þriðjudagur, 1. júlí 2014

Hringurinn um landið. "800kr fyrir að sjá drullupolla í 100 gráðu hita!"






Þessir litlu fíflar slaka á við Goðafoss, fannst þeir svo slakir og flottir að ég ákvað að smella mynd af gleðskapnum þeirra.
Þá erum við komin heim úr hringferðinni miklu, þetta var vægast sagt frábært. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hversu fallegt landið okkar er, eina sem fólk virðist muna er bara hvað við erum með ömurlegt veðurfar og pirrandi túrista sem að stoppa á blindhæð fyrir framan einbreiðarbrýr og taka myndir án þess að setja hassart ljósin á. Enda ekkert skrítið ef ég mætti afsaka þessa turista, við eigum svo fallegt landslag! Þessi fjöll og allir þessir jöklar eru algjört spari, við erum aðeins um 300.000 manna þjóð og það koma þrefallt - fjólfjallt það af túristum til landsins ár hvert! Það segjir okkur bara hversu eftirsótt og falleg þessi blessaða eyja er.

Gjaldskilduvagnarnir .
Á mývatni eru jarðböðin sem ég hef reyndar farið í þegar það var frítt, og mér fannst það enganvegin sérstakt. Núna kostar það þúsund kalli minna en að fara í bláa lónið. Það finnst mér allt of mikið!!
Svo eru hverir og krafla þarna rétt hjá og við komum svo að gjaldvörðum vera að rukka inn. 800kr fyrir að sjá drullupolla í 100 gráðu hita! Glætan, ég er alls ekkert nísk í ferðalagi því ég vil njóta þess enn mér finnst þetta bara svo asnalegt að ég hefði ekki einu sinni haft samvisku í það að standa þarna og rukka fólk þí ég fengi borgað fyrir það. Svo hef ég lika seð þessa hveri áður svo ég var ekki að fara að borga mig inn á eitthvað sem ég hef séð frítt áður, enn kröflu hef ég ekki séð áður, ég var samt ekki að fara að borga 800 kr að sjá eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni hvort væri þess virði.
Dettifoss var svo á næsta leiti , enn gjaldfrjálst að sjá hann að minnsta kosti þetta árið stóð á skiltinu sem betur fer enn ég hefði samt borgað mig inn til að sjá hann , þetta er einn flottasti foss sem ég hef séð, ef þið hafið ekki séð hann þá mæli ég með því. Vatnsmagnið er rosalegt , enda vatnsmesti foss í evrópu! 


Ég og Halldór með dettifoss í bakgrunn :)

Næst á ferðarplaninu frá þessu voru Egilstaðir í Atlavík sem er tjaldsvæði rétt fyrir utan bæinn með fram lagafljóti, ótrúlega fallegt.
Við urðum líka svolitið heppin að það var toffærukeppni á Egilstöðum daginn eftir svo við sváfum bara út og skelltum okkur á keppnina daginn eftir. Ég sá ekki eftir þeim 3000 kalli ( 1500 kr á mann ) . Það var ótrúleg upplifun að fá að vera á staðnum og sjá þetta allt saman , ég man eftir mér þegar ég var lítil með laugardagsnammið í kjöltuni að háma í mig apaskít og sígarettur ( nafnið á uppáhaldsnamminu mínu) og drekka appelsín með lakkrísröri og horfa á toffæruna í sjónvarpinu. Þá hélt ég alltaf með kókómjólkurbílnum eins og örugglega margir krakkar frá þessari kynslóð gerðu, ég var ansi fúl að fá ekki að sjá hann var að vonast til að hann væri enn í umferð enn ég fékk í staðinn að sjá "Strumpinn" blár og flottur bíll með fullvaxinn strump í farþegasætinu. Það þótti mér ekki leiðinegt! 
Strumpurinn!


Eftir þessa keppni voru austfirðirnir þræddir , þetta var ótrúleg upplifun. Þessi fjöll og þessir litlu bæjir sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Fjöllin himin há , massív og stútfull af fossum!
Við tókum oft bara stopp og tókum myndir eins og verstu túristar með kortið á loft til að sjá hvar við værum nákvæmlega, enn við fundum þó viðeigandi staði til að stoppa á svo það er strax orðið betra.
Enda staðurinn var Lambhús sem er tjaldsvæði 30km frá Höfn! Við ætluðum aðeins að kíkja a hátíðarhöldin á humarhátíðinni á Höfn og sofa þar um nóttina en það var aðeins of mikið rok svo við nenntum því ekki , það var kanski ekki rok þar sem við enduðum enn við vorum samt sem áður 1-2 tíma að kynda upp í einnota grillinu sem við keyptum á sjoppuni á Höfn, það var meira ævintýrið! Við vorum orðnir glorsoltin og vorum næstum búin að taka lambasneiðarnar og éta þær hráar og láta okkur bara hafa það enn eftir margar tilraunir og miklar pælingar tókst það að lokum. Og þegar við loks fengum að borða þá lygndi og það varð það gott veður að við gátum spilað úti , tókum nokkra kan kan í rólegheitum þar sem halldór hélt bara áfram að busta mig hvað eftir annað.

Daginn eftir var svo ferðinni heitið heim á leið eftir skemmtilega ferð,  enn ferðalagið var ekki alveg búið auðvitað stoppuðum við á jökulsálóni það var seinasti áfángastaðurinn sem mér finnst merkilegur , enda er þetta eitt það fallegasta sem hægt er að sjá á þessu skeri! :)
Ætla þá líka að enda þessa bloggfærslu á fallegri mynd yfir lónið sem við tókum, takk fyrir að lesa :)












Engin ummæli:

Skrifa ummæli