mánudagur, 28. júlí 2014

Verum vakandi yfir hegðun hvors annars.

Hvenær er orðið of mikið af væli þegar maður finnur til allann daginn alla daga ?
Þekki nokkra einstaklinga sem gera miklu meira úr hlutunum heldur en þeir í raun og veru eru , smá verkur og maður fær að heyra það 15x á mínutu hversu vondir verkir eða erfiðir hlutir eru.
Enn líður mér betur ef eg kvarta yfir verkjum í baki, grind, hálsi, liðum eða hausnum? NEI!
Nú hef ég gengið í gegnum margt á minni ævi, heiftarlega mikið höfnun sem ég hef upplifað af hálfu vina, fjölskyldu og fleirum. Ég var í fullri vinnu í því að kvarta og kveina yfir öllu og varð svo skelfilega meðvirk ef mínir nánustu gengu í gegnum eitthvað erfitt svo lífið snérist um að vera pirraður , kvartandi og vælandi!
Þegar ég var ólétt lenti ég í því að barnsfaðir minn snérist við á punktinum og vildi ekki taka neinn þátt í neinu, ég tók þá ákvörðun að hætta að vera í þessu rugli og væla!
Ég fór að óskum hans og bara hreinlega lét hann alfarið í friði, ég sendi honum einstöku sinnum sms þegar ég hélt að ég myndi fara af stað sem gerðist oft. Ég viðurkenni nú samt að ég grét oft því þetta var erfitt og ótrúlega sárt fyrir mig að ég þurfti ein að ganga í gegnum þennan hrilling. Þegar ég segji hrilling þá er ég ekki að meina að það sé skelfilegt að vera ófrísk heldur var þessi meðganga mjög erfið, enn ég gaf mig ekki ég auðvitað hafði yndislega kærasta minn mér við hlið sem hjálpaði mjög mikið.
Ég byrjaði svo aftur að væla og ég er að kveikja núna loksins að þetta þyðir ekkert að standa endalaust og telja upp og rífa gömul sár og tala um hlutina eins og þeir séu að gerast NÚNA!
Það eru nokkrir sem ég þekki sem eru enn svona og ekki er hægt að tala við þetta lið og segja því að hætta, að standa í fórnalambs leiknum allt sitt líf tekur meiri orku frá þér heldur enn að þrífa 3 einbýlishús og elda mat fyrir 14 manns. Notaðu þessa orku meira til góðs, ekki velta þér upp úr fortíðinni, hvað fólk er að segja við þig eða um þig. Og fyrst og fremst ekki vera meðvirk/ur!
Það getur vel verið að ég taki einn og einn dag þar sem ég væli enn ég veit sjálf að mér fer batnandi og ég elska það!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli