þriðjudagur, 1. mars 2016

Annar einn fiskurinn á færibandi læknisins.

Ég er sprungin, ég get ekki setið á mér lengur. Hvar fá sumir heimilislæknar sína menntun í dag? , þeir eru ekki allir svo slæmir en þeir eru of margir miða við hversu margar hryllingssögurnar hafa verið. Ég ætla ekki að tala fyrir aðra svo ég ætla ekki að fara að rýna í persónulegar reynslusögur frá öðrum en sjálfri mér. Þetta byrjaði allt á fimmtudaginn í síðustu viku þar sem ég var búin að liggja í flensu í viku. Ég var komin með hósta sem kæfði mig næstum því og verk í brjóst sem leiddi upp í öxl. Ég að sjálfsögðu panta mér tíma hjá heimilislækni á heilsugæslunni minni og ég fæ svo kallaðann ,,neyðartíma" sem er geymdur fyrir fólk sem þarf á læknisaðstoð strax. Þegar ég kem inn tekur hann á móti mér með spurnarlegu augnarráði (við höfðum sem sagt áður hisst og þá var hann ekki sá vingjarnlegasti). 

Þessi eldri maður sest niður og spyr hvað sé að mér, ég segi bara eins og er að ég væri líklega bara með þessa bölvuðu flensu en ég væri samt sem áður komin með verk upp í öxl af hósta og verk fyrir eyrun og ekkert að skána svo ég vildi ganga í skugga um að það væri örugglega ekki eitthvað annað en veirusýking eða Inflúensa sem væri að plaga mig. Hann brosir bara góðfúslega sem ég skil ekki enn hvað þýddi því í framhaldi þess tekur hann í hausinn á mér og kíkir í eyrun á mér. Hann spyr mig þá með kímni og hroka
 "Hefurðu ekkert reynt að blása í eyrun?" ( Halda fyrir nefið og blása) 
ég sagði "nei ég hef ekki þorað því, mér er bara svo illt í eyrunum að ég legg ekki í að skaða kanski eitthvað þarna" 
Hann hlær bara og segir mér að blása í eyrun og ég geri það sem maðurinn með háskólagráðu í læknisfræði segir og fæ þennan svakalega verk og hann spyr með sama hroka og kímni 
"Og hvað? Líður þér ekki betur?" 
Ég sagði að sjálfsögðu nei því þetta bætti enn meiri óþægindum í eyrun á mér ofaná þau sem nú þegar höfðu verið en hann mátti þó eiga það að það losaði aðeins um þrýstinginn enn verkirnir versnuðu til muna. Svar hans við því var þá að ég ætti að gera þetta reglulega og þá ætti allt að vera í lagi með mig.
 "En hvað með verkinn sem ég er með í öxlinni? Tengist það ekkert þessari flensu þá?" segi ég.
Hann svarar "Neih,(fussar) það er ekkert merkilegt held ég. (þrýstir þéttingsfast á öxlina svo ég orga af sársauka) Jaaá þú ert bólgin þarna, ertu með liðagigt?" 
ég svaraði "Veit það ekki, en ég er með Vefjagigt." 
Hann "(fussar eins og gömlum karli er lagið) Vefjagigt?? fhhuu fhuu, nei þetta er ekki vefjagigt. Farðu bara heim og taktu íbúfen, blástu reglulega í eyrun og vertu bara þolinmóð það er besta meðalið." 
Já, hann sagði mér að vera ÞOLINMÓÐ!! MIG? Ég er sko heldur betur þolinmóð þegar við kemur heilsunni minni. Ég er með flensueinkenni 299 daga ársins útaf gigtinni svo þegar leggst á mig flensa í HEILA VIKU þá er þolinmæði það seinasta sem ég hugsa um. En fyrir þetta borgaði ér 3100 krónur! 

