miðvikudagur, 26. mars 2014

Matarblogg - ungversk gúllassúpa - *myfav*





Ég eldaði Ungverska Gullassúpu í kvöld , fann þessa uppskrift á netinu og hef haft hana nokkrum sinnum og ég er einfaldlega sársjúk í hana.
Ég elska að prufa eitthvað nýtt í matargerð og sérstaklega þegar það heppnast sem gerist nánast alltaf. Er farin að halda að Halldór sé bara haldinn matarást á mér og þessvegna se hann með mér ;) haha!
Enn langaði engu að síður að deila þessari uppskrift með ykkur, og mæli með henni!
Ég læt líka fylgja með ótrúlega gott brauð sem ég fann inn á www.evalaufeykjaran.com , hún er algjör snillingur og mikið af mínum innblæstri og matargerð kemur frá henni. Lovher. <3

500 gr nautagúllas
400 gr bökunarkartöflu
200 gr gulrætur
200 gr paprika
200 gr laukur
4 hvítlauksgeirar
800 ml maukaðir tómatar í dós
400ml vatn
1 tsk kúmen
2 tsk ungverskt papriku duft (ég nota bara venjulegt papriku duft)
2-3 nautateningar
Salt&pipar
Olía til steikingar

Aðferð:Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum og vatninu er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu. Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þartil kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram. Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði. (Eg sleppi sýrðarjómanum, enn eg set duglega af steinseljuni bara beint i skálina)



Hvítlauksostabrauð:Sker skorpuna af samlokubrauði, strái rifnum ost yfir og hvitlauksolíu.Smá salt & pipar og hvitlauksduft. Svo i ofninn við 180•C þar til osturinn er orðinn gullnaður.(Alveg ljúfmeti með öllum súpum)

Þetta eru kryddin sem ég nota, maldon saltið gerir kraftaverk.


Steiki allt sér.

Namm nauuut!


Ef að heimilið er ekki farið að lykta af miklum unaði á þessum tímapunkti eruði að gera eitthvað vitlaust.

Kartöflur soðnar...

Svo er ekki verra að fá svona aðstoðar kokk :-)

Algjört yndi.

Sjúkt!!!!!!




Takk fyrir mig. <3
Verði ykkur að góðu.

-Unnur



Engin ummæli:

Skrifa ummæli