þriðjudagur, 21. júní 2016

Hreinskilinn og beinskeittur póstur VARÚÐ

Lífið hefur svo sannarlega tekið stórann snúning síðan ég skrifaði hér síðast. Það var þá um læknaþjónustu Íslands og skoðun mín á henni, ég stend enn á þeirri skoðun guði sé lof. En það hefur samt sem áður margt breyst síðan síðast.

Eins og flestir vita fékk ég loksins að skarta kollinum fræga og er orðin stúdent, og bráðum nýnemi í Háskóla Íslands!! Trúiði þessu?? Þegar eg hóf þetta blogg var ég bara heimavinnandi móðir með alltof mikinn frítíma, enga vini, ekkert sjálfstraust og ekkert líf utan heimilisins. Nú snýst allt um það að vakna snemma og gera eitthvað í staðinn fyrir að hanga heima og bíða eftir að leikskólinn er búinn. Nema auðvitað þá er ég í sumarfríi og fékk enga vinnu, svo mér finnst ég vera komin á byrjunarreit. Ég er föst heima, nenni ekki út, nenni ekki að klæða mig, er með verki allstaðar í krók og kimum líkamans og sef illa!! Ég á fullt af yndislegum og frábærum vinum en ég kem mér ekki í það að hitta neitt af þeim, það er einhver hræðsla við það sem ég skil ekki einu sinni sjálf. Kvíði kanski? veit það ekki! En ég hitti þessa vini mína á hverjum einasta degi í skólanum í haust og ég virðist ekki geta hringt og bara spurt um hitting. Það er ekki bara það heldur finnst mér það eitt að fara i búðina, til læknis og þh. Þetta gerðist allt eftir stórt rifrildi í fjölskyldunni minni, ætla ekki að grafa neitt dýpra í það nema hvað að ég hef verið gjörsamlega lokuð á allt sólarljós og gleði í smá tíma núna.

Lífið er ekki alltaf dans á rósum þó fólk taki ekki eftir nema skelinni. Skelin er oftar en ekki þver öfugt við líðan einstaklingsins og er það einmitt það sem ég er að ganga í gegnum núna. Já ég tala opinskátt um andleg veikindi! Handtakið mig þá og kallið þetta aumingjaskap og leti, sama er mér. En þetta hjálpar mér! Þar sem ég hef ekki styrkinn í að leita mér fagaðila til að ræða þessi mál getur frásögn mín hinsvegar hjálpað öðrum. Þið eruð ekki ein. Þegar önn klárast í skólanum og það er búið að vera brjálað að gera í félagslífinu og skólalífinu þá kemur smá lognmolla sem getur sent heilbrigðasta fólkið á Geðdeild Landspítalans. Þetta er þekkt dæmi að fólk loki sig inni og haldi sig frá almenningi og öllu ljósi. Eða svo hef ég heyrt að minnsta kosti!

Samt sem áður koma mín vandamál ekki aðeins vegna þess að það er enginn skóli og vinir, heldur hef ég undir liggjandi andlegveikindi sem er mjög auðvelt að blása niður með minnsta vindstigi.

Útskriftin mín! Hún var eitthvað sem mig dreymdi um! Ég  var virkilega spennt frá fyrsta degi í Janúar(en það var einmitt þá sem ég fattaði að ég væri að fara að klára fyrir alvöru) byrjaði ég að telja niður. Ég horfði á dagateljarann telja niður hægt og rólega og á verstu tímum leit ég á þetta og reyndi að halda fast í til að falla ekki í gryfju ótrúarinnar. Ég trúði á sjálfa mig hverja mínútu af hverri klukkustund. Þegar nær dró bættist við það að fara að plana einhverja veislu, að sjálfsögðu vildi ég fá mína nánustu ættingja og vini til að fagna með mér þessum langþráða draumi mínum! Loksins loksins. Þegar prófin byrjuðu byrjaði mér hinsvegar að líða illa í maganum, ég spúði úr báðum endum á einkaklósettinu mínu á milli anna og gat ekkert borðað né varla drukkið. Þarna hélt ég að um stress yfir prófunum væri að ræða.
3 dögum fyrir útskrift var ég löngu búin í prófum og magavandamálið versnað ég missti 6 kg og gat ekkert gert nema bara ælt og grátið þess á milli. Ég trúði ekki að ég væri að fara að missa af minni eigin útskrift vegna þess að ég gæti ekki haldið í mér ælunni eða skítnum (afsakið orðbragðið), 4

En þarna voru góð ráð dýr og ég drattaðist á slysó til þess að botna í þessu fyrir fullt og allt. Ég hugsaði allan tíman að þetta væri pott þétt eitthvað sálrænt, stress útaf peningaeyðslunni sem fór í þessa veislu bæði fyrir mig og foreldra mína! Magasár! fyrsta sem ég hugsaði og það eina sem kom til greina þegar google var spurt. Og auðvitað krabbamein en ég reyndi nú að vera ekki að standa inni hjá lækni og segja eitthvað svoleiðis nema það læi grunur á því.

Ég var lögð inn annars vegar með næringu í æð og fékk lyf til að taka ógleðina í burtu. Þetta hófst á endanum en eftir aðeins 4 klukkustundir var búið að leggja mig inn, taka þvagsýni, blóðsýni, gefa mér vökva og lyf og skrá mig út. Það kom ekkert í ljós en þeim fannst gott að ég kom. Ég þurfti svo að senda saursýni á rannsóknardeild landspítalans sem ég bíð enn spennt eftir.

En á deginum varð allt hljótt! Engir verkir, ógleði eða lystaleysi. Ég gat labbað án þess að fá krampa í neðra kviðarholið og ég var ekki eins og draugur í framan. Var þetta þá stress fyrir veislunni allann þennan tíma? Vá hvað líkaminn er viðkvæmur við litlu áreiti!

Athöfnin var yndisleg og ég grét og hló. Ég fékk að setja upp kollinn fyrir framan ríflega 300 manns og var ótrúlega stolt af mér og mínu fólki! LOKSINS!
En svo byrjaði veislan. Hún var virkilega skemmtileg og ég labbaði á milli allra minna nánustu og talaði stutt og laggot við hvern og einn gest, það urðu örfáir árekstrar en aðeins litlir sem hægt var að ganga frá á staðnum með bros á vör. Þetta var yndislegur tími! En ef ég yrði spurð í dag hefði ég vilja sleppa þessari veislu og fara bara út að borða með þeim al nánustu. Það gekk eitthvað á sem að ég átti ekki að hafa séð, sú manneskja sem segist hafa verið vitni er föst á þessu og gefur sig ekki. Þeir sem talað er um neita þessum ásökunum en þessi eina manneskja gefst ekki upp og er farin að tala við hálfann hnöttinn um atburði kvöldsins.

Núna næstum því tveim vikum eftir veisluna er enn eftirsjá! Ég ætla ekki að nefna nein nöfn eða titla þeirra einstaklinga sem standa í þessum leiðindum en engu að síður er ég stjarna þess því þetta voru mínir gestir. Þessi eini einstaklingur er nú búin að koma mér í mikin kvíða og stress útaf þessu því það er honum/henni ekkert heilagt varðandi samskipti við annað fólk svo ég ákvað bara að blogga um þetta en undir rós hinsvegar svo ég leggist ekki á sama stall og hún.

Nú er magavandamálið komið aftur útaf þessu og hef ég ekki bara einu sinni heldur tvisvar íhugað að láta leggja mig inn á geðdeild. Ég er ráðalaus! Ég kem að uppsteyptum veggjum hvert sem ég ætla mér til að bæta ástandið en það gerist ekkert. Ég átti að vita betur! Mig grunaði alveg að þetta myndi enda svona, ég bara reyndi að hafa trú þessum einstaklingi til þess að kunna sig í samskiptum þegar að við kemur málum sem þessum sérstaklega þar sem að þetta eru allt fullorðnir einstaklingar sem við á í þessu samhengi!

Þetta er algjört bull en ég læt þetta samt standa hérna, þetta er ein af fáum leiðum mínum til þess að fá útrás á reiði minni. Svo ef þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum bara rennið þessu framhjá ykkur og haldið áfram með ykkar líf. Það syrgja allir á mismunandi hátt! Og hér er ég að syrgja heilbrigðann maga og samband sem ég held að verði aldrei aftur eins eðlilegt og það gat orðið.

Yfir og ÚT!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli