mánudagur, 1. febrúar 2016

Húsmæður athugið

Hlutverk kynjanna geta oft verið misskilin og er það gömul hefð að konum sé ætlað að sjá um heimilið í einu og öllu. Þrátt fyrir gamla hefð eru margir sem eru enn fastir í þessari hlutverka skipun og er ég komin með upp fyrir háls af því rugli, þó ég sé enginn harður femínisti þá er mér ekki sama um það hvernig okkur konum er ætlað að vera.  

Ég rek heimili og ég elda eftir bestu getu og hef ég oftar en ekki virkilega gaman af því að elda góðann mat, en þá daga sem ég elda ekki er ég með nagandi samviskubit yfir hversu ömurlegur kvennmaður ég hlýt að vera. Ég fer þá meðal annars að efast um kvennkostinn minn fyrst ég gat ekki eldað þó ég hafi verið allann daginn í skólanum, sækja barnið og fara í búð. Við konur megum eiga það að við séum ekki löngu farnar að gera uppreisn en það er einfaldlega vegna þess að samfélagið sýnir okkur að við eigum að vera útklipptar eins og samfélagið segir okkur að vera, ekki hvernig við viljum vera.

Fyrir næstum tveim árum var ég ekki að gera neitt, ég var heima og sá um allt heimilishald ein og ég stóð flestar barnavaktir sjálf og eldaði á hverju einasta kvöldi. Samt eins og fyr segir í seinustu málsgrein þá var ég ekki að gera neitt samkvæmt „samfélagis-reglum“. Það var eiginlega aldrei eitthvað virkilega óhreint því ég var heima að gera „ekkert“. Núna er ég í skóla og ég sé hvað mikils er til ætlað af manni, hversu mikið ég gerði. Ég elda samt svona 5-6 sinnum í viku en það er engu nær auðvelt.


Mér varð hugsað til þessa vandamáls í dag því ég lá föst vegna gigtarinnar sem ég er með í dag, allt í drasli þrátt fyrir að hafa tekið til á laugardaginn og ekki verið heima í gær. Sem sýnir að ef ég tek ekki til hendinni þá gerir það enginn alveg sama þó það sé að taka til, þrífa eða elda matinn. Kæru kynsystur ekki láta rífa upp á ykkur stjörnuna, það er ekki sautjánhundruð og súrkál. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli