fimmtudagur, 26. júní 2014

Bland.is hið heilaga land.



Ég varð fyrir svolítlu í gærkvöldi sem ég er ekki enþá alveg að skilja, þannig er mál með vexti er að systir mín er ófrísk með sitt fyrsta barn og er á götuni. Hún er ekki komin með neina íbúð og það gengur eitthvað illa hjá henni að finna íbúð, sérstaklega þar sem hún er með 3 ára tík með sér.
Ég var að reyna að hjálpa og var að skoða og leita af íbúðum fyrir hana eins og ég geri annað slagið þegar eg fer í tölvuna , og í þetta skiptið ákvað ég að drita niður "óska eftir" þráð á bland.is.. enn þar uppgötvaði ég að það kostaði að óska eftir hlutum heilann 1000 kall. Ég er ekki nísk , enn að fá að henda inn 30 orða færslu fyrir 1000 kall er geðveiki.
Ég fór þá á er.is dálkinn þar sem fólk ræðir allt á milli himins og jarðar, og ég skellti inn auglýsingu eins og hún hafi skrifað þetta sjálf. Sagði hver staðan væri og óskaði eftir að fólk myndi kanski hafa augun opin fyrir henni! Einu svörin sem ég fékk var að ég (hún) væri ekki í neinni stöðu til að vera með hund ég ætti bara lóga henni á stundinni. Who died and made you queen of the universe??
Það var þó ekki nóg með það heldur var færsluni eytt af notendum bland, hún átti víst að þykja óviðeigandi umfangsefni inn í þennan flokk að þeirra mati.
Ok let me get this straight .... Það er rætt um kynsjúkdóma, vagínur, tittlinga, kynlíf, sambandserjur, framhjáhald, veikindi barna ofl. Enn ÞETTA var óviðeigandi??
Ég sá tildæmis bara núna pistil frá manneskju sem er að segjast vilja drepa sig, hvernig á það meira heima þarna inn á enn ein lítil færsla um manneskju sem er að reyna að leita að húsnæði fyrir sig og barnið sitt???
Helfvíti er þetta heilagt segji ég nu bara. ;)

Enn takk fyrir að lesa kæru vinir , ég er að fara að skella mér hringinn í kringum landið í dag í mitt fyrsta skipti svo ég hlakka rosalega til .
Kem von bráðar með fleiri blogg er að reyna að vera dugleg..


Unnur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli