sunnudagur, 15. júní 2014

Mín IDOL - “If you can't get a miracle, become one.”

Langaði svolítið að ræða um idolin mín í lífinu, þar sem að ég er komin í mikla vinnu að skipuleggja næstu skref í draumnum mínum sem leikkona þá reyni ég að fá innblástur frá þessum einstaklingum sem ég lít upp til.
Það eru þó ekki margir..










Selma Björnsdóttir

Þessi kona hefur verið stór hluti af lífi mínu með það að gera hversu mikið ég vildi bara hreinlega vera hún í húð og hár síðan ég var 9 ára.
Ég sá ekki sólina fyrir henni og byrjaði að syngja og þykjast vera að troða upp fyrir fullu leikhúsi inn í herbergi sum kvöld heima, þarna kviknaði þráin um að verða leikkona. Selma er ekki bara leikkona heldur hefur hún farið 2x í eurovision, hún leikstýrir, heldur tónleika, ferðast út um allann heim og samt er hún 2 barna móðir. Algjör ofurkona!

Demi Lovato 
Þessi unga kona er algjör gullmoli, hún er góð fyrirmynd allra ungra stúlkna í heiminum. Held það séu fáar sem eru betri fyrirmynd en þessi. Ekki er hún aðeins alveg ótrúlega hæfileikarík heldur er hún líka með funheitar hjartarætur. Þessi stelpa hefur gengið í gegnum mikið þunglyndi, anorexiu og einelti og hún er baráttumanneskja eineltis í heiminum og stofnaði líka samtök sem heita "mean stinks". Þar sem ég þekki bæði andlega vanlíðan og einelti þá ber ég mikla virðingu fyrir henni , hún er ótrúleg hetja.
Hún er með tattoo sem segjir "Now i am a warrior" sem skilgreinir hversu mikið hún hefur þurft að díla við. Bara glæsileg!



Nick Vujicic

Þessi maður er ofurhetja, hann fæddist með enga útlimi og átti erfitt með að allt sitt líf. Þegar hann varð 19 ára ákvað hann einn daginn að láta þessa fötlun ekki koma í veg fyrir að eiga líf. Hann ferðast núna út um allann heim og er með kvetjandi ræður til fólks á öllum aldri til að sýna þeim fram á að allt er hægt ef baráttuviljinn er fyrir hendi. Þessi maður er giftur fallegri konu sem elskar hann otrulega mikið og hann á litla stelpu. Það eru ótrulega margir sem halda að ef þú ert veikur að engin geti elskað þig, það er ekki satt. Eina sem þu þarft að gera er að kunna að lifa með sjúkdómnum og aðstæðum alveg sama hvaða veggur kemur þá finnur maður bara leið til að brjóta hann niður. Ég ætla að enda þetta blogg á nokkrum lífsmottóum hans.


“If I fail, I try again, and again, and again. If YOU fail, are you going to try again? The human spirit can handle much worse than we realize. It matters HOW you are going to FINISH. Are you going to finish strong?” 

“Don't put your life on hold so that you can dwell on the unfairness of past hurts.” 


“If you can't get a miracle, become one.”


“Some injuries heal more quickly if you keep moving.”


-Unnur









Engin ummæli:

Skrifa ummæli