mánudagur, 9. júní 2014

Þú veist ég þrái .... að slá í gegn!

Nú er sumarið gengið í garð ,ég elska sumarið þó svo að það komi ekki sól. Auðvitað hata ég ekki þessa yndislegu sólardaga enn samt er eitthvað við sumarið sem ég bara hreinlega elska, og ég veit að ég er ekki ein um þetta það elska nu frekar margir íslendingar sumarið því það eru nú aðeins 3 mánuðir á ári þar sem nagladekkin og ullasokkarnir fara á hilluna.
Sumarið hjá mér verður vonandi eitthvað meira enn síðasta sumar, þó að síðasta sumar hafi verið ágætt enn við fórum ekki mikið.
Þetta sumar ætlum við að fara hringinn í kringum landið sem ég hef aldrei gert áður svo ég er að kafna úr spenningi, fer á ættarmót, kiki eitthvað vestur í sveitina til tengdó og til pabba og hitta bræður mína flottu, jökulsálón hátíðin er svo í ágúst og svo er auðvitað vinur minn hann Justin Timberlake að spila 24.ágúst ég missi auðvitað ekki af því :D .
Enn svo er barnið mitt 3 ára 29.Ágúst!!!!!!!!
Þetta er svo fljótt að líða! :)

Ég hef ekki verið dugleg að drita hérna inn þar sem líf mitt er ekki frásögufærandi alla daga ,
enn ég get samt sem áður deilt því með ykkur að ég fór á leiktæknskóla í apríl sem var þvílík snilld.
Ég hef alltaf haft leiklistina bakvið eyrað enn bara ekki haft trú á mér að ég geti það , eftir 2 tíma í þessum skóla öðlaðist ég trú á sjálfri mér. Ég fór strax að heilastorma mig og hugsa alla möguleika til að komast nær því að verða leikkona, svo já ég get loksins svarað spurninguni "hvað langar þig að verða þegar þú ert orðin "stór?" ... Leikkona er svarið!
Ég sótti um í skóla í haust til að reyna að komast nær þessu markmiði en auðvitað fékk ég eina ferðina enn "hafnað" á umsóknina mína 5.skiptið í röð. Þá varð êg heiftarlega reið og hringdi upp í skólann og fékk viðtal hjá námsráðgjafa, hún varð alveg miður sín og ætlar að gera allt sem að í henni valdi stendur til að koma mér að í skólanum svo ég geti nú komist í Lhí eða Kvikmyndaskólann fyrir þrítugt.
Er ótrúlega spennt fyrir sumrinu, haustinu og líka vetrinum þar sem það stendur til að fara til Dubai!
Allt að gerast!


...
Unnur að slá í gegn
! :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli