fimmtudagur, 26. júní 2014

Bland.is hið heilaga land.



Ég varð fyrir svolítlu í gærkvöldi sem ég er ekki enþá alveg að skilja, þannig er mál með vexti er að systir mín er ófrísk með sitt fyrsta barn og er á götuni. Hún er ekki komin með neina íbúð og það gengur eitthvað illa hjá henni að finna íbúð, sérstaklega þar sem hún er með 3 ára tík með sér.
Ég var að reyna að hjálpa og var að skoða og leita af íbúðum fyrir hana eins og ég geri annað slagið þegar eg fer í tölvuna , og í þetta skiptið ákvað ég að drita niður "óska eftir" þráð á bland.is.. enn þar uppgötvaði ég að það kostaði að óska eftir hlutum heilann 1000 kall. Ég er ekki nísk , enn að fá að henda inn 30 orða færslu fyrir 1000 kall er geðveiki.
Ég fór þá á er.is dálkinn þar sem fólk ræðir allt á milli himins og jarðar, og ég skellti inn auglýsingu eins og hún hafi skrifað þetta sjálf. Sagði hver staðan væri og óskaði eftir að fólk myndi kanski hafa augun opin fyrir henni! Einu svörin sem ég fékk var að ég (hún) væri ekki í neinni stöðu til að vera með hund ég ætti bara lóga henni á stundinni. Who died and made you queen of the universe??
Það var þó ekki nóg með það heldur var færsluni eytt af notendum bland, hún átti víst að þykja óviðeigandi umfangsefni inn í þennan flokk að þeirra mati.
Ok let me get this straight .... Það er rætt um kynsjúkdóma, vagínur, tittlinga, kynlíf, sambandserjur, framhjáhald, veikindi barna ofl. Enn ÞETTA var óviðeigandi??
Ég sá tildæmis bara núna pistil frá manneskju sem er að segjast vilja drepa sig, hvernig á það meira heima þarna inn á enn ein lítil færsla um manneskju sem er að reyna að leita að húsnæði fyrir sig og barnið sitt???
Helfvíti er þetta heilagt segji ég nu bara. ;)

Enn takk fyrir að lesa kæru vinir , ég er að fara að skella mér hringinn í kringum landið í dag í mitt fyrsta skipti svo ég hlakka rosalega til .
Kem von bráðar með fleiri blogg er að reyna að vera dugleg..


Unnur

sunnudagur, 15. júní 2014

Mín IDOL - “If you can't get a miracle, become one.”

Langaði svolítið að ræða um idolin mín í lífinu, þar sem að ég er komin í mikla vinnu að skipuleggja næstu skref í draumnum mínum sem leikkona þá reyni ég að fá innblástur frá þessum einstaklingum sem ég lít upp til.
Það eru þó ekki margir..










Selma Björnsdóttir

Þessi kona hefur verið stór hluti af lífi mínu með það að gera hversu mikið ég vildi bara hreinlega vera hún í húð og hár síðan ég var 9 ára.
Ég sá ekki sólina fyrir henni og byrjaði að syngja og þykjast vera að troða upp fyrir fullu leikhúsi inn í herbergi sum kvöld heima, þarna kviknaði þráin um að verða leikkona. Selma er ekki bara leikkona heldur hefur hún farið 2x í eurovision, hún leikstýrir, heldur tónleika, ferðast út um allann heim og samt er hún 2 barna móðir. Algjör ofurkona!

Demi Lovato 
Þessi unga kona er algjör gullmoli, hún er góð fyrirmynd allra ungra stúlkna í heiminum. Held það séu fáar sem eru betri fyrirmynd en þessi. Ekki er hún aðeins alveg ótrúlega hæfileikarík heldur er hún líka með funheitar hjartarætur. Þessi stelpa hefur gengið í gegnum mikið þunglyndi, anorexiu og einelti og hún er baráttumanneskja eineltis í heiminum og stofnaði líka samtök sem heita "mean stinks". Þar sem ég þekki bæði andlega vanlíðan og einelti þá ber ég mikla virðingu fyrir henni , hún er ótrúleg hetja.
Hún er með tattoo sem segjir "Now i am a warrior" sem skilgreinir hversu mikið hún hefur þurft að díla við. Bara glæsileg!



Nick Vujicic

Þessi maður er ofurhetja, hann fæddist með enga útlimi og átti erfitt með að allt sitt líf. Þegar hann varð 19 ára ákvað hann einn daginn að láta þessa fötlun ekki koma í veg fyrir að eiga líf. Hann ferðast núna út um allann heim og er með kvetjandi ræður til fólks á öllum aldri til að sýna þeim fram á að allt er hægt ef baráttuviljinn er fyrir hendi. Þessi maður er giftur fallegri konu sem elskar hann otrulega mikið og hann á litla stelpu. Það eru ótrulega margir sem halda að ef þú ert veikur að engin geti elskað þig, það er ekki satt. Eina sem þu þarft að gera er að kunna að lifa með sjúkdómnum og aðstæðum alveg sama hvaða veggur kemur þá finnur maður bara leið til að brjóta hann niður. Ég ætla að enda þetta blogg á nokkrum lífsmottóum hans.


“If I fail, I try again, and again, and again. If YOU fail, are you going to try again? The human spirit can handle much worse than we realize. It matters HOW you are going to FINISH. Are you going to finish strong?” 

“Don't put your life on hold so that you can dwell on the unfairness of past hurts.” 


“If you can't get a miracle, become one.”


“Some injuries heal more quickly if you keep moving.”


-Unnur









mánudagur, 9. júní 2014

Þú veist ég þrái .... að slá í gegn!

Nú er sumarið gengið í garð ,ég elska sumarið þó svo að það komi ekki sól. Auðvitað hata ég ekki þessa yndislegu sólardaga enn samt er eitthvað við sumarið sem ég bara hreinlega elska, og ég veit að ég er ekki ein um þetta það elska nu frekar margir íslendingar sumarið því það eru nú aðeins 3 mánuðir á ári þar sem nagladekkin og ullasokkarnir fara á hilluna.
Sumarið hjá mér verður vonandi eitthvað meira enn síðasta sumar, þó að síðasta sumar hafi verið ágætt enn við fórum ekki mikið.
Þetta sumar ætlum við að fara hringinn í kringum landið sem ég hef aldrei gert áður svo ég er að kafna úr spenningi, fer á ættarmót, kiki eitthvað vestur í sveitina til tengdó og til pabba og hitta bræður mína flottu, jökulsálón hátíðin er svo í ágúst og svo er auðvitað vinur minn hann Justin Timberlake að spila 24.ágúst ég missi auðvitað ekki af því :D .
Enn svo er barnið mitt 3 ára 29.Ágúst!!!!!!!!
Þetta er svo fljótt að líða! :)

Ég hef ekki verið dugleg að drita hérna inn þar sem líf mitt er ekki frásögufærandi alla daga ,
enn ég get samt sem áður deilt því með ykkur að ég fór á leiktæknskóla í apríl sem var þvílík snilld.
Ég hef alltaf haft leiklistina bakvið eyrað enn bara ekki haft trú á mér að ég geti það , eftir 2 tíma í þessum skóla öðlaðist ég trú á sjálfri mér. Ég fór strax að heilastorma mig og hugsa alla möguleika til að komast nær því að verða leikkona, svo já ég get loksins svarað spurninguni "hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin "stór?" ... Leikkona er svarið!
Ég sótti um í skóla í haust til að reyna að komast nær þessu markmiði en auðvitað fékk ég eina ferðina enn "hafnað" á umsóknina mína 5.skiptið í röð. Þá varð êg heiftarlega reið og hringdi upp í skólann og fékk viðtal hjá námsráðgjafa, hún varð alveg miður sín og ætlar að gera allt sem að í henni valdi stendur til að koma mér að í skólanum svo ég geti nú komist í Lhí eða Kvikmyndaskólann fyrir þrítugt.
Er ótrúlega spennt fyrir sumrinu, haustinu og líka vetrinum þar sem það stendur til að fara til Dubai!
Allt að gerast!


...
Unnur að slá í gegn
! :)