Daginn eftir var ég virkilega slöpp og lá upp í rúmi að reyna að sofa úr mér verkina en það gekk ekkert. Eyrun versnuðu bara og ég hélt áfram að blása í eyrun en ekkert gekk svo ég hætti því seinni part dagsins því mér fannst það gera hlutina illt verra. Á laugardagsmorgni fór ég á Læknavaktina því ég þoldi ekki meira, ég var orðin svo kvalin að Vefjagigtin hafði ekki roð í það.
Þar geng ég inn og læknir á stöðinni spyr mig hvað sé að eins og vaninn er og ég segi lækninum að ég sé með verk fyrir eyrunum og ég sé búin að vera veik í 9 daga og þetta sé ekkert að skána. Hún tekur upp eyrnagæjann sinn, lítur inn í vinstra eyrað og ég held það hafi tekið svona 0.6 sek fyrir hana að hætta að skoða, leit á mig og sagði köld í bragði ´
"já, þetta er eyrnabólga. Bara taka íbúfen og paratabs, það er ekkert annað sem við gerum í þessu þegar fullorðið fólk fær eyrnabólgu" 
Ég sem var lítil í mér og orku lítil segi ekkert og hún bara vísar mér á dyr á innan við 2 mínútum þó svo að ég viti að það sé reiknað með 10-15 mín per.sjúkling á svona bráðavakt. Já og fyrir þessar ca 2 mínútur borgaði ég enn einar 3100 krónurnar þar sem verk var aðeins hálfklárað. Hún kíkti ekki í hitt eyrað, hlustaði mig ekki og kíkti ekki í hálsinn. (ég hef mikla reynslu á læknum vegna gigtar svo ég veit þessa rútínu sem læknar fylgja alltaf)
Engu að síður þá er ég varla lögst aftur upp í rúm með íbúfen rennandi í æðunum mínum þegar það byrjar eitthvað að leka úr eyranu á mér, ég þurka það með eyrnapinna og eyrnapinninn verður rauður. Ég hugsa með mér að þetta geti ekki verið, hún sagði að þetta væri bara væg og lítil bólga svo ég prufaði aftur og þá var það sama sagan, svo áður en ég sleppi seinni eyrnapinnanum heyri ég bara gutl hljóð og finn fyrir örlitlum létti í eyranu og það fossar út. Ég prufa þá að blása og þá blístrar í eyranu sem er yfirleitt merki um sprungna hljóðhimnu. Ég hringdi þá í Læknavaktina. 
Hjúkrunarfræðingur: "Læknavaktin góðann daginn"
Ég: "Já góðann daginn, ég var að koma frá ykkur áðan og mér var sagt af lækni að ég væri með smá eyrnabólgu og ætti bara að taka íbúfen enn ég var hinsvegar að lenda í því óhappi að það byrjaði að leka úr eyranu mínu."
Hjúkrunarfræðingur: "Nú?, var hljóðhimnan þá útblásin? því þetta gæti verið merki um að hún hafi rofnað, þá þyrftiru kanski að koma aftur og láta kíkja á þig."
Ég: "Hún sagði ekkert um það, hún rétt kíkti inn og sagði að ég væri með smá bólgu og búið"
Hjúkrunarfræðingur: "(hneiksluð í rómnum) ha? okei. Hvað heitiru? Ég ætla aðeins að tala við hana"
Ég: Unnur Edda, kom fyrir svona ca klukkutíma.
Hjúkrunarfræðingur(eftir svona 1 min) : Já sæl aftur, heyrðu hún sagði að það væri alveg óþarfi að koma aftur, hún sagði að þetta væri pott þétt bara eyrnamergur.
Ég: Eyrnamergur? , ég hef aldrei fengið fljótandi eyrnamerk með blóði. 
Hjúkrunarfræðingur: Já ég veit ekki þetta segir hún, hún sagðist ekki hafa séð neitt að hljóðhimnunni. 
Fagleg vinnubrögð af lækninum? Nei! Ég ætla alls ekki að segja neitt um hjúkrunarfræðinginn því að ég efast um að hún fái eitthvað um það ráðið hvort sjúklingar séu "skikkaðir" til að mæta aftur til læknisins. 




Í dag fór ég síðan til Háls-nef og eyrnalæknis því ég er enn að drepast í eyranu. Og þetta var nú meira gullið, hann var hreinskilinn og algjör fagmaður. Hann sagði mér að ég væri með nefholubólgur, ennisholubólgur og bullandi eyrnabólgu og eyrað stútfullt af vökva og setti mig strax á sýklalyf. Ég sagði honum sjúkrasöguna mína þessa vikuna og hann var virkilega hissa á vinnubrögðum þessa einstaklinga. Hann til dæmis segir mér að það er stranglega bannað að blása í eyrun þegar maður er með mikið kvef því þá er maður bara að panta sér eyrnabólgu, svo þessi eyrnabólga skrifast alfarið á fyrsta lækninn í ferlinu. Ef ég hefði ekki verið að fylgja læknisráði með því að blása í eyrun hefði ég ekki blásið öllu slíminu og vökvanum beint inn í miðeyrað á mér sem gerði það að verkum að ég er nánast heyrnalaus á öðru eyra tímabundið. Fyrir þennan snilling borgaði ég rétt rúmar 6000 krónur, sem er jafn mikið og fyrir báða þessa tíma sem að gerðu nákvæmlega ekkert fyrir mig.

Ég geri mér fastlega grein fyrir álagi sem er á heilbrigðisstarfsfólki á svona flensuvertíð en það þýðir þó ekki að það eigi að gera vinnuna sína illa því þetta er eitthvað sem maður vill hafa í lagi fyrir sjálfann sig og fyrir börnin sín. Er ekki kominn tími til þess að taka til í læknastéttinni og setja aðila sem finnst þetta enn gaman og koma ekki fram við hvern og einn sjúkling eins og annan eins fisk á færibandinu. 

-Unnur í Forsetaframboð!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli