kunni það ekki, það krefst allt æfingar! Ef ég fer með plús og mínus dæmi aftur og aftur mun ég ekki kunna neitt meira. Það er eins með mannleg samskipti, þegar ég var yngri fékk ég ekki færi á að reyna, þegar ég var á þessum viðkvæma aldri fékk ég bara að sitja út í horni með hinum sem ekki fengju að vera með, og ekki kunnu þau góð samskipti eitthvað frekar.
Baktalið og pískrið þótti mér að vísu lang verst og situr það inn í mér enn þó ég reyni að leiða það framhjá mér. Ef fólki virðist leiðist að vera með mér þó það sé bara gott sem ýmindun þá fæ ég illt í hjartað og langar helst bara að hverfa af jörðu í einhvern tíma.
Svona var manni kennd samskiptin á mikilvægasta tíma lífs míns þegar ég var að vaxa og dafna, ekki bara af samnemendum heldur af fjölskyldu minni allri. Ekki bara mömmu og pabba heldur líka fólki sem er skilt mér lengra. Ég mun líklega vera afhausuð fyrir þessa síðustu málsgrein en að vera hreinskilin er eitthvað sem skiptir mig miklu máli. Ég ætla að hætta að vera meðvirk með þessum atburðum, nú er komin tími til að lyfta upp teppinu og taka allann skítinn og sorann og henda því í ruslið þannig það muni aldrei angra mig framar.

#þöggun Það er ekki bara fórnalömb kynferðisofbeldis sem að eiga að tala, líka þeir sem hafa lent í heimilisofbeldi og einelti. Þetta er allt ofbeldi og skilur þetta eftir sig mörg sár sem að erfitt er að græða.
Ég hef verið fórnalamb eineltis, heimilisofbeldis af foreldrum & maka, nauðgun og kynferðislegt áreiti á vinnustað.

Hvert sem ég hef farið hefur einhver mislukka fylgt mér hver á fætur öðrum og hef ég verið hrædd við að taka skref fram á við því það hrindir mér alltaf 5 skref aftur á bak. Nú segi ég STOPP!
Í dag er ég umvafin yndislegu fólki og það eru frábærir tímar framundan. Allir þeir sem eru haldnir þeirri trú að ég muni klúðra næstu skrefum lífs míns munu fá kalda tusku í andlitið sitt þegar þeir sjá mig ganga upp á svið eftir prófskírteininu mínu í vor.

Vildi bara óska þess að elsku Ástríður mín væri hér hjá mér en ég veit hún er að passa stóru frænku sína eins og ég gerði fyrir hana þegar hún var á lífi <3 





Engin ummæli:

Skrifa ummæli