sunnudagur, 28. desember 2014

Dúkkuheimili í Borgarleikhúsinu - MUST SEE fyrir þá sem þora.




Ég fór í kvöld á general prufu í Borgarleikhúsinu á Dúkkuheimili sem er jólasýningin í ár. Þetta er stórkostleg sýning sem er um 5 manna fjölskyldu sem hefur það nokkuð gott fjárhagslega. Nóra konan á heimilinu á sér stórt og myrkt leyndarmál sem engin má komast að, allra síst maðurinn hennar. Leikarar sýningarinnar eru Unnur Ösp, Hilmir Snær, Þorsteinn Bachman, Aldís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Á midi.is stendur að Ingvar E. Sigurðsson sé í hlutverki Vals, það getur vel verið að hann hafi hlupið í skarð hans í kvöld en kanski er þetta einnig prentvilla. En Valur Freyr er ekkert síðri leikari en Ingvar. Allir leikararnir voru til sóma og ég horfði í þessa 3 tíma og gapti af innlifun. Þetta var fyrir mig glæný upplifun af leikverki og ég finn hvað ég ljóma að innan eftir þessa reynslu. Þess ber að nefna að ég held hún verði ekki 3 tímar , skilst að það eigi eftir að stytta hana eitthvað svo ekki örvænta þið sem hafið ekki þolinmæði í 3 tíma.
Þetta er örlítið þung sýning en mjög spennuþrungin og dramatísk, en hún hélt mér allan tíman og ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér.
Það sem ég hugsaði alla sýninguna var að hversu mikið ég hlakkaði til að geta staðið þarna uppi og leikið frammi fyrir fullum sal með flottum hópi, ég get ekki beðið eftir því að geta sagst vera í sömu starfstétt og þetta flotta leikaralið. Ég sit hérna og læt mig dreyma um að fá hlutverk í hendurnar einn daginn og fá að leika á sviði Borgarleikhússins.
Einnig fór ég á Beint í æð fyr í desember og þar var hlegið af sér allt vit og skemmt sér konunglega. Ég elska Hilmi snæ, það er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur hann neglir það gjörsamlega í mark. Þessi rödd sem dáleiðir mann í aðra vídd og leikurinn sem sannfærir mann inn að beini og merg. Þessi maður er algjört meistaraverk og er það minn draumur að fá að starfa með honum einn daginn. Nafna min hún Unnur Ösp er ekki síðri, hún stóð sig ótrúlega vel í kvöld og gaf mér mikla andargift. Ég ætla að standa á þessu sviði einn daginn og það mun ekki vera langt í það mark, þetta verður langhlaup sem ég mun þurfa að hlaupa, en ég skal lofa ykkur því að einn daginn munuði sjá mig leika og ég mun negla það. Lang þráður draumur  sem mun loksins verða að veruleika, ég mun gráta úr mér tárakirtlana af gleði þegar sá dagur rennur upp, ég mun ekki geta lýst þeirri hamingju sem mun ríkja innra með mér. Því skal vera fagnað með vænu glasi af beilís með klaka.


Þakka lesið 
Gleðilega hátið kæru vinir. ;*




Engin ummæli:

Skrifa ummæli