sunnudagur, 6. júlí 2014

Stefnumótafræði






Ég var að kjamsa á kjúklingavængjum og varð eins og trúður í framan af sósu og fór þá að hugsa með mér hvernig mat maður á alls ekki að borða á fyrsta stefnumóti með einhverjum. Nú er langt um liðið síðan ég fór á eitthvað svo kallað stefnumót enn ég veit þó að það er margt sem að má sleppa að gera í fyrstu kynnum. Single fólk , takið nú grant eftir og farið eftir þessu.

 Ég ætla að byrja á hvað maður á ekki að borða.


Ég veit ekki með ykkur enn þetta finnst mér ansi subbulegur matur, ég elska flest allt svona. Enn ef ég þekki ekki fólkið við borðhaldið þegar ég borða þetta verð ég taugaóstyrk og nýt þess ekki því ég er svo óttalega mikil subbukona. 
Þarf nú ekki að segja meira, buffaló vængir er eitthvað sem þú borðar bara með einhverjum sem þú þekkir, sóðaskapurinn er skelfilegur. Mér finnst þeir alveg fínir þegar þeir eru ekki of sterkir með gráðostasósu , en þetta er að vísu svo sóðalegt að stundum nennir maður ekki að standa í því að borða þetta.
Maíistönglar, úff! Ég fæ mér oft svona með kjúkling og það klikkar ekki að smjörið leikur niður hökuna svo ég lít út eins og smjörbarn og svo er maður allt árið að ná þessu úr tönnunum á sér. Ekki heillandi!

Þarf maður að útskýra afhverju þetta er "bannað"? . 


Næsta sem mig langaði að tala um er hvað maður segjir ekki á fyrsta stefnumóti, því eins og flestir vita þá skipta fyrstu kynni alveg rosalega miklu máli og ef maður klúðrar þeim þá er mjög oft erfitt að taka það til baka.

1.Ég held ég elski þig

Ted Mosby sindrom, not hot þetta er fyrsta stefnumót við þekkjumst valla!

2.Við myndum búa til falleg börn. 

TURN OFF! Þetta hringir einhverjum bjöllum að manneskjan sé ansi despret að komast í samband NÚNA bara til að fjölga sér.

4. Ætlaru nokkuð að drepa mig? Ég fýla ekki internet morðingja

Öhm , nei ertu heimsk/ur , þegiðu!

5. Sálfræðingurinn minn segjir að ég eigi að hætta að tala við fyrverandi! 

Vá , frábærar fréttir. Og hvað er ég þá að gera með þér hérna ef þú ert svona obsessed af fyrverandi.

6. Þú ert of sæt/ur til að vera einhleyp/ur
Já eins og útlitið sé það sem komi manni í samband? , er George Clooney ekki single ? I rest my case.

7. Hversu mörgum hefuru sofið hjá á einkamál?
Hvernig er það þitt mál , ekki einu sinni kemur það þér við þó við byrjum saman eftir þetta stefnumót og giftum okkur!

8. Ég er að spá í að flytja til útlanda, get ekki verið kjur á sama staðnum.

Heyrðu ok , takk fyrir að gefa mér vonir!

9. Fyrverandi sagði alltaf.........

Leyfðu mér aðeins að stoppa þig og segja þér að mér er drullu sama hvað fyrverandi þín/þinn sagði. Þú ert hér með mér!

10.Hefuru einhverntíman hugsað þér að missa nokkur kíló?

REIKNINGINN TAKK!



Ég er afar þakklát að þurfa ekki að standa í þessu veseni lengur, ekki það að maður sé búin að binda tvöfaldann hnút á sambandið enn ég er samt sem áður verulega ánægð. Þetta stefnumóta vesen er skemmtilegt í miklu hófi, sérstaklega þegar maður lendir á einmitt þeim sem að gera alla hluti sem ekki á að gera á fyrsta stefnumóti. Ég viðurkenni að ég hef farið á stefnumót sem endaði með því að ég þurfti liggur við að fara í 5 fallda sturtu til að skola það af mér útaf viðbjóði.
Some people are just pure pigs!
Ætla að taka eina kennslustund í viðbót, og það er það sem þú átt helst ekki að gera á stefnumóti.

EKKI tala um kynlíf, það gerist ef að stefnumótið gengur vel!
Ekki mæta full eða verða full!
Ekki tala um vandamálin þín, skildu þau eftir heima.
Alls ekki mæta seint, það er nógu mikil spenna og kvíði fyrir kvöldinu ekki kvelja hinn aðilann meira. 
Mættu snyrtileg/ur til fara!
Ekki daðra við aðra einstaklinga eða horfa annað á meðan á stefnumótinu stendur, mundu þú ert að reyna að fá þessa manneskju til að verða hrifin af þér. Sýndu þá manneskjuni hvers verð/ur þú ert!
Ekki kíkja stöðugt á klukkuna þó þér leiðist stefnumótið!
Og til ykkar stelpna! EKKI gleyma að raka sig, þið vitið aldrei hvernig þetta kvöld mun enda ;)



Held þetta sé komið nóg af fróðleik í bili! :)

Kveðja .

Unnur  ! :)





Engin ummæli:

Skrifa ummæli