þriðjudagur, 18. mars 2014

2014 - Gera betur, verða betri & mögulega best.






Vertu sæll kæri lesandi, alltaf finnst mér jafn erfitt að hefja fyrstu orð í bloggfærslum.
Svo mér finnst oftast viðeigandi og kurteist að heilsa viðkomandi sem les "blaðrið" í mér sem ég pikka á tölvuskrattann sem stendur stundum á sér eins og fíll á kviðnum á mér.
2014 verður merkis ár hjá mér, ég hef eins og margir vita átt frekar erfiðið tímabil inn á milli sem hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, nánast í orðsins fyllstu merkingu "krypplingur", ég er með heilsu á við áttræða konu útaf áföllum fortíðar og áreiti.
Nú verður blaðinu snúið við og ekki litið um öxl, fortíðin kemur alltaf og bítur mig í rassinn svo fast að ég orga og væli stundum upp í rúmi og læt vorkenna mér því akkurat þá stundina virðist það vera það eina í stöðuni! 


Enn nú verður þetta ekki þannig. Því að nú hef ég tekið þá ákvörðun að vinna 100% í sjálfri mér og þrífa burt allann óþarfa skít og óþverra í burtu frá mér, ef þér líkar ekki við mig hættu þá að nota mig , ef þú vilt ekki vera vinur minn hættu þá að láta þannig , ef þig langar ekki að koma að heimsækja mig ekki segjast ætla að gera það.
Ég fór í Þraut sem er vefjagigtarsetur, ég mæli eindregið með því fyrir vefjagigtarsjúklinga.
Ég fór í alsherjar greiningu þar sem það byrjað á að ég mætti og fyllti út 34 bls spurningarlista um allt á milli himins og jarðar um heilsuna og fortíð. Seinni daginn var settur á mig púlsmælir, ég hjólaði, ég stóð á einni löpp, ég labbaði á staðnum, ég talaði, ég lá og lét pota í mig. Ég var með öðrum orðum eins og tilrauna rotta enn að sjálfsögðu meina ég það ekki illa, þetta ferli tók 4 og 1/2 klukkutíma án pásu.
Hitti sjúkraþjálfa, sálfræðing og gigtarlæknir.
Svo er það síðasta heimsóknin í greiningarferlinu og þá fær maður niðurstöðurnar, við vorum nokkuð mörg þarna sem mættum og ég var sú eina sem þurfti að hitta alla þrjá aftur!
Niðurstöðurnar komu mér svo sannarlega á óvart, þetta sló mig eins og þruma úr heiðskýrulofti. Mig svimaði af öllu því sem ég fékk að vita um mig enn leið auðvitað vel vitandi það að ég var ekki að ýminda mér neitt eins og margir halda að vefjagigt er.

Í ljós kom að ég væri með of háann hvíldarpúls sem er útaf gigtinni, taugakerfið virkar ekki rétt og segja þau að það sé þá t.d ástæðan fyrir því að ég sé svona þreytt við minnstu áreynslu á líkamann,
Ég var með 16 af 18 kvikpunktum vefjagigtar sem er vel yfir meðallag, ég var með of lélegann gripkraft í höndum, lélegt jafnvægi, heilaþoku á hæðsta stigi sem þýðir að skammtímaminnið er í molum, ég er með slæma félagsfælni og áfallastreituröskun, verulega slæma grindarskekkju sem gæti hafa skekkst annað hvort á meðgöngu eða í bílslysi.
Meðal manneskja með vefjagigt skorar svona 40-50 stig af 100, ég fékk 76.
Ég er áttræð!!
Enn þau sögðu mér öll að nú fer vinnumarkaðurinn á hilluna , og endurhæfing tekur við út árið því að ef ég geri ekki eitthvað í þessu núna eru yfirgnæfandi miklar líkur á að ég endi sem fullur öryrki.
Svo framundan er sjúkraþjálfun af krafti, sálfræðimeðferð, geðlæknamat(verulega erfitt að skrifa það niður enn ég viðurkenni það ég verð víst að fara til geðlæknis), endurhæfingarprogram, sækja um endurhæfingarlífeyri og bara vera sterk sterk sterk!!!
Ég er verulega ánægð að eftir öll þessi ár af endalausu máttleysi, þreytu, vanlíðan, stirrðleika, getuleysi til að vinna eða stunda skóla sé loksins ekki bara aumingjaskapur!!!

Þakka ykkur innilega fyrir að lesa , og ég reyni eins og ég get að hætta þessu "áttræðissjúkdóma"tali :)



Verið heil , verið sæl
Takk og bless.

Unnur <3


-You may have to fight a battle more than once to win it-

2 ummæli:

  1. Gangi þér rosa vel! Þó gott að vera loksins komin með svör og eitthvað ferli framundan :)

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir það , það er ansi mikill léttir að vera loksins komin almennilega upp úr jörðinni. Nú er bara komin tími til að blómstra.

    **Væmna Gellan***

    SvaraEyða