þriðjudagur, 25. mars 2014

Kæru Íslensku hundaeigendur ATH!

Alls ekki hugguleg mynd, enn finnst nauðsynlegt að þessu sé brýtn fyrir hundaeigendum því fátt er ógeðslegra enn að stíga í hundaskít.
Ég er núna byrjuð að reyna að labba sem mest ef veður leyfir , og labba lengri leiðir til að ég stirni ekki öll upp eins og Solla Stirða hérna heima á verkjadögum.
Það er ekkert leiðinlegra enn að fara ut að labba alein, en engu að síður á sama tíma er það algjört æði í góðu fersku veðri með timberleikinn í eyranu.
Seinustu 3 skipti sem ég hef farið út að labba hef ég tekið augljóslega eftir einum tilteknum hlut sem að hundaeigendur þurfa að taka virkilega til sín, þegar hundurinn þinn kúkar þá skaltu ÞRÍFA ÞAÐ UPP!!!
Það er fátt ógeðslegra enn að stíga í hundaskít, lyktin er alveg hrein viðbjóður og þetta festist undir skónum. Tala nú ekki um þegar þetta er á miðjum göngustíg sem ég hef ítrekað lent í.
Þetta er svona svipað eins og ég fari að skilja eftir kúkableyjur sonar míns á gólfinu um alla íbúð og fá svo fólk í heimsókn.
Mér til mikillar ánægju þegar eg fór síðast út að labba með frumburðinn þá var strákurinn minn á fullri ferð enn snar bremsaði aðeins 2 1/2 árs gamall og sá hundaskít á miðjum göngustíg og sagði "OJJJJJJ KÚKUR".
Að ómálga barn skuli virkilega vita að þetta er ógeðslegt segjir mér að fullorðin hundaeigandi ætti svo sannarlega að hafa vit í kollinum að taka upp skítinn eftir dýrið sitt.



Segji ekki meir, takk fyrir mig í bili.

Unnur.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli